Morgunblaðið - 22.10.2015, Síða 74

Morgunblaðið - 22.10.2015, Síða 74
74 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 Sumarhús Viðhaldslítil ferðaþjónustuhús og sumarhús til sölu halliparket@gmail.com sími 894 0048 Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, Smáauglýsingar KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Ný sending af glæsilegum kristals- ljósakrónum, veggljósum, matarstell- um, kristals glösum til sölu. BOHEMIA KRISTALL, Grensásvegi 8, sími 7730273 Til sölu Góður drengur er fallinn frá eftir langvinna baráttu við miskunnarlaus- an sjúkdóm sem hefur senni- lega fylgt mannkyninu frá upp- hafi. Undir lok byggingar Sigöldu varð ljóst að leki var langt umfram það sem áætlanir gerðu ráð fyrir og við því yrði að bregðast. Viðfangsefnin sem við tóku voru mörg, og stór hluti þeirra engan veginn hefð- bundinn. Það var mannbætandi að vinna með Fúsa við slíkar aðstæður. Hann gerði allt af miklu kappi og útsjónarsemi Vigfús Erlendsson ✝ Vigfús Er-lendsson fædd- ist 26. febrúar 1955. Hann lést 11. október 2015. Útför Vigfúsar fór fram 16. októ- ber 2015. sem þurfti að gera, hvort sem það var að vaða Tungnaá með segulmæli hangandi á sér í leit að gröfnum hraunkanti – svo djúpt að flæddi inn í vöðlurnar – burðast með steypu niður glerhált Sigu- öldugljúfur til að byggja mælistíflur, vöðlast um klakahrannir í leit að svelgjum eða brölta um hraun og klungur í ófærð og ill- viðri til að mæla grunnvatns- hæð. Það er við slíkar aðstæður sem grímur hafa tilhneigingu til að falla og kjarninn í einstak- lingnum birtist. Fúsi var ein- staklega úrræðagóður og bón- góður drengur og ósérhlífinn með afbrigðum. Hann var gegn- heill, lagði aldrei illt orð til neins en hugsaði mikið um hvernig mætti létta undir öðr- um. Mikið var gantast og spaugað, en undir niðri mátti ávallt greina alvarlegan undir- tón hjá honum. Fúsi var mjög næmur á líðan annarra og ósjaldan tók hann hana umfram eigin líðan. Þegar Fúsi ákvað að fara utan til náms dró verulega úr samskiptunum. Leiðir okkar lágu nokkrum sinnum saman eftir heimkomu hans. Tilefnið nánast undantekningalaust að hann hafði frumvæði að því að bjóða mér hjálp við einhver tölvu- eða gagnagrunnsvand- ræði, en með tímanum fækkaði þeim fundum eins og vill gerast hjá fólki sem er í endalausu kapphlaupi við tímann. Fyrir um ári hittumst við óvænt og í framhaldi af því sagði hann mér frá veikindasögu sinni. Veikind- unum hafði lostið niður á einu augnabliki í mikilvægri starfs- ferð. Öll sú atburðarás sem hann lýsti innifól í sér hina áleitnu spurningu um samspil umhverfis og erfða þegar ein- staklingar veikjast óvænt. Það vill fylgja þeim sem eru bón- og úrræðagóðir að á þá hlaðast verkefni umfram alla sanngirni. Slíkir menn sitja oft uppi með vinnu og ábyrgð sem aðrir eiga að bera, en hafa runnið undan. Í samtölum okkar í seinni tíð kom fram að hann var ákaflega ósáttur við þær aðstæður sem honum höfðu verið búnar innan stjórnsýslunnar við upphaf veikindanna til að leysa þau verkefni sem stjórnvöld höfðu gengist undir fyrir Íslands hönd. Það fæst sennilega aldrei svar við því hvort slíkt álag, erfðir eða aðrir umhverfisþættir skiptu sköpum þegar mælirinn fylltist. Í samtölum okkar kom sterkt fram hve hann unni fjöl- skyldu sinni og það leitaði mjög á hann það mikla álag og erf- iðleikar sem veikindi hans hefðu lagt á hana og þá sem stóðu honum næst. Það finnst mér lýsa Fúsa best sem manni. Í óbærilegri vanlíðan sótti það mest á hann hvað veikindin hefðu valdið hans nánustu mik- illi sorg. Það gera ekki aðrir en þeir sem hafa gott hjartalag og sterka samkennd að upplagi. Þegar upp er staðið er það sá eiginleiki sem ræður mestu um manngildi hvers og eins. Davíð Egilson. Ég átti fyrst í samskiptum við Stefaníu snemma árs 2004 þegar ég fór sem blaðamaður á Morg- unblaðinu í heimsókn til Íraks, sem þá var um það bil að leysast upp í borgarastríð. Hún gaf mér ýmis góð ráð varðandi ferðatilhög- un en svo fór að lokum að ég fór inn í gegnum Kúveit en ekki Jórd- aníu, þannig að það kom ekki til þess að við hittumst þá. Seinna – vorið 2007 – gerði ég greinaflokk um afleiðingar téðs borgarastríðs, það hafði leitt til þess að hundruð þúsunda Íraka flúðu land. Þá heimsótti ég Jórd- aníu og hitti Stefaníu í fyrsta sinn. Hún hafði ávallt sterkar skoðanir á því hvernig ætti að nálgast hlut- ina og byggði auðvitað á langri reynslu og búsetu í Mið-Austur- löndum; stundum kaus maður að fara aðrar leiðir en ekki var hún að erfa það hún Stefanía. Seinna fór ég til starfa fyrir UNRWA í Líbanon og þá urðu samskipti okkar reglubundin og á persónulegri nótum, góður vin- skapur þróaðist, við fjölskyldan heimsóttum hana á heimili hennar í Amman og hún kom til okkar a.m.k. tvívegis í Beirút. Við rák- umst einnig á hana – og sendi- nefnd frá Íslandi – í súkkinu í Da- maskus í júní 2008. Þá var verið að velja þann hóp Palestínuflótta- manna frá Írak sem síðar kom til Íslands og fór upp á Akranes. Hún var nefndinni til aðstoðar, eins og Stefanía J. Reinhards- dóttir Khalifeh ✝ Stefanía J.Reinhards- dóttir Khalifeh fæddist 16. apríl 1958. Hún lést 24. september 2015. Minningarathöfn um Stefaníu fór fram 19. október 2015. svo mörgum bæði fyrr og síðar. Um kvöldið áttum við eftirminnilegan kvöldverð (m.a. í ljósi þess sem síðan hefur gerst í Sýr- landi) á veitingastað uppi á Qasioun-fjalli, þar sem horft er yfir borgina. Ef mér skjátlast ekki var Qais sonur Stefaníu við nám í Beirút veturinn 2010-2011 (fremur en árið áður) og kom hún því nokkuð reglulega, eins og góðri móður sæmir, til að hafa vakandi auga með einkasyn- inum. Mikill er missir hans. Seinna var ég um skeið við störf fyrir UNRWA í Jerúsalem og hitti þá Stefaníu í hvert sinn sem ég ók yfir til Amman, yfir kaffi eða drykk. Þá gátum við spjallað mikið og lengi. Tengslin rofnuðu ekki þegar ég var kominn heim til Ís- lands og til vinnu í utanríkisráðu- neytinu; enda útilokað að fylgjast nokkuð að ráði með málefnum í Mið-Austurlöndum án þess að vera í reglubundnu samráði við hana. Erfitt er að sjá hvernig skarð hennar í þeim efnum verður fyllt. Stefanía var allt í senn, fram- úrskarandi ambassador fyrir Ís- land, ekki bara í Jórdaníu, heldur á svæðinu öllu; um leið og hún var „mamma“ okkar allra, sem á svæð- ið komum, til lengri sem skemmri dvalar. Hún tengdi okkur saman, sem kannski vorum í fleiri en einu landi (Líbanon, Jórdaníu, Sýrlandi og í Palestínu), og hún fylgdist með okkur og ól önn fyrir okkur. Ótalmargir nutu liðsinnis hennar, allt frá sauðsvörtum almúganum til sjálfrar forsetafjölskyldunnar. Ég veit að ég tala fyrir hönd margra þegar ég segi að hennar verður sárt saknað. Davíð Logi Sigurðsson. Mér finnst eins og það hafi gerst í gær þegar ég hugsa til þeirra tíma þegar ég, krakkinn, var sendur til ykkar afa austur á Stöðvarfjörð í „sveit“. Í minningunni fór ég alltaf með Erlu og Kidda í fyrstu ferð að vori. Það var ekki opn- að yfir fjöllin fyrr en einhvern tíma í maí eða júní, ég vissi það, en ég beið spenntur frá því að snjóa byrjaði að leysa á Húsavík. Til ykkar skyldi ég fara með fyrstu ferð. Ég man hvað ég var spennt- ur á leiðinni og beið eftir að koma yfir Byrgisnesið og sjá jafnvel ljósið í eldhúsgluggan- um ef kvöldþokan skyggði ekki á þorpið. Ég vissi að þar sast þú og fylgdist með bílunum. Líkleg- ast varstu búin að sitja þar í töluverðan tíma því þetta var löngu fyrir tíma farsímanna. Þú vissir bara hvenær við lögð- um af stað og hvenær væri mögulegt, kannski líklegt, að við kæmum til Stöðvarfjarðar. En þegar við nálguðumst Há- tún sá ég ævinlega móta fyrir þér í eldhúsglugganum. Afi var oftast nær farinn að sofa. Það var engin hætta á að þú værir sofnuð því öðrum eins nátthrafni hef ég ekki kynnst, nema kannski sjálfum mér. Ævinlega var tilbúið eitt- hvað snarl fyrir svefninn og Auður Katrín Sólmundsdóttir ✝ Auður KatrínSólmunds- dóttir fæddist 14. maí 1920. Hún lést 6. október 2015. Útför Auðar fór fram 17. október 2015. svo tókum við jafn- vel eina skák áður en skriðið var upp í rúm. Ég var jú alveg sex eða sjö ára og þá fer maður ekk- ert að sofa fyrir miðnætti, jafnvel ekki fyrr en milli eitt og tvö. Daginn eftir var ég kominn á fætur þegar þið afi komuð úr frysti- húsinu í hádeginu. Það var alltaf eins og þessi klukkutími sem þið höfðuð í hádegismat væri eilífur. Þið komuð heim, elduðuð, við borðuðum og svo kjagaðir þú af stað niður Túngötuna, afi vaskaði upp, hljóp svo út og ég sat eftir og fylgdist með ykk- ur. Afi var yfirleitt kominn framúr þér við pósthúsið. Það er svo ótrúlega margt sem þú skilur eftir þig í minn- ingunni en eitt ætla ég að hafa með mér í gegnum lífið. Ég vona að ég verði jafn fordóma- laus og þú varst í þau tæplega 46 ár sem við þekktumst. Mér er sérstaklega minnis- stætt þegar við vorum að tala um ungdóminn (líklegast fyrir 20 árum síðan) og þú sagðir „Þau standa sig vel, þetta var ekkert betra þegar ég var ung.“ Þegar ég eignaðist frum- burðinn minn og það var stúlka kom aldrei neitt annað til greina en að skíra hana í höfuðið á þér. Þar réði fyrst og fremst allt sem þú varst mér og allt sem þú gafst mér. Ekki skemmdu fyrir þessi stórbrotnu nöfn þín sem ég mun alltaf bera ómælda virð- ingu fyrir. Það er gott að ylja sér við minninguna um þig þegar ég sé þessi nöfn. Þær eru endalausar minn- ingarnar sem ég á um sam- veru okkar á þessum uppvaxt- arárum mínum en þessar læt ég duga hér en hinum mun ég heldur aldrei gleyma. Ég á alltaf eftir að sakna þín en ég veit líka að þú yf- irgefur þessa jarðvist fullkom- lega sátt við menn og málleys- ingja. Ég er óendanlega stoltur og þakklátur fyrir að þú varst amma mín. Þinn, Víðir. Morgunblaðið birtir minningargreinar end- urgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu grein- ar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minn- ingargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfar- ardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morg- unblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað út- förin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.