Morgunblaðið - 22.10.2015, Side 80
80 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Franski kvikmyndagerðarmaðurinn
Luc Jacquet, sem hlaut Óskars-
verðlaunin árið 2005 fyrir bestu
heimildarmyndina, La marche de
l’empereur, Ferðalag keisaramör-
gæsanna, var viðstaddur sérstaka
opnunarfrumsýningu á nýjustu
heimildarmynd sinni, La glace et le
ciel, Ísinn og himinninn, í Bíó Para-
dís föstudaginn sl. Sýningin var hald-
in í tengslum við ráðstefnuna Arctic
Circle, Hringborð norðurslóða, sem
haldin var í Hörpu og um 1.900
fulltrúar frá yfir 50 löndum sóttu.
Í Ísnum og himninum, sem var
lokamynd kvikmyndahátíðarinnar í
Cannes í ár, fjallar Jacquet um
franska jöklafræðinginn Claude Lor-
ius, merkilegar rannsóknar hans á ís
Suðurskautslandsins og þá uppgötv-
un hans að loftslagshlýnun jarðar á
síðustu öld og fram til vorra daga sé
af mannavöldum. Lorius þurfti í ára-
tugi að glíma við efasemdamenn sem
drógu þessar niðurstöður hans í efa
en hin síðustu ár hafa fræðimenn
sammælst um að aukin losun manna
á gróðurhúsalofttegundum – og þá
fyrst og fremst koltvíoxíði – valdi
hækkun á hitastigi jarðar með til-
heyrandi ógn við lífríkið, bráðnun
jökla, hlýnun sjávar og öfgakennd-
ara veðurfari.
Siðferðisleg skylda
Lorius er orðinn 83 ára og fór í
sína fyrstu rannsóknarferð til Suð-
urskautslandsins árið 1957 og fjöl-
margar fylgdu í kjölfarið. Í heimild-
armynd Jacquet má sjá einstakar og
fræðandi kvikmyndaupptökur frá
þeim ferðum í bland við nýleg mynd-
skeið af Lorius í ægifagurri náttúru,
m.a. uppi á jökli og í skógi sem orðið
hefur eldi að bráð, táknrænar mynd-
ir fyrir ástand náttúrunnar og þann
skaða sem við mennirnir höfum vald-
ið henni og sér ekki fyrir endann á,
þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórn-
málamanna.
Allar myndir Jacquet fjalla um
náttúruna með einum eða öðrum
hætti og kemur það blaðamanni því
ekki á óvart þegar leikstjórinn segist
vera vistfræðingur að mennt.
„Ég ferðast mikið og gat ekki
haldið áfram að gera myndir um
stórkostlega náttúru án þess að
benda á þann vanda sem jörðin
stendur frammi fyrir,“ segir Jac-
quet. Honum hafi þótt það siðferð-
isleg skylda sín að gera myndina um
Lorius og uppgötvanir hans. „Ég á
börn og í starfi mínu hef ég fengið
tækifæri til að hitta mörg börn og
mér finnst unga kynslóðin afar
áhyggjufull yfir framtíðinni, hvaða
áhrif loftslagshlýnun jarðar muni
hafa á hana. Þau fá mjög undarlegan
arf eftir okkur og það minnsta sem
við getum gert fyrir þau er að út-
skýra hvað hafi gerst,“ segir Jac-
quet. Unga kynslóðin verði að hafa
löngun til að gera eitthvað í málinu,
berjast gegn þessari ógnvænlegu
þróun og þar sé baráttumaðurinn
Lorius fullkomin fyrirmynd.
„Mér þótti afar áhugavert að sýna
í myndinni þennan gamla mann sem
bjó yfir þessum miklu hæfileikum og
úthaldi, mann með háleit markmið
og sýna hverju hann hefur áorkað
með störfum sínum. Þetta jákvæða
viðhorf skiptir mig mjög miklu máli,
að kveikja löngum hjá áhorfendum
til að láta til sín taka,“ segir Jacquet.
Náttúrubarn
-Kannski er hluti vandans að nú-
tímamaðurinn hefur glatað tengslum
við náttúruna? Borgarbúar fara ef-
laust margir hverjir aldrei út fyrir
borgina að njóta náttúrunnar.
Jacquet tekur undir þessar vanga-
veltur, hugsar sig um og segist sem
barn hafa búið úti í sveit, fjölskylda
hans hafi í marga ættliði búið þar og
lifað af náttúrunni. „Hringrás nátt-
úrunnar var þeirra dagatal. Ég lærði
af þessu sem barn, að njóta þess að
vera í náttúrunni og njóta náttúrunn-
ar gæða. Nú er ég menntamaður,
borgarbúi og flýg um allan heim en
ég er og verð náttúrubarn. Ég hef
óslökkvandi þörf fyrir að vera a.m.k.
fjóra eða fimm mánuði ársins úti í
náttúrunni,“ segir Jacquet. Því mið-
ur þurfi hann, starfa sinna vegna,
enn að ferðast með faratækjum sem
brenna jarðefnaeldsneyti.
„Þetta er afleiðing af ákvörðun
sem tekin var fyrir 40 árum, mönn-
um var sama hvaða áhrif þessi ferða-
lög hefðu. Allir þurftu að eiga sjón-
varp og bíl og vera eins miklir neyt-
endur og mögulegt væri. Þetta var
leiðin að hamingjunni en núna vitum
við að þetta gengur ekki upp því við
erum að drepa plánetuna, eldmóðinn
sem í okkur býr og gleðina. Við þurf-
um að breyta lifnaðarháttum okkar
og það er ekkert niðurdrepandi,“
segir Jacquet. „Við verðum að skipta
um stefnu því annars deyjum við,“
bætir hann við.
Aldrei of seint
-Þeir svartsýnu munu á móti segja
að það sé hreinlega orðið of seint.
„Það er aldrei of seint. Ég er mikill
bjartsýnismaður og húmanisti,“ seg-
ir Jacquet og bendir á stórkostlegar
breytingar sem hafa orðið í mann-
kynssögunni fyrir samtakamátt
manna, t.d. afnám þrælahalds og að-
skilnaðarstefnu. „Við búum enn yfir
þessum mætti og verðum að nýta
hann. Auðvitað verður þetta erfitt
því við stöndum frammi fyrir óút-
reiknanlegum viðburðum. Í þúsundir
ára tókst okkur að gera heiminn fyr-
irsjáanlegri, auka öryggi okkar og
barna okkar, tryggja okkur fæði og
húsaskjól. Við virðumst vera á há-
punkti hamingju og velsældar en nú
eru að verða umskipti, heimurinn er
orðinn óútreiknanlegri með sínum
ofsaveðrum og þar fram eftir göt-
unum.“
Jacquet skrifaði sjálfur handrit La
glace et le ciel og segist hafa varið
miklum tíma með Lorius, beðið hann
að rekja ævisögu sína og sögu rann-
sókna sinna. Hann hafi einnig hitt
marga samstarfsmenn Lorius og
sankað að sér kvikmyndum sem
teknar voru í rannsóknarleiðöngr-
um. Markmiðið hafi verið að búa til
hálfgerða ævintýramynd úr þessum
stórmerkilega efnivið.
Jacquet bendir á að þegar Lorius
hafi farið að kynna niðurstöður sínar
fyrir 30 árum og vara við þróuninni
hafi fáir viljað hlusta. Hann hafi
þurft að berjast við efasemdamenn
áratugum saman. „Núna, 30 árum
síðar, eru hlutirnir að breytast.
Obama Bandaríkjaforseti og fleiri
þjóðarleiðtogar eru farnir að tala um
loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar
og það er breyting til batnaðar en því
miður gengur þetta ekki nógu hratt.
Og efasemdamennirnir eru enn til
staðar sem mér finnst ákaflega
niðurdrepandi,“ segir Jacquet þung-
ur á brún og bendir að lokum á að
Lorius hafi ekki stundað sínar rann-
sóknir einn heldur fjöldi vísinda-
manna með honum.
Stiklu úr myndinni má finna á vef
Bíó Paradísar, á vefslóðinni bio-
paradis.is/kvikmyndir/ice-and-sky/.
Almennar sýningar á Ísnum og
himninum hefjast í Bíó Paradís á
morgun, föstudaginn 23. október.
„Við erum að drepa plánetuna“
Bíó Paradís sýnir nýjustu mynd Óskarsverðlaunaleikstjórans Luc Jacquet sem fjallar um jökla-
fræðinginn Claude Lorius og þá uppgötvun hans að loftslagshlýnun jarðar sé af mannavöldum
Morgunblaðið/Eggert
Breytingar „Við þurfum að breyta lifnaðarháttum okkar og það er ekkert niðurdrepandi,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Luc Jacquet.
AFP
Baráttumaður Lorius á frumsýningu La glace et le ciel í París á dögunum.
Hálsmen
29.900
Hálsmen
14.900
Bankastræti 12 | 101 Reykjavík | Sími 551 4007skartgripirogur.is
Eyrnalokkar
14.900
Hringur
16.900
Hálsmen
17.900
Fallegt skart frá
Hringur
17.900 Hringur
29.900