Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1988, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 15.12.1988, Blaðsíða 2
 JÓLABLAÐ 1988 r Olafuv Oddur Jónsson: Mannleg sam- skipti r f* r • l IjOSl jólanna jtUUt I III Það er við hœfi á jólaföstu að staldra við og spyrja sig þeirrar spurningar hver séu áhrif veraldlegra, siðferðilegra og andlegra gœða á samskiptifólks? Mikið af tíma okkar snýst um veraldleg verðmœti, efnahagsleg (peninga), stjórnmálaleg (völd) og menningar- leg (frœgð). Fréttir fjölmiðla snúast að mestu leyti um þessi verðmœti, sem eru hverful og af skornum skammti. Þar sem veraldleg gœði eru takmörkuð er stöðug samkeppni um, enda raska þau samskiptum manna og siðferði, sem verður oft lágkúrulegt og ómann- eskjulegt, ekki síst þegar samkeppnin harðnar. Mjúku gildin hafa þá sjaldnast forgang. Mun fœrri spyrja um andleg gœði svo sem þekkingu og list, tengd skilningi, viljastyrk og tilfinningaþroska. Þau eiga uppsprettu í manninum sjálfum og eru að áliti vísra manna eilíf og ótakmörkuð. Það er staðreynd að menn geta skynjað sig andlega fátœka í efnalegu ríkidœmi. Þriðja tegund verðmæta, sem við ættum ekki síst að gefa gaum á jólaföstu, eru sið- ferðileg gæði. Þau verða til í samskiptum manna. Þú mætir siðakröfunni ísamskiptum við náunga þinn. Þú verður að læra að virða og meta viðhorf hans og skoðanir, enda þótt þær falli ekki að þínum. Það er einnig Ijóst að forsenda þess að elska og virða aðra er að elska og virða sjálfan sig. Mannfyrirlitning, af hvaða rótum sem hún er sprottin, ber vott um skertU' sjálfsmynd og sjálfsvirðingu. A jólum njótum við náinna, mannlegra samskipta, upplifumást, vináttu og trú, efallt er með felldu. Kristur kom til þess að efla mennsku mannlífsins og hann kemur enn á ný í orði sínu og anda ísama tilgangi. Hann á við okkur erindi. Það er uggvænlegt hve réttlæti og virðingfyrir einstaklingnum ferþverrandi ííslensku samfélagi, einkum ef hann stendur höllum fæti. Þá er eins og íslensk þjóð vilji skemmta sér til dauða. Er ekki ástæða til að spyrja sig þeirrar spurningar hvort stefni í gjaldþrot eða fátækt íþessum efnum? Eitt er víst, ef efnaleg gæði verða keppikefli án persónulegs þroska og siðferðis- og samkenndar þá hriktir í undirstöðunum. Fjölmiðlar eru orðnir áhrifamikið vald íþjóðfélaginu, stundum tilgóðs en oft til ills. Þeir dómar sem þar eru felldir, með eða án kviðdóms, hafa tilhneigingu til að þenjast út eins og púkinn áfjósbitanum. Það er eins og réttlætið segi skilið við kærleikann í umfjöllun fjölmiðla og verði demonískt. Verum minnug þess að það voru ekki heiðingjarnir sem krossfestu Krist, heldur hinir sem töldu sig hafa trúarlega og siðferðilega á réttu að standa. í fjölþættu nútímasamfélagi skiptir aukin stjórnun í þessum efnum ekki höfuð máli, heldur ábyrg notkun á frelsinu. Kunnur íslenskur tónlistarmaður ræddi nýverið viðprest um eitt aðventuguðspjallið í útvarpi. Hann sagði að það væri margt sem ekki væri í takt við kristilegan kærleik í sam- tímanum. ,, Við getum séð hvernig menn upphefja al/s slags neikvæð gildi og gera út á hið Ijóta og grimma. ‘ ‘ Popparinn hefur réttfyrir sér íþessum efnum. Það er reyndar ástæða til að draga allt í efa sem er ekki af rótum kærleikans, þess kærleika sem átti sína uppsprettu í Betlehem og er samofinn réttlætinu í líji og starfiJesú Krists. Hann, hinn upprisni Drott- inn, er von þessa heims. Hann skildi ekki að efnisleg og andleg gæði, allt var ein heild og af Guði helgað, sköp- unin öll var góð. Jákvæð viðhorf, von og mannkærleikur er því eðliþeirra trúar, sem hann vekur, nærir og gefur, en ekki neikvæð viðhorf vonleysi og hatur. ,,Vér lærðum það ung, að sá teldi hvert höfuðhár sem hnattakerfum stýrir um geiminn auða, heyrði hvert andvarp, sæi hvert sorgartár, en sakir þessa erum vér líka að nauða. Því bið ég þig, Drottinn, að muna mig um það (og má ekki skilja þau orð sem dylgjur um gleymsku), að þegar þú sendir mig næst á nýjan stað, verði naumara skammtað þar af grimmd og heimsku." (Úr Ijóðinu Ákall eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson) Gleðileg jól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.