Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1988, Blaðsíða 34

Víkurfréttir - 15.12.1988, Blaðsíða 34
\iimn JÓLABLAÐ1988 „Allir komnir í hálfgerðan bakkgír“ - Rætt við þau Huxley Ölafsson og Vilborgu Ámunda- dóttur, sem eru ekkert á því að setjast í helgan stein, þó þau séu komin á níræðisaldur Þeir eru ekki margir Keflvíkingarnir sem ekki hafa heyrt minnst á þau hjón, Vilborgu Ámundadóttur og Huxiey Ólafsson. Sama má raunar segja um flesta Suðurnesjamenn, enda er hér á ferðinni athafna- fólk sem enn er á fullu þó þau séu bæði komin á níræðisaldur. Þessu fólki kynnumst við nú nánar. Huxiey er fæddur 9. janúar 1905 að Þjórsártúni í Rangárvallasýslu. Eftir skólagðngu fór hann til Sandgerðis 1922 og var síðan viðloðandi það pláss í margar vertíðar en á sumrin vann hann við verslun heima í Þjórsártúni. Hann kom fyrst til Keflavíkur 1933 og var þar í nokkur ár en fór síðan til Reykja- víkur en kom alkominn til Keflavíkur 1939 og hefur verið þar síðan. Vilborg er fædd í Reykjavík 26. des. 1906 og þar uppalin, gekk í menntaskóla og fór einn vetur í heim- speki eftir stúdentspróf. Vann siðan í verslun föður síns og sá síðan um hana ásamt stjúpmóður sinni eftir að faðir hennar féli frá. Sú verslun var að Hverfisgötu 37, þar sem Kjöiur er nú tii húsa í Revkjavík. Þau giftu sig 1934, bjuggu fyrst í Reykjavík og Huxley vann í Sandgerði. Hann fór, eins og áður segir, til Keflavíkur 1939 en hún ekki fyrr en 1940 og þá hófu þau búskap í húsi Keflavíkur h.f. Vistmenn á Garðvangi óska öllum þeim sem sýnt haía þeim vinarhug og glatt með heimsóknum, gleðilegra jóla og íarsœldar á nýju ári. Guð blessi ykkur öll. Óskum öllum þeim sem sýnt hafa okkur vinarhug og glatt með heimsóknum, gleðilegra jóla og farsœldar á nýju ári. Guð blessi ykkur öll., Vistmenn á Hlévangi ýumi ,Það voru mikil viðbrigði að koma hingað þá „Það voru viðbrigði að koma hingað þá. Er mér það alltaf minnisstætt, ekkert raf- magn til eldunar, engin götu- ljós þarna vesturfrá. Fannst manni það alveg dásamlegt þegar vatnið kom en áður hafði maður brunnvatn sem var dælt upp til okkar. Svo var eins og gengur og gerist kola- vélar o.þ.h. En rafmagnið var nýkomið til eldunar í Reykja- vík þegar við fórum,“ sagði Vilborg er hún lýsti þessum fyrstu árum þeirra í Keflavík, ,,en hér hef ég alla tíð kunnað mjög vel við mig og fólkið á staðnum." H.f. Keflavík -Huxley, varst þú kominn í útgerð á þessum árum? „Ekki fyrr en ég kom í H.f. Keflavík. Þá eign keyptum við saman félagarnir, Hreggviður Bergmann, Ólafur Jónsson, Sandgerði, og Sveinn Jónsson, Sandgerði, og Finnbogi Guð- mundsson. Ég var verkstjóri á síldarplani á Siglufirði sumar- ið 1939 og á því ári tók ég við rekstri H.f. Keflavík og rak það í nokkur ár. Fiskiðjan og Flökunar- stöðin Á þessum tíma var öllum fiskúrgangi fleygt. Það þótti meira að segja kostur á frysti- húsi, ef úrgangurinn gat runn- ið kostnaðarlaust í sjóinn. Mér blöskraði þetta. Fékk ég þá flestöll frystihúsin í samtök um að koma upp vinnslustöð fyrir bein og úrgang. Fékk það nafnið Fiskiðjan s/f. Skyldu svo frystihúsin greiða upp- bygginguna með væntanlegum fiskúrgangi. Uppbygging Fiskiðjunnar tók mikinn tíma og fjarlægðist ég því smátt og smátt rekstur Keflavíkur hf., enHreggviður Bergmann tók við. Gekk þetta allt vel, enda samvinnan góð. Fiskiðjan byrjaði rekstur 1946 og gekk vel frá byrjun. Tæknin fór að gera meira og meira vart við sig. Meðal ann- ars var í Þýskalandi farið að framleiða flökunarvélar fyrir fisk. Þetta voru dýrar vélar. Það varð því að samkomulagi hjá okkur, eigendum Fiskiðj- unnar, að kaupa 3 Ilökunar- vélar, með tilheyrandi. 1956 byggðum við hús fyrir þessar 3 flökunarsamstæður, ásamt fiskmóttöku og slægingarað- stöðu. Fiskinum var svo ekið beint úr bátunum í fiskmót- tökuna. Þar var hann slægður, flakaður og flökunum ekið í álbölum til frystihúsanna, í sama hlutfalli og bátar hvers húss höfðu lagt fiskinn inn. Var þetta því sameiginleg flök- unarstöð fyrir öll húsin. Þegar betur fór að ganga hjá frystihúsunum kom að því, að þau vildu fara að fá flökunar- vélar sjálf, í hvert hús. Keyptu þau þá vélarnar af flökunar- stöðinni og stöðin var lögð nið- ur. - Eftir að flökunarstöðin hætti, stækkuðum við Fiskiðj- una með nýjum vélasamstæð- um, sem við settum upp í hús- um flökunarstöðvarinrtar og þar var Fiskiðjan til húsa, þar til hún var lögð niður - en það er önnur saga.“ Engin götuljós -Vilborg, þú sagðir áðan að hér hefðu engin götuljós verið er þið fluttuð? „Ég segi nú kannski ekki að við værum alveg án útiljósa, þau voru þó ekki eins og í dag. T.d. voru engin götuljós frá Þorsteinsbúð (núverandi Rafbær, innsk. blaðam.) og vestur eftir. Var því mikið dimmt þarna og þetta því viðbrigði mikil. Þá voru brunnar sem fólk sótti vatnið í og sums staðar dælur eins og þarna niður frá.. Hafði ég þvottabala sem ég lét dæla vatni í og úr honum notaði ég það. Er mér því alltaf minnis- stætt þegar það kom rennandi vatn í kranana. Það fannst mér svo dásamlegt." Efsta húsið -Hvað leið langur tími þang- að til að þið fluttuð þangað sem þið búið núna? Huxley: „Við byggðum hús- ið hér 1949.“ Vilborg: „Vorum við ein tvö ár að byggja það.“ -Fólki fannst þetta hús vera lengst uppi í heiði, langt frá öðr- um húsum. Er einhver skýringá því hvers vegna þið byggðuð svona langt frá öðrum húsum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.