Víkurfréttir - 15.12.1988, Blaðsíða 32
- Spjallað við Rúnar Júlíusson og sagan rakin í grófum dráttum
Á því merkisári 1963, þegar
Kennedy Bandaríkjaforseti
var myrtur vestur í Dallas, var
fyrsta íslenska bítlahljóm-
sveitin stofnuð í Keflavík. Það
var hljómsveitin Hljómar.
Þetta hófst eiginlega allt
sumarið 1963, en þávarhljóm-
sveit Guðmundar Ingólfsson-
ar ein vinsælasta danshljóm-
sveitin áSuðurnesjum. Hljóm-
sveitin var stór og meðlimir
hennar á aldrinum 15 ára til
fimmtugs. Margir spáðu því að
þessi hljómsveit ætti eftir að
verða vinsæl, jafnvel lands-
fræg.
Þegar líða tók á sumarið og
halla að hausti vildi Einar Júl-
íusson hætta að syngja með
hljómsveit Guðmundar Ing-
ólfssonar og stofna aðra yngri
hljómsveit. Úr hljómsveit
Guðmunar Ingólfssonar
komu einnig þeir Gunnar
Þórðarson og Erlingur Björns-
son.
Ekki gátu þeir þrír verið í
hljómsveitinni og það vantaði
tvo meðlimi til viðbótar. Það
varð úr að trymbillinn Eggert
Kristinsson var ráðinn, en þá
voru enn vandræði með þaðað
fá bassaleikara í hljómsveit-
ina. Gunnari Þórðarsyni datt í
hug að reyna vin sinn Guð-
mund Rúnar Júlíusson. Guð-
mundur Rúnar, eða bara Rún-
ar, hafði ekkert komið nálægt
tónlist. Við tókum hann tali í
tilefni af afmæli Hljóma.
„Eg hafði aðeins einu sinni
sungið lög á skólaballi þegar
ég byrjaði í hljómsveitinni,“
sagði Rúnar Júl. í samtali við
blaðamann Víkurfrétta. „Við
Gunnar vorum saman í skóla
og þetta var eiginlega af mú-
sikáhuga sem ég lét hafa mig
út í þetta,“ sagði Rúnar.
Eftir fyrstu æfmguna með
hljómsveitinni var Rúnar ráð-
inn. Rúnar var fljótur að ná
árangri á bassanum, sem hann
hafði fengið 3-4 vikum áður en
hann byrjaði að spila með
Hljómum. Gunnar skólaði
hann vel til. Síðan var æft og
æft í kjallaranum heima hjá
Rúnari.
Fyrsti dansleikurinn
Á þessum árum voru alltaf
haldnir dansleikir í Krossin-
um, gömlum herbragga, sem
stóð rétt bakvið það hús sem
Samkaup heitir í dag. Fyrsti
dansleikurinn sem Hljómar
komu fram á og raunar fyrsta
skiptið sem hljómsveitin kom
fram var í Krossinum 5. októ-
ber 1963.
Auglýstur hafði verið dans-
leikur með hljómsveit úr
Reykjavík, en hún forfallaðist
á síðustu stundu og því leit út
fyrir að aflýsa þyrfti dans-
leiknum. Haft var upp á
Hljómum og þeir fengnir til
þess að leika á dansleiknum.
Það var ofsafjör þetta kvöld
í Krossinum og Hljómarnir
slógu í gegn þetta fyrsta kvöld
sitt og þá var ekki aftur snúið.
„Það voru engar pásur tekn-
ar og leikið samfleytt frá því
klukkan níu um kvöldið og
fram til klukkan tvö um nótt-
ina,“ sagði Rúnar um fyrsta
dansleikinn. „Hann heppnað-
ist vel og við höfðum fullt að
gera.
Við Gunnar Þórðar vorum
leigubílstjórar á þessum tíma
og hættum því fljótlega, því
vinnan var mikil í kringum
hljómsveitina.“
Breytingar á Hljómum
f febrúar 1964 voru gerðar
fyrstu breytingarnar á Hljóm-
um. Einar Júlíusson.sem verið
hafði söngvari til þessa, var
mjög slæmur í hálsi og ákvað
að fara til Reykjavíkur að láta
taka úr sér kirtla og því var
Karl Hermannsson fenginn til
þess að syngja á meðan.
Meðan Einar var á sjúkra-
húsi gerðist það stærsta sem
nokkurn tímann hefur gerst í
tónlistarheiminum, The
Beatles sendu frá sér fyrstu
plötuna og þegar Einar slapp
af spítalanum voru Hljómar
algjörlega búnir að breyta um
svip. Hljómar voru orðnir
fyrsta íslenska bítlahljóm-
sveitin, og það var ákveðið að
Karl Hermanns myndi halda
áfram við hljóðnemann.
Strax vorið eftir fyrsta dans-
leik Hljóma í Krossinum var
farið í hringferð um landið og
spilað á allflestum stöðum á
landinu, bæði stórum og smá-
um.
„Eftir fyrsta árið vorum við
orðnir nokkuð þekktir á ís-
landi.“
-Var ekki mikil vinna við
það að spila út um allt land og
fór ekki mikill tími í þetta?
„Það voru oft heilu mánuð-
irnirsem viðspiluðum áhverju
kvöldi. Það var til dæmis ekk-
ert gert í skólum, nema að hafa
hljómsveit. Það var gott kaup í
þessu á þeim tíma.“
Landsfrægir á
einni nóttu
-Það má segja að Hljómar
hafi orðið landsfrægir á einni
nóttu, þegar þið lékuð í Há-
skólabíói árið 1964?
„Tónleikarnir í Háskóla-
bíói 4. mars 1964 voru fyrsta
innreið okkar á Reykjavíkur-
markaðinn."
Tónleikarnir voru viðamikl-
ir og þar komu Hljómar fram
ásamt Savanna-tríóinu, Sóló,
Tónum og J.J. & Einari.
Aldrei hafa verið haldnir
aðrir eins tónleikar á íslandi
og aldrei hefur nokkur hljóm-
sveit „komið, séð og sigrað“
svo algjörlega sem Hljómar
gerðu þetta kvöld.