Víkurfréttir - 15.12.1988, Blaðsíða 37
\)iKurt
júiíU
JÓLABLAÐ1988
\>imn
{uUit
Þú átt þess kost
að veita okkur mikilvægan stuðning
og eignast von um vinning 24. desember.
Þá drögum við
I happdrættinu
og vinningarnir eru þessir:
1 Audi 80
3 Mitsubishi Lancer 1500 GLX
100 Vöruvinningar
Krabbameinsfélagið
SUDURNESJAMENN!
Gleymum Glasgow og Kringlunni.
Verslum á heimaslóðum.
BBunnBðmrtinGlgjiiMK
Umboðsskrifstofa - Hafnargötu 58 - Keflavík
JÓLATÓNLIST
Jólaundirbúningnum í
mínu lífi hefur að mestu verið
þannig háttað, að ég ásamt
fleirum hef verið að æfa og
flytja öðrum jóla- og aðventu-
lög. I fyrsta skipti núna baka
ég smákökur fyrir jólin, af því
ég er í barnseignarfríi. Það er
mjög skemmtileg tilbreyting
að hafa tíma til að baka og búa
'til jólanammi fyrir fjölskyld-
una, sem allt í einu er orðin svo
stór. En auðvitað raular mað-
ur jólalögin við vinnuna og
sonur okkar á öðru ári er að
læra þau af okkur um leið og
við klippum út jólasveina,
óróa og þess háttar fyrir hann.
Tónlistin sem fylgir þessum
árstíma, aðventunni ogjólahá-
tíðinni komandi, er bæði falleg
í tónum og auðvitað í texta
einnig, því það ríkir svo mikil
gleði í hjörtum manna um
þetta leyti árs. Og þó úti sé
svartasta skammdegið, þá er
skært ljós innra með okkur
þegar við heyrum jólalögin
sungin og leikin. Það lifnar
alltaf yfir nemendum okkar
við Tónlistarskólann, þegar
þau fá fyrstu jólalögin til að
æfa á hljóðfærin sín. Og börn-
in í forskóladeildunum syngja
fullum hálsi fyrir jólin, þó lítið
hafi heyrst í þeim sumum allt
haustið. Lúðrasveitin æfir af
kappi og spilar jólalög hingað
og þangað um bæinn til þess að
gleðja önnum kafna íbúana
við jólaannríkið. Mikið æfa
kórar, sérstaklega kirkjukór-
ar, af jólalögum og sálmunum
fallegu, því hvað væri jóla-
messa ef ekkert væri sungið?
Ætli okkur þætti ekki vanta
mikið upp á helgina og hátið-
leikann ef engin tónlist yrði
flutt? Ein stórkostlegasta
stund í kirkjunni er þegar allir
kirkjugestir sameinast í söng í
sálminum fræga „Heims um
ból“, jafnvel eingöngu með
kerti í höndum en engin önnur
ljós. Þá er jólahátíðin lcomin
innst að hjartarótum allra.
Verst þykir mér að fólk skuli
ekki spara einn eða tvo sálma
til aðfangadags, en syngja
heldur jólalög á mannamótum
sem mörg eru einmitt haldin á
aðventunni. Það þykir alveg
sjálfsagt að opna ekki jóla-
pakka fyrr en eftir kl. 6 á að-
fangadag og það ætti að vera
jafn sjálfsagt að syngja ekki
„Heims um ból“ fyrr en eftir
að jólin eru gengin í garð.
Þessi tími hefur stundum
verið notaður einmitt til að
gera stóra hluti í tónlistinni.
Aðventutónleikar hafa verið
haldnir víða og eru mér efstir í
huga þeir stórbrotnu tónleik-
ar í fyrra þegar allir kórar á
Suðurnesjum sameinuðust í
einum kór og sungu á fjórum
stöðum eina helgi. Það voru
yfir 100 manns í þessum vold-
uga kór, sem söng við undir-
leik hljómsveitar að mestu
skipaðri heimamönnum. Slík
'upplifun var þetta, að ekki
bara ég hejdur margir kórfél-
aganna sem sungu, eiga sér þá
ósk að þetta megi endurtakast.
Þá minnist ég einnig aðventu-
tónleika sem haldnir voru í
Keflavíkurkirkju alltaf á
hverju ári og komu þar fjöl-
margir fram og sungu og léku
á hljóðfæri. Jólaundirbúning-
Gróa Hreinsdóttir situr nú
heima í barnseignarfríi, bakar
smákökur og raular jólalög
fyrir son sinn.
urinn 1985 var þó alveg sér-
stakur að mörgu leyti, því þá
var æft til þess að syngja jólin á
sjálfum staðnum þarsemjólin
urðu til, Betlehem. Að vísu var
enginn snjór og engin guðs-
þjónusta eins og hér heima, en
að vera svo nálægt hinum
frægu söguslóðum hafði djúp
áhrif á okkur öll. Þarna hittum
við líka kóra frá fjarlægum
löndum og þó tónlist okkar
ætti sér ólíkan uppruna, vor-
um við öll á þessum stað til
þess að syngja Guði þakkar-
gjörð.
Það er mjög skemmtilegt að
vinna með kórfólki og hljóð-
færaleikurum að jólalögum.
Öllum þykir gaman, lögin eru
skemmtileg og þessi sérstaki
hátíðarblær innra með okkur
kemur út með tónunum, þeg-
ar lögin eru flutt.- Börnin
syngja jólalögin og sálmana af
hjartans list og hljóma oft
líkar englaröddum en níanns-
röddum. Mikið hefur Guð gef-
ið okkur, sem höfum getað og
gerum áfram að gleðja ykkur
með flutningi á fagurri tónlist,
ekki bara um jól, heldur allt
árið uip kring.
Gleðilega jólahátið.
Gróa Hreinsdóttir
Við óskum landsmönnum gleðilegra jóla,
árs og friðar og þökkum samstarfið
á árinu sem er að líða.