Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1988, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 15.12.1988, Blaðsíða 24
JÓLABLAÐ1988 Heimsóknartímar um jól og áramót Aðíangadagur ........ kl. 18-21 Jóladagur ........... kl. 14-16 ogkl. 18.30-19.30 Gamlársdagur........ kl. 18-21 Nýársdagur ......... kl. 14-16 ogkl. 18.30-19.30 Sjúkrahús Keflavikurlæknishéraðs TILKYNNING UM r Aramótabrennur Þeim sem hafa ætlað sér að hafa áramóta- brennu á svæði Brunavarna Suðurnesja, ber að sækja um leyfi til Slökkviliðs B.S. í Keflavík. Skilyrði fyrir leyfisveitingu er, að ábyrgðar- maður sé fyrir brennunni. Brennur sem verða hlaðnar upp og ekki hefur verið veitt leyfi fyrir, verða íjarlægðar. Umsóknir berist fyrir 22. desember 1988. Lögreglan í Keflavík, Grindavík, Njarðvík og Gullbringusýslu. Brunavarnir Suðurnesja. KEFLAVIK Auglýsing um tímabundna umferðartakmörkun í Keflavík Frá fimmtudeginum 8. desember 1988 til 31. desember 1988, að báðum dögum með- töldum, er vöruferming og afferming bönn- uð á Hafnargötu á almennum afgreiðslu- tíma verslana. Á framangreindu tímabili verða settar hömlur á umferð um Hafnargötu og nær- liggjandi götur ef þurfa þykir, svo sem tek- inn upp einstefnuakstur eða umferð öku- tækja bönnuð með öllu. Verða þá settar upp merkingar er gefa slíkt til kynna. Keílavík, 1. desember 1988. Lögreglustjórinn í Keflavík. \>íkuh juWi Félagarnir í Ofris, Helgi Oskar Víkingsson, Þröstur Jóhannesson, Magnús Þór Einarsson og Kristján Kristmannsson. „Látum metnaðinn ganga fyrir" - segja félagarnir í OFRIS, sem gefa út sína fyrstu hljómplötu um þessar mundir S. gömlum beituskúr í Keflavík hefur mátt heyra torkennileg hljóð undanfarin tvö ár. Þetta eru ekki beitingamenn með ster- A íógræjurnar í botni, heldur hljómsveitin Ofris á æfingum. Þeir eru ekki, eins og margar aðrar hljómsveitir, að æfa í bílskúrum heldur æfa þeir í yfírgefnum beituskúr, sem þeir fengu leigðan af fískverkanda. Víkurfréttir heimsóttu meðlimi Ofris nýlega í tilefni af því að í dag mun koma út þeirra fyrsta plata, Skjól í skugga. Hljómsveitin Ofris er ung en sjóuð hljómsveit, skipuð fimm meðlimum. Þeir voru þrír fél- agarnir sem stofnuðu sveitina upp úr fermingu 1983, en einn félaginn hafði fengið gít- ar og magnara í fermingargjöf en hinir keypt hljóðfæri fyrir lítið. „Fyrsta æfing sveitarinnar var í svefnherberginu heima hjá mér,“ sagði Helgi Víkings- son, trommuleikari, er hann var spurður hvar hljómsveitin hefði stigið sín fyrstu skref. „Við byrjuðum síðan að æfa í Holtaskóla og þá í stofu 17 hjá Birni Víkingi.“ Fyrst, þegar hljómsveitin var stofnuð, átti að slá í gegn og stæla Iron Maiden, sem var fyrirmynd sveitarinnar. „Rokk í Reykjavík“ hafði einnig mikil áhrif á það sem við gerðum og einnig spiluðum við mikið af lögum EGO fyrsta árið.“ Fyrsta söngkerfið keypti sveitin meðan hún var við nám í Holtaskóla og eftir það gat sveitin æft mikið meira. Með- an strákarnir voru við nám í Holtaskóla hét hljómsveitin Trassarnir en kom fyrst fram undir nafninu Ofris á tónleik- um 1. desember 1985. Spilað á Músiktilraunum Strákarnir í Ofris hafa víða komið fram. Tvisvar hefur hljómsveitin tekið þátt í Mús- iktilraunum í Tónabæ í Reykjavík. í fyrra skiptið komst hún ekki í úrslit en það síðara hafnaði sveitin í þriðja sæti. Það var árið sem Greif- arnir sigruðu. Einnig hefur sveitin spilað á Hótel Borg og á mörgum öðrum stöðum og oft á dansleikjum. „Það hefur gengið hægt að koma okkur á framfæri. Þetta er harður heimur og erfitt að komast inn á stærri tónleika. Það er einhver vantrú sem menn hafa á okkur en við er- um að reyna að þvo þann stimpil af okkur núna.“ -Fyrstu stóru tónleikarnir ykkar? „1. des. tónleikarnir 1985 voru fyrstu tónleikar sem við spiluðum á. Það var æðislega gaman og í fyrsta skipti sem ég sá Þröst drekka pilsner. Ann- ars vorum við nokkuð stress- aðir og bárum virðingu fyrir hinum hljómsveitunum,“ sagði Helgi. Stuttu eftir þessa hljómleika bættist hljómborðsleikarinn, Kristján Kristmannsson, í sveitina og v.oru þeir þá orðnir fjórir, hljómsveitarmeðlimirn- ir, Þröstur Jóhannesson á gít- ar, Helgi Oskar Víkingsson á trommur, Magnús Þór Einars- son á bassa og Kristján á hljómborð. Seinna kom síðan söngkonan, Kristín Guð- mundsdóttir. „Það hafa alltaf verið vel sóttir hljómleikar hjá okkur,“ sagði Þröstur. Höfum þroskast fljótt -Ef við lítum til baka yfir þennan tíma, hvernig hefur tónlistin verið hjá ykkur í gegnum tíðina? „Við höfum þroskast fljótt á þessum tíma frá því Ofris var stofnuð og til dagsins í dag. Það sem er flott í dag er lummó á morgun.“ -Hvernig er tónlist í dag? „Það er ekki tónlist, heldur drasl. Ef þú hlustar á plötu nú fyrir jólin, þá kemst þú að því að það er ekkert úrval. Vil lát- um metnaðinn ganga fyrir og ef þú vilt íslenska plötu fyrir jólin, sem er öðruvísi, þá kaup- ir þú plötuna okkar.“ Fyrsta hljómplatan -Ef við snúum okkur nú að ævintýrinu í kringum útgáfu á hljómplötunni ykkar, hvenær hófst það? „Plötuævintýrið byrjaði um verslunarmannahelgina í fyrra. Þá fórum við til Rúnars Júl. og tókum upp fjögur lög, sem sá útgefandi, sem við er- um með núna, féll fyrir. í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.