Víkurfréttir - 15.12.1988, Page 24
JÓLABLAÐ1988
Heimsóknartímar
um jól
og áramót
Aðíangadagur ........ kl. 18-21
Jóladagur ........... kl. 14-16
ogkl. 18.30-19.30
Gamlársdagur........ kl. 18-21
Nýársdagur ......... kl. 14-16
ogkl. 18.30-19.30
Sjúkrahús
Keflavikurlæknishéraðs
TILKYNNING UM
r
Aramótabrennur
Þeim sem hafa ætlað sér að hafa áramóta-
brennu á svæði Brunavarna Suðurnesja,
ber að sækja um leyfi til Slökkviliðs B.S. í
Keflavík.
Skilyrði fyrir leyfisveitingu er, að ábyrgðar-
maður sé fyrir brennunni.
Brennur sem verða hlaðnar upp og ekki
hefur verið veitt leyfi fyrir, verða íjarlægðar.
Umsóknir berist fyrir 22. desember 1988.
Lögreglan í Keflavík, Grindavík,
Njarðvík og Gullbringusýslu.
Brunavarnir Suðurnesja.
KEFLAVIK
Auglýsing um tímabundna
umferðartakmörkun í Keflavík
Frá fimmtudeginum 8. desember 1988 til
31. desember 1988, að báðum dögum með-
töldum, er vöruferming og afferming bönn-
uð á Hafnargötu á almennum afgreiðslu-
tíma verslana.
Á framangreindu tímabili verða settar
hömlur á umferð um Hafnargötu og nær-
liggjandi götur ef þurfa þykir, svo sem tek-
inn upp einstefnuakstur eða umferð öku-
tækja bönnuð með öllu. Verða þá settar upp
merkingar er gefa slíkt til kynna.
Keílavík, 1. desember 1988.
Lögreglustjórinn í Keflavík.
\>íkuh
juWi
Félagarnir í Ofris, Helgi Oskar Víkingsson, Þröstur Jóhannesson, Magnús Þór Einarsson og Kristján
Kristmannsson.
„Látum metnaðinn
ganga fyrir"
- segja félagarnir í OFRIS,
sem gefa út sína fyrstu hljómplötu
um þessar mundir
S. gömlum beituskúr í Keflavík hefur mátt heyra torkennileg
hljóð undanfarin tvö ár. Þetta eru ekki beitingamenn með ster-
A íógræjurnar í botni, heldur hljómsveitin Ofris á æfingum. Þeir
eru ekki, eins og margar aðrar hljómsveitir, að æfa í bílskúrum
heldur æfa þeir í yfírgefnum beituskúr, sem þeir fengu leigðan af
fískverkanda.
Víkurfréttir heimsóttu meðlimi Ofris nýlega í tilefni af því að í
dag mun koma út þeirra fyrsta plata, Skjól í skugga.
Hljómsveitin Ofris er ung en
sjóuð hljómsveit, skipuð fimm
meðlimum. Þeir voru þrír fél-
agarnir sem stofnuðu sveitina
upp úr fermingu 1983, en
einn félaginn hafði fengið gít-
ar og magnara í fermingargjöf
en hinir keypt hljóðfæri fyrir
lítið.
„Fyrsta æfing sveitarinnar
var í svefnherberginu heima
hjá mér,“ sagði Helgi Víkings-
son, trommuleikari, er hann
var spurður hvar hljómsveitin
hefði stigið sín fyrstu skref.
„Við byrjuðum síðan að æfa í
Holtaskóla og þá í stofu 17 hjá
Birni Víkingi.“
Fyrst, þegar hljómsveitin
var stofnuð, átti að slá í gegn
og stæla Iron Maiden, sem var
fyrirmynd sveitarinnar.
„Rokk í Reykjavík“ hafði
einnig mikil áhrif á það sem
við gerðum og einnig spiluðum
við mikið af lögum EGO fyrsta
árið.“
Fyrsta söngkerfið keypti
sveitin meðan hún var við nám
í Holtaskóla og eftir það gat
sveitin æft mikið meira. Með-
an strákarnir voru við nám í
Holtaskóla hét hljómsveitin
Trassarnir en kom fyrst fram
undir nafninu Ofris á tónleik-
um 1. desember 1985.
Spilað á
Músiktilraunum
Strákarnir í Ofris hafa víða
komið fram. Tvisvar hefur
hljómsveitin tekið þátt í Mús-
iktilraunum í Tónabæ í
Reykjavík. í fyrra skiptið
komst hún ekki í úrslit en það
síðara hafnaði sveitin í þriðja
sæti. Það var árið sem Greif-
arnir sigruðu. Einnig hefur
sveitin spilað á Hótel Borg og
á mörgum öðrum stöðum og
oft á dansleikjum.
„Það hefur gengið hægt að
koma okkur á framfæri. Þetta
er harður heimur og erfitt að
komast inn á stærri tónleika.
Það er einhver vantrú sem
menn hafa á okkur en við er-
um að reyna að þvo þann
stimpil af okkur núna.“
-Fyrstu stóru tónleikarnir
ykkar?
„1. des. tónleikarnir 1985
voru fyrstu tónleikar sem við
spiluðum á. Það var æðislega
gaman og í fyrsta skipti sem ég
sá Þröst drekka pilsner. Ann-
ars vorum við nokkuð stress-
aðir og bárum virðingu fyrir
hinum hljómsveitunum,“
sagði Helgi.
Stuttu eftir þessa hljómleika
bættist hljómborðsleikarinn,
Kristján Kristmannsson, í
sveitina og v.oru þeir þá orðnir
fjórir, hljómsveitarmeðlimirn-
ir, Þröstur Jóhannesson á gít-
ar, Helgi Oskar Víkingsson á
trommur, Magnús Þór Einars-
son á bassa og Kristján á
hljómborð. Seinna kom síðan
söngkonan, Kristín Guð-
mundsdóttir.
„Það hafa alltaf verið vel
sóttir hljómleikar hjá okkur,“
sagði Þröstur.
Höfum þroskast fljótt
-Ef við lítum til baka yfir
þennan tíma, hvernig hefur
tónlistin verið hjá ykkur í
gegnum tíðina?
„Við höfum þroskast fljótt á
þessum tíma frá því Ofris var
stofnuð og til dagsins í dag.
Það sem er flott í dag er lummó
á morgun.“
-Hvernig er tónlist í dag?
„Það er ekki tónlist, heldur
drasl. Ef þú hlustar á plötu nú
fyrir jólin, þá kemst þú að því
að það er ekkert úrval. Vil lát-
um metnaðinn ganga fyrir og
ef þú vilt íslenska plötu fyrir
jólin, sem er öðruvísi, þá kaup-
ir þú plötuna okkar.“
Fyrsta hljómplatan
-Ef við snúum okkur nú að
ævintýrinu í kringum útgáfu á
hljómplötunni ykkar, hvenær
hófst það?
„Plötuævintýrið byrjaði um
verslunarmannahelgina í
fyrra. Þá fórum við til Rúnars
Júl. og tókum upp fjögur lög,
sem sá útgefandi, sem við er-
um með núna, féll fyrir. í