Víkurfréttir - 15.12.1988, Blaðsíða 28
VÍKUR
JÓLABLAÐ 1988
iuUii
Líf og starf keflvísks Rauða kross sjálfboðaliða í Eþíópíu:
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
Keílavíkurilugvelli
Sandgerði - Grindavik
Eþiópíubúar cru yfir liöiuð mjöy fallegt og brosmill fólk. Meðal fjölskyldu-
stærð eru 5 börn og algengt er að ömniur og afar og jafnvel aðrir ættingjar
búi einnig á heimilinu.
Kjörbók Landsbankans
- góð jólabók
Oskum Suðurnesjamönnum gleðilegra
jóla, farsæls nýs árs, með þökk
fyrir viðskiptin á árinu.
Það er vægast sagt einkenni-
legt að lifa í samfélagi þar sem
sjónvarp, bíóferðir og síminn
spila ekki jafn mikilvægan þátt
í líft fólksins og heima. Fólkið
hér eyðir þess í stað meiri tíma
með vinum og kunningjum
eða safnast saman á börunum,
sem eru margir í Bahír Dar.
Reyndar ríkir dæmigert karla-
veldi hér í Eþíópíu, svo kon-
urnar eru heima meðan karl-
arnir sötra bjórinn. Ég og fél-
agi minn, Steindór Erlingsson
úr Hafnarfirði, höfum nú
dvalist hér í 4 mánuði, svo
nýja brumið er farið af hlutun-
um. En við erum mjög ánægð
með dvölina, lífið hér er mjög
afslappandi og stressaðir ein-
staklingar eru sjaldséðir. Fólk-
ið er með eindæmum gestrisið
og hjálpsamt og var okkur tek-
ið með opnum örmum.
Fjölbreytt og
krefjandi starf
Verkefnið sem vinnum að
nefnist á ensku Twinning og er
ekkert einsdæmi í Eþíópíu, því
nú eru í gangi samskonar verk-
efni í 5 héruðum víðsvegar í
Eþíópíu. Það eru sænski,
finnski og þýski Rauði kross-
inn sem standa að þessum
verkefnum og er sænski Rauði
krossinn lang fyrirferðarmest-
ur með 7 sjálfboðaliða á sínum
vegum. Það er sameiginlegt
þessum verkefnum að reynt er
að styrkja starfsemi viðkom-
andi R.k. deilda í Eþíópíu,
þannig að þær geti í framtíð-
inni starfað sem mest án utan-
aðkomandi hjálpar. Reynt er
að finna nýjar fjáröflunarleið-
ir og áhersla er lögð á að efla
ungmennastarfið, því ung-
mennin eru mikilvægur vinnu-
kraftur innan Rauða krossins í
Eþíópíu. Meðal annars vinna
þau sem sjálfboðaliðar á
sjúkrabílum, sjúkrahúsum og
heilsugæslustöðvum og að-
stoða við fjáraflanir. Annar
þáttur í Twinning verkefninu
er þróunarhjálp, þ.e. reynt er
að bæta aðstöðu og lífsskilyrði
fólksins, m.a. með lindavernd-
un og heilbrigðisfræðslu.
R.k.I. hefur ákveðið að gefa
andvirði 10 linda á þessu ári og
Workazeb þjónustustúlka okkar
ineð 2ja ára son sinn. Ilér er al-
gengt að börn séu höi'ð á brjósti
langt l'ram eftir aldri, jafnvel til 6
ára aldurs.
- segir Sigríður Kristín
Sverrisdóttir í líflegum pistli frá
Eþíópíu, þar sem hún hefur starfað
undanfarna fjóra mánuði.
munu framkvæmdir hefjast
innan skamms. Það sem er ein-
stakt við R.k. verkefnið í Bahír
Dar er fiskveiðiverkefnið í
Tanavatni. Tanavatn er
stærsta stöðuvatn landsins og
liggur rétt norðan við bæinn.
Framboð á ftski í Bahír Dar
virðist ekki fullnægja eftir-
spurn og hægt er að veiða mun
meira en nú er gert. Þegar leyfi
hefur fengist frá landbúnaðar-
ráðuneytinu fyrir veiðunum er
meiningin að tvöfalda fram-
boð á fiski í Bahír Dar (þ.e. úr
200 í 400 tonn árlega) með
hjálp innfæddra veiðimanna
og netagerðamanna. En RKÍ
mun gefa 3 báta til verkefnis-
ins. Miklar vonir eru bundnar
við verkefni þetta og er undir-
búningur nú í fullum gangi.
Þessa dagana erum við önn-
um kafin við að heimsækja
R.k. klúbba í skólum til að
kynna okkur starfsemi þeirra
og reyna að hjálpa til við lausn
vandamála sem yfirleitt eru
mörg. Stofnaðir verða tveir
nýir klúbbar bráðlega þ.e. í
munaðarleysingjahæli Bahír
Dar og spunaverksmiðju stað-
arins. Einnig er í undirbúningi
skyndihjálparnámskeið þar
sem atvinnulausum ungling-
um, sem lokið hafa skyldu-
námi en fallið á landsprófmu,
verður boðin þátttaka. Hluti
af þeim hópi mun væntanlega
vinna sem sjálfboðaliðar eftir
námskeiðið, á sjúkrahúsinu og
heilsugæslustöðinni.
Starfið er mjög háð okkar
frumkvæði og má segja að við
séum í hlutverki R.k. sjálf-
boðaliða 24 stundir sólar-
hringsins. Enginn vinnudagur
er öðrum líkur, við erum á
stöðugum þeytingi og hittum
mikið af áhugaverðu fólki á
öllum aldri, svo vinnan er bæði
fjölbreytt og skemmtileg.
Búum ekki
við sult og seyru
Ekki getum við kvartað yfir
aðbúnaði okkar hér, því á
eþíópískan mælikvarða búum
við í höll (lítið einbýlishús, 3
herbergi og stofa). Salernið er
innandyra og við höfum ís-
kalda sturtu, sem hér um
slóðir telst mikill munaður.
Verslunarferðir í Eþíópíu
eru heilmikið ævintýri