Víkurfréttir - 15.12.1988, Blaðsíða 16
JÓLABLAÐ 1988
\)iKun
(uW>
Verslum jólabækurnar heima:
„Firnagott úrval
af bókum
fyrir þessi jór
- segir Þorsteinn Marteinsson
í Bókabúð Keflavíkur
Þorsteinn Marteinsson við bókavegginn í Bókabúðinni, þar sem er að fínna allar vinsælustu
bækurnar fyrir þessi jól og fleira til. Ljósm.: hbb.
Nú er aðeins rétt rúm vika til
jóla og flestir farnir að hugsa
sér til hreyfings í kaupum á
jólagjöfum, ef fólk er þá ekki
þegar byrjað að kaupa gjafirn-
ar. Ein af vinsælustu jólafjöf-
unum, og sú jólagjöf sem allir
aldurshópar hafa gaman að, er
bókagjöf.
Veljið
jólatrén
innarihúss.
Úrval af
grenitrjám.
OPIÐ FRÁ
13:00-22:00
virka daga
og
10:00-22:00
um helgar.
1/lkBT
Mblúm
Sími 16188
Fitjum - Njarðvík
Víkurfréttir heimsóttu
Bókabúð Keflavíkur og tóku
þar tali Þorstein Marteinsson,
verslunarstjóra, og spurðu
hann út í jólavertíðina.
„Eins og venjulega er firna-
gott úrval af bókum fyrir þessi
jól. Það ættu allir að finna eitt-
hvað við sitt hæfi,“ sagði Þor-
steinn, er hann var spurður
hvað honum finndist um þær
bækur sem gefnar eru út fyrir
þessi jól.
„Þegar hafa nokkrar bækur
vakið athygli og má þar nefna
t.d. bókina um Vigdísi, „Ein á
forsetavakt”, bókina um
Bryndísi og bókina eftir Ingva
Hrafn. Svo er komin ný bók í
bókaflokknum „Öldin okk-
ar“. Nú Lífsreynsla 2. bindi,
en þar er viðtal við Agúst
Matthíasson og svona mætti
lengi telja.“
-Hvað með unglinga- og
barnabækur?
„Af unglingabókum hafa
þeir Eðvarð Ingólfsson og
Andrés Indriðason verið mjög
vinsælir og sýnist mér svo ætla
að verða nú. Fyrir yngstu les-
endurna þá er nokkuð
skemmtileg bók sem heitir
Söng- og píanóbók barnanna,
en hún er með innbyggðu pía-
nói. Bækur eftir Enid Blyton
eru vinsælar, svo sem „Þegar
leikföngin lifnuðu við.“ Ég get
haldið áfram, en listinn er
langur og úrvalið gott.“
-Fjöldi bókatitla og verð á
bókum?
„Fyrir þessi jól koma út um
350 titlar. Ég bendi fólki ein-
dregið á að nota sér Bókatíð-
indin sem borin voru út í hvert
hús nú um mánaðamótin til að
auðvelda sér leitina að réttu
bókinni. Ef einhvern skildi
vanta þessi Bókatíðindi þá
liggja þau hér frammi í búð-
inni. Hvað varðar verð á bók-
um, þá kosta barna- og ungl-
Starfsmenn Bókabúðar Keflavíkur, f.v.: Óskar Birgisson, Herborg
Valgeirsdóttir, Hrönn Stefánsdóttir og Þorsteinn.___________________
Öll almenn hársnyrting fyrir
dömur og herra.^
Opið í
hádeginu
fram að jólum.
ii/M
Hafnargötu 44 - Keflavik
Sími14255
Viðskiptavinir fá
kaffi og piparkökur..
Óla, Ása og íris
Kreditkortaþjónusta
Gledileg jól,
þökkum viðskiptin.
ingabækurábilinu400til 1200
krónur, þýddar spennu- og
ástarsögur kosta um 1700
krónur og íslenskar bækur,
endurminningar og skáldsög-
ur, frá 2400 til 3000.“
-Nú hefur verið vöxtur í
bókasölu fyrir jólin undanfar-
in ár. Hvernig líst þér á bóka-
söluna fyrir þessi jól?
„Jólabókavertíðin leggst vel
í mig. Það hefur verið lítils-
háttar aukning síðustu 4 árin
og ég held að það verði svipað
nú.“
-Bækur eftir Suðurnesja-
menn eða sem tengjast Suður-
nesjum?
„Það eru nokkrir fyrrver-
andi og núverandi Suðurnesja-
menn á bókamarkaðnum.
Kristinn Reyr er með söngva-
safn sem heitir Sextán söngv-
ar, Jón Dan endurútgefur
Atburðina á Stapa, Ingibjörg
Sigurðar er með nýja bók,
Snæbjörg í Sólgörðum. Úlfar
Þormóðsson er með nýja
skáldsögu, Þrjár sólir svartar.
Þrjár ljóðabækur eftir Suður-
nesjamenn, þar er fyrst að
nefna Okkar ljóð eftir Lóu
Þorkelsdóttur og Hallgrím
Th. Björnsson. Og svo Jón
Stefánsson og Finnbogi Rút-
ur hafa líka sent frá sér ljóða-
bækur.“
-Er bóksala eingöngu um
jólin, Þorsteinn?
„Það er ekki, þó svo að hún
sé mest fyrir jólin, þá seljast
bækur allan ársins hring. En
salan er öðruvísi, það eru
námsbækur, bækur til gjafa og
svo vasabrotsbækurnar, en
sala í þeim hefur aukist síðustu
ár. Þetta eru ódýrar, léttar og
skemmtilegar sögur, þægileg
hvíld frá hávaða og hraða
dagsins.“
-Og að lokum?
„Ég óska Suðurnesjamönn-
um gleðilegra jóla við lestur
góðra bóka.“
Keflavíkurkirkja
Fimmtudagur 15. des.:
Jólatónleikar Tónlistarskóla Kefl-
avíkur verða í kirkjunni kl. 20.30.
Fjölbreytt efnisskrá. Allir vel-
komnir.
Sunnudagur 18. des.:
Barna- og fjölskyldusamkoma kl.
11 í umsjá Ragnars Karlssonar og
Málfríðar Jóhannsdóttur, sem eru
á förum til Bandaríkjanna eftir
áramót. Fullorðnir eru hvattir til
að taka þátt í eftirvæntingu barn-
anna minnugir orðanna: „Ef þú
vilt vita hvað aðventa er, þá skaltu
horfa í augu barns á jólaföstu."
Sóknarprestur
Nœsta blað kemur út miðviku-
- dagitm 21. desember.
Skilafrestur auglýsinga er til
Jmdegis þriðjudagsins 20. des.
Sólbaðsstofa Sessu - Sandgerði
Jólatilboð
11 tímar á 2.000 kr.
5 tímar á 1000 kr.
Opið kl. 18-23 alla daga.
36 speglaperu lampi.
3 andlitsljós - Nýjar perur.