Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1988, Blaðsíða 35

Víkurfréttir - 15.12.1988, Blaðsíða 35
Huxley: „Það var kannski mér að kenna og ég vildi fara lengra.“ Vilborg: „Hann vildi fara alla leið þangað sem vatns- tankurinn er en mér fannst það svo agalega langt að þurfa að sækja mjólk alja leið niður að Hafnargötu. Ég var með margt í heimili og þurfti því að kaupa fimm potta af mjólk á dag og þurfti að burðast með það á brúsa. Þá var engin heimsendingarþjónusta og mér óaði alveg við því.“ Gott útsýni Huxley: „Ég vildi hafa gott útsýni. Hafa fjallasýn." Vilborg: „Hér var geysilega fallegt útsýni, sáum við alveg yfir sjóinn. Hér höfðum við það reglulega yndislegt, með fuglasöng og öðru þvíum- líku.“ -Voruð þið ekki nokkuð lengi fjarri byggðarkjarnanum? ‘ „Það var engin byggð þá ofan Hringbrautar," svaraði Huxley. „Nema Benni (Bene- dikt Jónsson) og Hreggviður, þeir byggðu um svipað leyti og við,“ bætti Vilborg við og sagði síðan: „Fólki blöskraði alveg að við skyldum byggja hérna og hélt að við værum ekki með öllum mjalla (og hún hlær við), sem kannski var ,von.“ Huxley: „Þar sem ég varal- inn upp í Þjórsártúni hafði ég mikið og gott útsýni og falleg- an fjallahring. Því vildi ég komast eitthvert, þar sem ég gæti séð til fjalla.“ „A HverFisgötunni sá mað- ur yfir sjóinn, sólsetrið í norðri og er mér það minnisstætt," sagði Vilborg. -Hvarf þetta útsýni þegar byggt var hér allt í kringum ykkur? Þessu svöruðu þau á þann veg að nú sé það mikið horfið vegna bygginga og trjágróðurs sem þau settu niður til skjóls fyrir norðanáttinni. Innri-Njarðvík -Vilborg, nú er Huxley búinn að rifja upp hluta af sinni ævi- sögu. Hvað með þig á þessum tíma, varst þú húsmóðir? „Já, ég var húsmóðir með 4-6 í heimili.“ Huxley: „Við keyptum Fiskimjölsverksmiðjuna í Innri-Njarðvík fjórir saman, ég, Hreggviður, Margeir Jóns- son og Jón Karlsson, en verk- smiðju þessa keyptum við af Jóni Jónssyni. Lok þeirrar verksmiðju var að hún brann 1969. Þá var Vilborg bókhald- ari þar.“ -Hófsl vinna þín utan heimil- is, Vilborg, sem bókhaldari í Innri-Njarðvík? „Ég hafði verið smávegis í launaútreikningi í Fiskiðjunni Viðtal: Emil Páll. Myndir: epj. og hbb. með Friðriki Þorsteinssyni og sá síðan um bókhaldið í Innri- Njarðvík." Kvenfélagið -Nú hefur þú tekið mikinn þátt í félagsstarfi, Vilborg, er það ekki? „Jú, hjá kvenfélaginu aðal- lega. Þar var ég ein af stofn- endunum fyrir einum 45 árum og gegndi stöðu gjaldkera frá upphafi og þar til í hitteðfyrra. Var ég í bygginganefnd Tjarn- arlundar ásamt þeim Vigdísi Jakobsdóttur, Steinunni Þor- steinsdóttur, Guðnýju Ásberg og Guðnýju Árnadóttur. Var ég formaður nefndarinnar og því hvíldi heilmikið á mér. Átt- um við síðan húsið þar til bær- inn keypti það af okkur.“ -Hafðir þú afskipti af fleiri félögum? „Ekki svona mikið. Þó hef ég verið bæði í Sjálfstæðis- kvennafélaginu og Slysa- varnafélaginu sem endurskoð- andi og þess háttar. En mitt aðalstarf var þarna í kvenfél- aginu.“ Vinnuveitendafélagið -Huxley, varst þú ekki einnig í ýmsum félagsmálum? „Ég var í stjórn Sölumið- stöðvarinnar sem einn af stofnendum hennar og einnig nokkuð lengi í stjórn Skreiðar- samlagsins. Þettaeru nú helstu félagsmálin mín.“ „Þú varst í fleiri félögum" skaut Vilborg inn í. „Jú, félagi í Faxa, Rotary- félagi Keflavíkur, form. Guð- spekifélagsins Heiðarblómið og í stjórn Vinnuveitendafél- ags Suðurnesja." -Sást þú ekki alveg um rekst- ur þess félags hér á þessum ár- um sem Vinnuveitendafélagið var beinn samningsaðili við verkalýðsfélögin? „Jú, þá var það beinn samn- ingsaðili en nú fer þetta allt í gegnum Reykjavík.“ -Var þetta þá ekki heilmikið starf á þessum árum? Jú á tímabilum, þegar samningar voru lausir. Þá fór oft mikill tími í þetta, bæði fyr- ir stjórn og formann.“ Vilborg Amundadóttir og Huxley Olafsson á skrifstofu Kjalar sf. við Víkurbraut í Keflavík. JÓLABLAÐ1988 Við óskum öllum Suðurnesj amönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. SAMBAND SVEITARFÉLAGA A SUÐURNESJUM Líf eyrissj óður verkalýðsfélaga á Suðurnesjum Sendum sjóðsfélögum og öðrum Suðurnesjamönnum hugheilar jóla- og nýársóskir. Þökkum samstarfið á árinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.