Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1988, Side 35

Víkurfréttir - 15.12.1988, Side 35
Huxley: „Það var kannski mér að kenna og ég vildi fara lengra.“ Vilborg: „Hann vildi fara alla leið þangað sem vatns- tankurinn er en mér fannst það svo agalega langt að þurfa að sækja mjólk alja leið niður að Hafnargötu. Ég var með margt í heimili og þurfti því að kaupa fimm potta af mjólk á dag og þurfti að burðast með það á brúsa. Þá var engin heimsendingarþjónusta og mér óaði alveg við því.“ Gott útsýni Huxley: „Ég vildi hafa gott útsýni. Hafa fjallasýn." Vilborg: „Hér var geysilega fallegt útsýni, sáum við alveg yfir sjóinn. Hér höfðum við það reglulega yndislegt, með fuglasöng og öðru þvíum- líku.“ -Voruð þið ekki nokkuð lengi fjarri byggðarkjarnanum? ‘ „Það var engin byggð þá ofan Hringbrautar," svaraði Huxley. „Nema Benni (Bene- dikt Jónsson) og Hreggviður, þeir byggðu um svipað leyti og við,“ bætti Vilborg við og sagði síðan: „Fólki blöskraði alveg að við skyldum byggja hérna og hélt að við værum ekki með öllum mjalla (og hún hlær við), sem kannski var ,von.“ Huxley: „Þar sem ég varal- inn upp í Þjórsártúni hafði ég mikið og gott útsýni og falleg- an fjallahring. Því vildi ég komast eitthvert, þar sem ég gæti séð til fjalla.“ „A HverFisgötunni sá mað- ur yfir sjóinn, sólsetrið í norðri og er mér það minnisstætt," sagði Vilborg. -Hvarf þetta útsýni þegar byggt var hér allt í kringum ykkur? Þessu svöruðu þau á þann veg að nú sé það mikið horfið vegna bygginga og trjágróðurs sem þau settu niður til skjóls fyrir norðanáttinni. Innri-Njarðvík -Vilborg, nú er Huxley búinn að rifja upp hluta af sinni ævi- sögu. Hvað með þig á þessum tíma, varst þú húsmóðir? „Já, ég var húsmóðir með 4-6 í heimili.“ Huxley: „Við keyptum Fiskimjölsverksmiðjuna í Innri-Njarðvík fjórir saman, ég, Hreggviður, Margeir Jóns- son og Jón Karlsson, en verk- smiðju þessa keyptum við af Jóni Jónssyni. Lok þeirrar verksmiðju var að hún brann 1969. Þá var Vilborg bókhald- ari þar.“ -Hófsl vinna þín utan heimil- is, Vilborg, sem bókhaldari í Innri-Njarðvík? „Ég hafði verið smávegis í launaútreikningi í Fiskiðjunni Viðtal: Emil Páll. Myndir: epj. og hbb. með Friðriki Þorsteinssyni og sá síðan um bókhaldið í Innri- Njarðvík." Kvenfélagið -Nú hefur þú tekið mikinn þátt í félagsstarfi, Vilborg, er það ekki? „Jú, hjá kvenfélaginu aðal- lega. Þar var ég ein af stofn- endunum fyrir einum 45 árum og gegndi stöðu gjaldkera frá upphafi og þar til í hitteðfyrra. Var ég í bygginganefnd Tjarn- arlundar ásamt þeim Vigdísi Jakobsdóttur, Steinunni Þor- steinsdóttur, Guðnýju Ásberg og Guðnýju Árnadóttur. Var ég formaður nefndarinnar og því hvíldi heilmikið á mér. Átt- um við síðan húsið þar til bær- inn keypti það af okkur.“ -Hafðir þú afskipti af fleiri félögum? „Ekki svona mikið. Þó hef ég verið bæði í Sjálfstæðis- kvennafélaginu og Slysa- varnafélaginu sem endurskoð- andi og þess háttar. En mitt aðalstarf var þarna í kvenfél- aginu.“ Vinnuveitendafélagið -Huxley, varst þú ekki einnig í ýmsum félagsmálum? „Ég var í stjórn Sölumið- stöðvarinnar sem einn af stofnendum hennar og einnig nokkuð lengi í stjórn Skreiðar- samlagsins. Þettaeru nú helstu félagsmálin mín.“ „Þú varst í fleiri félögum" skaut Vilborg inn í. „Jú, félagi í Faxa, Rotary- félagi Keflavíkur, form. Guð- spekifélagsins Heiðarblómið og í stjórn Vinnuveitendafél- ags Suðurnesja." -Sást þú ekki alveg um rekst- ur þess félags hér á þessum ár- um sem Vinnuveitendafélagið var beinn samningsaðili við verkalýðsfélögin? „Jú, þá var það beinn samn- ingsaðili en nú fer þetta allt í gegnum Reykjavík.“ -Var þetta þá ekki heilmikið starf á þessum árum? Jú á tímabilum, þegar samningar voru lausir. Þá fór oft mikill tími í þetta, bæði fyr- ir stjórn og formann.“ Vilborg Amundadóttir og Huxley Olafsson á skrifstofu Kjalar sf. við Víkurbraut í Keflavík. JÓLABLAÐ1988 Við óskum öllum Suðurnesj amönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. SAMBAND SVEITARFÉLAGA A SUÐURNESJUM Líf eyrissj óður verkalýðsfélaga á Suðurnesjum Sendum sjóðsfélögum og öðrum Suðurnesjamönnum hugheilar jóla- og nýársóskir. Þökkum samstarfið á árinu.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.