Víkurfréttir - 15.12.1988, Blaðsíða 27
\>iKun
Á/Uttlt'
Við járnbrautarsafnið í Óðinsvéum.
Við vorum fyrst á staðinn og
vorum búin að koma okkur
fyrir þegar hópar komu frá
Vestbygd í Noregi, Kotka í
Finnlandi og Leirvik í Færeyj-
um. Einhverra hluta vegna
forfallaðist hópurinn frá Dan-
mörku og Svíar komu heldur
ekki.
Dagskráin snerist öll um
íþróttir. Sund eða hlaup á
morgnana kl. 7.00 og síðan
seglbretti, dans akrobatik, rat-
leikir og fleira allan daginn.
Seinni part dags var smáfrí og
þá gátum við rölt niður í bæ að
skoða okkur um og versla.
A miðvikudeginum var far-
ið til Óðinsvéa í útsýnisferð.
Þar er H.C. Andersen safnið,
mjög flott byggðasafn ogforn-
járnbrautasafn. Þetta var
mjög gaman þrátt fyrir rign-
inguna sem var þennan dag.
A fimmtudagskvöldið var
komið að okkur að sjá um
kvöldvöku. Það var æðislegt.
Við sýndum fyrst myndband
frá Garðinum og sungum
„Ríðum, ríðum, rekum yfir
sandinn" (sem var vinsælasta
lagið meðal hinna krakkanna).
Síðan sýndum við lopapeysu
og gömlu dansana, sem við
vorum búin að æfa. Kokkinn,
Fingrapolka og Óla skans og
fengum svo alla út á gólfið með
okkur. Og svo var það rúsínan
í pylsuendanum eða ætti ég
kannski frekar að segja há-
karlinn, hangikjötið, harðfisk-
urinn, skyrið og lýsið sem við
buðum öllum að smakka á.
Harðfisk þekktu Færeying-
arnir og Norðmennirnir, en
aðeins Færeyingar höfðu séð
lýsi áður. Hákarlinn vakti at-
hygli en lítinn fögnuð en við
þóttumst alvön þessu. A end-
anum urðum við að syngja
Ríðum, ríðum, inn á spólu fyr-
ir Finnana.
Senn var vikan á enda áður
en maður vissi af. Hún var
mjög fljót að líða enda höfðu
allir skemmt sér konunglega.
A föstudagskvöld var diskó-
tek og kveðjustund og að sjálf-
sögðu runnu ófá tárin er kom
að kveðjustundinni. Við vor-
um mjög ánægð með þessa ferð
en auðvitað var gott að komast
heim á Frón, því að heima er
best. Að lokum vil ég þakka
kærlega þann stuðning sem við
fengum til þess að þessi ferð
yrði að veruleika.
Fyrir hönd 8. bekkjar
Gerðaskóla,
Arni Arnason.
María, Guðrún, Ingibjörg og leiðbeinandinn sýna akrohatik í Ný-
borg.
Við farfuglaheimilið á Amager í Köben.
JÓLABLAÐ1988
RAFLAGNÁVINNUSTOFA
Sigurðar Ingvarssonar
GARÐI - SÍMI 27103
Lítil raftæki frá Siemens
Hárþurrka sem þurrkar
fljótt og vel. 2000 W.
Þrjár hitastillingar.
1.650 kr.
Handryksuga sem er
hlaðanleg og geymd í
vegghöldu. Alltaf til
reiðu 1.99Q kr.
Hitaplata sem sér um
að maturinn kólni ekki
of fljótt á meðan snætt
er 2.900 kr.
N___________________S
Mínútugrill fyrir steik-
ina, samlokuna og
annað góðgæti. Vöfflu-
plötur fylgja með.
8.800 kr.
Gufustrokjárn sem sér
til þess að allt verði
slétt og fellt.
A.A88 Irr
Brauðrist fyrir tvær
venjulegar sneiðar eða
eina langa. Smábrauða-
grind fylgir með.
2.100 kr.
UTILJOS I URVALI
L JÓSKASTARAR
Verð frá kr. 760.-
Fóstrur
athugið
Staða forstöðumanns við dagvistun-
arheimilið Holt í Innri-Njarðvík er
laus til umsóknar. Fóstrumenntun
áskilin.
Umsóknarfrestur er til 22. des. Upp-
lýsingar veitir undirritaður á bæjar-
skrifstofunni, Fitjum.
Félagsmálastjórinn í Njarðvík