Víkurfréttir - 15.12.1988, Blaðsíða 44
JÓLABLAÐ 1988
mun
juiUt
Fyrrum hreppstjóra- og vitavarð-
arhjónin, Sigurbergur Þorleifsson
og Ásdís Káradóttir, heimsótt:
„Garðmenn
eru löghlýðnir
borgarar"
Hjónin Sigurbcryur og Ásdís á heimili sinu í Kópavogi, við málverk af Garðskagavita, sem Sigurbergi var gefið á
sextugsalmæli hans.
-Góðan daginn. Hilmar
heiti ég Bárðarson hjá Víkur-
fréttum. Við hvern tala ég?
-Komdu sæll Hilmar, Asdís
heit ég. Hvað er að frétta úr
Garðinum?
-Það er allt gott að frétta úr
Garðinum
-Það var gott að heyra.
-Hvernig er það, er hann
Sigurbergur heima? Eg þarf
aðeins að ná tali af honum.
-Já, hann er heima. Viltu
bíða aðeins. Hann er niðri og
ég ætla að segja honum að það
sé síminn.
-Já.
-Já, halló.
-Sæll Sigurbergur. Hilmar
Bárðarson hjá Víkurfréttum.
Ég ætlaði að athuga hvort ég
mætti ekki ónáða þig um helg-
ina. Þannig er mál með vexti
að ég hef hug á að spjalla við
þig í jólablaðið okkar. Hvað
segir þú um það?
-Já, það ætti að vera allt í
lagi.
-Hvernig er það, verður þú
heima á laugardaginn? Ferð
þú kannski eitthvað úr bæn-
um?
-Ég á ekki von á því.
-Hvað segirðu um að ég
heimsæki ykkur hjónin þá og
við ræðum málin?
-Þú verður bara að sjá til
hvað þér tekst að grafa upp.
-Ég þakka þér þá bara fyrir.
Ég mun hafa samband áður en
ég legg af stað á laugardaginn.
Við sjáumst þá.
-Þú skilar kveðju.
-Ég geri það.
-Blessaður.
-Já, blessaður.
Eitthvað á þessa leið hljóð-
aði samtal blaðamanns Víkur-
frétta við hjónin Sigurberg og
Asdísi í lok nóvembermánað-
ar, þegar ákveðið var að eftir-
farandi viðtal skyldi tekið. Það
var síðan einn fagran laugar-
dagseftirmiðdag að viðtalið fór
fram.
Sigurbergur er merkur mað-
ur, örugglega einn af þeim
merkari sem búið hafa í
Garðinum í seinni tíð. Sigur-
bergur hefur fengist við margt
um ævina og því er svolítið erf-
itt að titla manninn. Vitavörð-
ur, hreppstjóri, meðhjálpari
eða jafnvel sóknarnefndarfor-
maður. Já, Sigurbergur hefur
fengist við ýmislegt í gegnum
árin. Auk fyrrnefndra starfa
hefur hann einnig verið í for-
mennsku í ungmennafélaginu
Garðari, fengist við prófdóma
í barnaskólanum, verið í sátta-
nefnd og sýslunefnd til nokk-
urra ára, formaður Búnaðarfé-
lags Gerðahrepps og þá eru
látin ótalin mörg aukastörf og
sjálfboðavinna í félagsmálum.
Það er margt forvitnilegt
sem Sigurbergur hefur frá að
segja, án efa efni í heila bók, en
við reynum að stikla á stóru í
lífi og starfi Sigurbergs.
Ættir að rekja
til eldklerksins
Sigurbergur Helgi Þorleifs-
son er fæddur 30. ágúst 1905
að Hofi í Garði, sonur hjón-
anna Júlíönu Hreiðarsdóttur
og Þorleifs Ingibergssonar,
sem bæði eru ættuð úr Vestur-
Skaftafellssýslu. A Sigurberg-
ur ættir að rekja til eldklerks-
ins fræga, séra Jóns Stein-
grímssonar.
Þorleifur og Júlíana eignuð-
ust fjögur börn, Sigurberg,
Pálínu, Guðrúnu og Sigríði.
„Faðir minn stundaði sjó-
sókn og landbúnað og fjöl-
skyldan lifði á því sem aflað-
ist“, sagði Sigurbergur um
starf föður síns hér áður fyrr.
Byrjaði snemma
á sjónum
„Ég gekk í fjögur ár í barna-
skóla, sem var skyldan í þá
daga. Þá var ég í unglinga-
skóla veturinn 1922 og fékk
einnig tilsögn í tungumálum,“
svaraði Sigurbergur, þegar
hann var spurður hvaða
menntunar hann hafi orðið að-
njótandi á bernskuárum sín-
um.
-Hvað var svo haft fyrir
stafni á unglingsárunum?
„Strax eftir fermingu fór ég
á sjóinn fyrir alvöru. Það var
aðallega róið með þorskanet
og línu. Annars byrjaði ég
fljótt á sjónum, fyrst með
gömlum mönnum og þá var
yfirleitt róið út í þarann, sem
kallað er, en þá var farið rétt út
fyrir landsteinana og veiddur
þaraþyrsklingur. Gömlu
mennirnir þekktu miðin þar
sem veiði var von“.
Ég réri í nokkur skipti með
gömlum manni sem hét Steinn
Bergþórsson og þá var róið
með ræksni sem beitu.“
-Ræksni?
„Já, það er innvolsið úr grá-
sleppu. Það gekk nokkuð erf-
iðlega að beita ræksninu og því
voru notaðir stórir önglar og
spotti vafinn um beituna svo
hún héldist saman. Með þetta
var síðan róið á svokölluð
kirkjumið og fleiri fisksælac
staði í Garðsjó“.
-Hverju var nú aðallega
beitt í þá daga?
„A haustin var öðuskel mik-
ið notuð til beitu, en á vorin
var farið upp í Hvalfjörð á
opnum báti og þangað sóttur
kræklingur. Það voru einnig
nokkrir sem grófu eftir sand-
maðki í Ijörunni á Garðskaga
og Sandgerði“.
Vitabyggingar
víða um land
Sigurbergur fékkst við fleira
en sjósókn og lítilsháttar land-
búnað á sínum yngri árum, því
frá árinu 1924 og til 1931
vann hann við vitabyggingar
víða um land. Fyrsta sumarið
vann hann ásamt öðrum að því
að steypa utan um gamla
Garðskagavitann. Síðan
fékkst Sigurbergur við bygg-
ingu Stafnesvita og annarra
vita víða um land. Vinnu sinni
við vitabyggingar lauk Sigur-
bergur þegar nýi Garðskaga-
vitinn var reistur árið 1944.
Strandhögg á Tjörnesi
Einn af þeim stöðum sem
Sigurbergur fékkst við vita-
byggingar var á Tjörnesi fyrir
norðan. En Sigurbergur gerði
aðeins meira en að byggja þar
vita, því þangaðsótti hann líka
elskuna sína, Ásdísi Káradótt-
ur, sem hann hefur verið
kvæntur alla tíð síðan.
Sigurbergur stofnaði til
heimilis árið 1930 og bjó að
Hofi í 21 ár. Sigurbergur
stundaði sjó á trillubát og var
með útgerð, auk lítilsháttar
landþúnaðar.
„Ég tók vertíðarmenn, sem
voru kallaðir útgerðarmenn í
þá daga. Þeir voru ráðnir upp
á fast kaup, sama hvernigfisk-
aðist, en ef það fiskaðist vel, þá
fengu þeir hærri greiðslu fyrir
sinn hlut“.
Vitavörður og
sá u m rekstur
radíómiðunarstöðvar
-Þú hefur fengist við margt
um dagana, Sigurbergur. Eitt
þeirra starfa sem þú fékkst við
í mörg ár var varsla Garð-
skagavita?
„Við hjónin fluttumst út á
Garðskaga sumarið 1951 og
vorum þar í 26 ár og sáum um
vitana, bæði Garðskagavita og
Hólmbergsvita, þegar hann
var reistur 1958.
Um sama leyti og við tökum
við vitavörslunni á Garðskaga
þá var sett upp radíómiðun-
arstöð, sem ég annaðist rekst-
ur á.“
Að sögn Sigurbergs var oft á
tíðum mikil vinna í kringum
miðunarstöðina og bera dag-
bækur frá þessum tíma glöggt
vitni unt það, að sumar nætur
hefur verið lítið um svefn hjá
Sigurbergi og Ásdísi.
„Þetta var ákaflega bind-
andi og það varð alltaf að vera
einhver heimavið, engin vissi
hvenær skip þurfti á miðun að
halda.“
-Var kallað beint í Garð-
skaga, eða var einhver millilið-
ur um loftskeytin?
„Ef skip þurfti á miðun að
halda, þá kallaði það á loft-
skeytastöðina í Reykjavík,
sem síðan hringdi til okkar hér
á Garðskaga og ég kallaði uppi
skipið, þar til ég fékk svar.
Þegar sambandi var náð, þá
var því ekki slitið fyrr en skipið
var komið í örugga höfn eða
vissi hvar það var statt.
Þegar vond veður voru, þá
var kallað beint í Garðskaga
„Garðskagi Radíó“ en það var
nafnið á stöðinni.“
Skipströndin urðu nokkur
meðan Sigurbergur var við
vitavörslu á Garðskaga. Salt-
skip fór í Flösina, lúðuveiðari,
finnskt skip og tveir vélbátar.
Fjórir áhafnarmeðlimir af
finnska skipinu gistu hjá þeim
hjónum í nokkra daga, en öðr-
um af sama skipi var bjargað
um borð í vélbát.
Hreppstjórinn
Sigurbergur
Ég er búinn að ræða við Sig-
urberg í ófáar mínútur um
æskuárin og starf hans sem
vitavörður. Því var kominn
tími til að „blaðinu yrði snúið
við“ og rætt við hreppstjórann
Sigurberg Þorleifsson.
Ásdís, kona Sigurbergs, hef-
ur verið að sinna öðrum mál-
um og fylgst með okkur úr
fjarlægð, en er nú komin inn í
stofuna til mín og Sigurbergs
og tekur þátt í umræðunum.
Það er gott að tala við Sigur-
berg. Við gefum okkur tíma í
að ræða hlutina. Hann er hvat-
legur maður, öruggur í fram-
komu og ekki með neinar
sveiflur í fasi. Eitt er víst, að
hann er ekkert að gorta af því
sem hann hefur fengist við.
Sigurbergur gegndi stöðu
hreppstjóra í Gerðahreppi í
rúma þrjá áratugi, frá 1943 til
1978.
„Þetta var heilmikið starf,“
sagði Sigurbergur, „en gekk
furðu vel.“
Starf hreppstjóra í gamla
daga var öðruvísi en það er
í dag, því þá var hreppstjórinn
líka lögregla byggðarlagsins
og þurfti að hafa afskipti af
ýmsum málum.
„Ég tók til dæmis skýrslur
af öllum sem lentu í árekstrum
í hreppnum og fólk leitaði oft
til hreppstjórans með hin
ýmsu vandamál“.
-Hvernig voru Garðmenn?
„Garðmenn voru löghlýðn-
ir borgarar, en það var alltaf
eitthvað um að vera,“ svaraði
Sigurbergur.
Hreppstjórasaga
En hvernig er það, á Sigur-
bergur ekki til einhverja góða
hreppstjórasögu? Sigurbergur
hugsaði sig aðeins um en náði
síðan í bókina Undir Garð-
skagavita eftir Gunnar M.
Magnúss og fletti þar upp á
sögu, sem hann lét hafa eftir
sér í þeirri bók fyrir all mörg-
um árum.
Ilol' í (iarði, fa'ðingarslaður Sigurbergs.