Víkurfréttir - 15.12.1988, Blaðsíða 55
VHKUR
jutUt
JÓLABLAÐ1988
Már bestur hjá UMFK
ÍBK með
körfurfyrir
þá yngstu
Nú býðst yngstu körfu-
boltamönnunum gott tækifæri
til að fá körfur við sitt hæfi.
Körfuknattleiksráð ÍBK
mun fyrir þessi jól á nýjan leik
hefja sölu á minni körfum fyr-
ir yngsta körfuknattleiksfólk-
ið okkar. Hér er um að ræða
körfu, sem ÍBK byrjaði að
selja fyrir tveimurárum síðan,
og mæltist mjög vel fyrir.
Körfurnar fást hjá Stefáni
Kristjánssyni, Melteigi 16,
Keflavík, sem er við á kvöldin
og um helgar og síminn hjá
honum er 12474.
Ungmennafélag Keflavíkur
hélt nýverið uppskeruhátíð
sína í félagsheimilinu við
Sunnubraut. Kosnir voru
knattspyrnumenn ársins í
hverjum flokki og íþróttamað-
ur ársins í hverri deild innan
félagsins.
Kjörið fór á þann veg að
knattspyrnumenn ársins voru
kjörnir: í 6. flokki Haukur Ingi
Guðnason, í 5. flokki Adam
Ingason, í 4. flokki Jóhann
Steinarsson, í 3. flokki Ólafur
Pétursson, í 2. flokki Brynjar
Harðarson, í yngri flokki
kvenna Eva Steinsdóttir og í
eldri flokki Björg Hafsteins-
dóttir.
Knattspyrnumaður ársins
var kjörinn Gestur Gylfason
en hann stóð sig sem kunnugt
er með mikilli prýði í 1. deild-
inni í sumar.
Handknattleikskona
UMFK var kjörin Anna María
Sveinsdóttir og handknatt-
leiksmaður Gísli Jóhannsson.
Unnur Sigurðardóttir fékk
verðlaun fyrir framfarir í
frjálsum íþróttum og júdó-
maður ársins var kjörinn Gylfi
Gylfason.
Að síðustu var Már Her-
mannsson krýndur frjáls-
íþróttamaður ársins og jafn-
framt íþróttamaður UMFK
árið 1988. Már hlaut þennan
titil einnig árin 1985 og 1986.
Hefur Már því hlotið titilinn
þrisvar sinnum, eða oftar en
nokkur annar frá því byrjað
var að útnefna íþróttamann
UMFK árið 1978.
ÍBK
stakk
Eldingar-
drengina
af
Keflvíkingar unnu góðan
sigur á Aftureldingu í
íþróttahúsi Keflavíkur á
laugardag með 32 mörkum
gegn 20. í leikhléi var
UMFA yfir, 12:10.
„Það gekk ekkert né rak í
fyrri hálfleik en í þeim seinni
tókum við okkur saman í
andlitinu,“ sagði Gísli Jó-
hannsson, fyrirliði Keflvík-
inga. ÍBK skoraði 3 fyrstu
mörkin á tveimur mínútum
og komst strax yfir og eftir
það var ekki aftur snúið.
Keflvíkingar juku forskotið
jafnt og þétt og skoruðu 20
mörk gegn 8 í seinni hálfleik,
þar af mörg úr hraðaupp-
hlaupum.
,,Gamla“ brýnið, Jón Ol-
sen, var markahæstur hjá
ÍBK með 9 mörk, þar af 5 úr
vítum, Gísli Jóhannsson
skoraði 7 og þeir Kristinn
Óskarsson og Jóhann Júl-
íusson 4 hvor, aðrir minna.
Fadness og Teitur
í körfu fyrir austan
Kris Fadness, þjálfari
UMFN, og Teitur Órlygs-
son, leikmaður með liðinu,
fóru austur til Egilsstaða,
Eskifjarðar og Eiða, þar sem
þeir kynntu körfuknattleik
og sýndu. Var þeim geysivel
tekið af heimamönnum en
áhugi á körfuknattleik mun
vera mjög mikill þarna, þó
svo að þeir keppi ekki mikið.
Fóru þeir félagar, Fadness
og Teitur, á vegum NIKE
umboðsins og Körfuknatt-
leikssambandsins.
ÍBK og UMFN lentu
saman í þriðja sinn
Það verður nágrannaslag-
ur í fyrstu umferð bikar-
keppni Körfuknattleikssam-
bands íslands á Suðurnesj-
um, en risarnir tveir, IBK og
UMFN, drógust saman og
það í þriðja sinn á jafn mörg-
um árum. I síðustu tvö skipti
hafa Njarðvíkingar slegið
IBK út úr keppninni.
Grindvíkingar lentu á
móti Haukum.
POWER MOOC SOUNO
1P 2»8T 2PHA
ACL»
CLUB
6CLECT SW1WOSHOT
T /1 • •• / /
Jolagjofin í ar
proQotfj
handa golfurum og
eins þeim sem minna
eða ekkert kunna.
Frábær tölva.
ARP s.f.
HEILDSALA-SMÁSALA
SÍMAR: 11142 - 11559
Raggi
Margeirs
í Fram
Ragnar Margeirsson, knatt-
spyrnumaður úr Keflavík og
landsliðsmaður, hefur ákveðið
að hafa félagaskipti og leika
með Fram úr Reykjavík næsta
keppnistímabil. Ragnar lék
með Keflavíkurliðinu síðasta
sumar, en áður hefur hann
einnig leikið með Frömmur-
um, m.a. seinni part sumars
1987.
Spegill, spegill, herm þú mér!
Mikið úrval af speglum og speglaflísum,
skrautspeglum. - margir möguleikar.
Gerum föst verðtilboð.
Gler í myndarammann, gler á borðið.
Borðplötur.
GLERSALAN í KEFLAVÍK
Norðurtúni 2