Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1988, Blaðsíða 51

Víkurfréttir - 15.12.1988, Blaðsíða 51
tf/KUR jíiUU JÓLABLAÐ 1988 Eitt ár með spenn- ing og reynslu „Gegnum kennslu, biblíu- lestur og bæn hefur það lokist upp fyrir mér að það að vera kristinn er ekki eitthvert einkamál heldur að við höfum ábyrgð á fólkinu í kringum okkur. Mig langar til að kynn- ast Guði betur og miðla því sem ég hef lært til annara," segir Linda Sjöfn Sigurðar- dóttir frá Keflavík. Þetta ár stundar hún nám við Lagets Bibel- og Evangeliseringssent- er (LBES) Hald í Mandal í Noregi. LBES er öðruvísi biblíu- skóli. Við viljum mæta þörf- inni fyrir íleiri menntaða sjálf- boðaliða hjá Kristilegu skóla- hreyfingunni og öðrum kristi- legum félögum. Nemendurnir fá mikla verklega þjálfun. Á þann hátt geta þau þjálfað sig upp til forstöðumannshlut- verks. Markmiðið til ársins 2000 er að gera Jesú sýnilegan í stú- dentaheiminum og á skólalóð- inni. Einmitt þetta fengu nem- endurnir að spreyta sig á í haust er þau fóru í tíu daga ferð, í litlum starfshópum, um Noreg. I haust var Linda í Lillehammer og hefur hún ákveðið að fara til Englands eftir áramótin og kynna sér Evrópukristniboð. Nemendurnir á Hald mæta stöðugt nýjum persónulegum áskorunum. Á þann hátt upp- götva þau hve mikið í þeim býr og að Guð getur notað þau. Þau finna að verkleg kennsla gefur þeim frjálsræði og öryggi til að starfa. Fyrri nemendur skólans hafa sjálfir mætt hinni miklu þörf fyrir kristniboðun í Evrópu með því að allur skól- inn hefur farið í kristniboðs- ferð til ólíkra landa í Evrópu. Reynslan af ástandinu í Evr- ópu er mikilvæg til að við get- um séð okkar ábyrgð á okkar eigin landi. Á meðan kristin- dómurinn fer hnignandi í hin- um vestræna heimi fer hann stöðugt vaxandi í öðrum lönd- um. Allt þetta gefur nemendun- um sóknarvilja til að taka virk- an þátt í þjónustu á móti árinu 2000, segir í frétt frá skólan- um. Betra verð fyrir vel meðhöndlaðan fisk Fréttabréf Ríkismats sjáv- arafurða hefurgert víðreist um Suðurnesin fyrir síðasta tölu- > blað og meðal þeirra sem Rík- ismatið heimsótti var áhöfn Sigurborgar KE, þar sem hún var að vinna við að ganga frá afla í gáma sem sigla átti með til Englands. Hjalti Sigurðsson, annar stýrimaður, sagði aðspurður við fréttabréfið að áhöfnin hefði tamið sér vönduð vinnu- brögð um borð og oftast væri fiskinum raðað í körin. Sagði hann að alltaf væri farið vel með aflann um borð, hvort sem aflinn ætti að fara í gáma eða ekki. Reynslan af fisk- mörkuðunum væri sú, að betra verð fengist fyrir vel með- höndlaðan afla. Ytri Njarðvíkurkirkja Laugardagur: Jólatónleikar Tónlistarskóla Njarðvíkur kl. 14. Sunnudagur: Barnastarf kl. 11. Útskriftarathöfn Fjölbrautaskóla Suðurnesja kl. 14. Aftansöngur og aðventuhátíð kl. 18. Kirkjukórinn syngur aðventu- og jólasálma undir stjórn Oddnýj- ar Þorsteinsdóttur organista. Ein- söng syngur Theodóra Þorsteins- dóttir. Kjartan Már Kjartansson leikur á fiðlu. Víxllestur og bæna- gjörð. Sóknarprestur „Hvernig í andsk ... nær maður ríkissjónvarpinu út úr þessum sjón- varpstækjum og kemur myndbandstækjunum inn?“, gæti Ástþór B. Sigurðsson í Frístund verið að hugsa á þessari mynd, sem var tekin í tilefni opnunar Frístundar í Hólmgarði. Ljósm.: hbb. Linda Sjöfn Sigurðardóttir Sendum Suð- urnesjamönnum bestu jóla- og nýársóskir, með þökk fyrir samstarí'ið á árinu sem er að líða. Shell-stööin, Fitjum Fitjanesti Fitjanesti - bón- og þvottastöð Tómstundaráð Miðneshrepps auglýsir eftir starfsmanni í hluta- starf. Um er að ræða gæslustörf á „diskótekum“ og „opnu húsi“. Nán- ari upplýsingar veita Víðir í síma 37441 og Sigurður í síma 37681. Um- sóknarfrestur rennur út 23/12 ’88. Ekta Þorláksmessuskata Humar, rækja og skötuselur, ásamt ýmsu öðru góðgæti fyrir hátíðamar. Hringbraut 92 Keflavík ATH Tökum að okkur að vakúmpakka jóla- skötuna og fiskinn til vina og vanda- manna erlendis. Tökum pantanir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.