Morgunblaðið - 12.12.2015, Page 6

Morgunblaðið - 12.12.2015, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 Lögreglan í Kaup- mannahöfn ákveður á fyrstu mánuðum næsta árs hvort lögð verður fram kæra vegna tveggja málverka sem merkt voru list- málaranum Svav- ari Guðnasyni sem danska uppboðshúsið Bruun Rasm- ussen hugðist bjóða upp í september í fyrra. En þá lagði lögreglan hald á verkin þar sem grunur lék á að þau væru fölsuð. Að sögn Henriks Hel- mers Steens, yfirlögfræðings efna- hagsbrotadeildar lögreglunnar í Kaupmannahöfn, er málið enn í rannsókn. Ólafur Ingi Jónsson málverka- forvörður rannsakaði verkin og skrifaði skýrslu sem hann skilaði til lögreglunnar í Kaupmannahöfn fyr- ir rúmum mánuði. Áætlað verð annars verksins svar- aði til 1,5 milljóna íslenskra króna og hins um 800 þúsunda, samkvæmt vef uppboðshússins í fyrra. thorunn@mbl.is Ákveður brátt hvort málverkafölsun verður kærð Annað hinna meintu fölsuðu verka. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Samkvæmt skráningu Samgöngu- stofu var Volkswagen það vörumerki sem oftast var nýskráð í nóvember- mánuði og það sem af er desember. Voru 144 nýir Volkswagen-bílar skráðir í nóvember, en Toyota kom þar næst með 118 nýskráningar. Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu hf., segist vera mjög ánægður með þessa þróun, sem megi meðal annars rekja til sölu á vistvænum Volkswagen-bílum, en Hekla hafi selt meira en 400 slíka á árinu. Hann nefnir sérstaklega rafbílinn Volkswagen e-Golf, sem hafi verið tekinn í sölu í febrúar síðastliðnum sem sé nú mest seldi rafbíllinn á Ís- landi. „Við höfum lagt áherslu á vist- væna bíla eins og rafmagns-golfinn, en svo kynntum við einnig um ára- mótin tvinnbíla sem ganga fyrir bensíni eða rafmagni og geta við góð- ar aðstæður enst í 40-50 kílómetra,“ segir Friðbert. Þá hafi einnig gengið vel að selja bíla sem gangi fyrir bæði bensíni og metan-gasi. Hraðhleðslustöðvum fjölgar Friðbert segir að það sé meðal annars vegna þess að þeim stöðum þar sem hægt sé að fylla á metanbíla hafi fjölgað. Friðbert segir að þessi þróun kalli á að stöðum þar sem hægt sé að fylla á rafbíla fjölgi. „Við höfum verið að horfa á markaði í kringum okkur þar sem rafbílar hafa náð umtalsverðri markaðshlutdeild,“ segir Friðbert og nefnir Noreg sem forysturíki í þeim efnum. Þá sé Orka náttúrunnar að vinna að því að hægt verði að hlaða hvaða vistvæna bíl sem er á svonefndum hraðhleðslu- stöðvum. Friðbert segist vera þeirr- ar skoðunar að slíkum stöðvum muni fjölga mjög á næstu árum. Friðbert segir að það færist í vöxt að fyrirtæki kaupi sér rafmagnsbíla til afnota fyrir starfsfólk sitt í er- indagjörðum sínum. Til dæmis hafi Arion-banki keypt tíu rafmagnsbíla nýlega. Þá hafi opinberir aðilar einn- ig sýnt þessu fyrirkomulagi áhuga. Friðbert segir ljóst að framtíðin sé vistvæn. „Það hefur sýnt sig að það verði bara aukin aðsókn í vistvæna bíla sem munu verða enn hagkvæm- ari,“ segir Friðbert. Hann bætir við að aðstæður á Ís- landi gætu hjálpað mjög til við að gera bílaflotann vistvænan. „Við bú- um við þær frábæru aðstæður að geta framleitt raforku með vistvæn- um hætti, hér eru bara fallvötnin og jarðvarminn, en svo er metan líka framleitt algjörlega innanlands,“ segir Friðbert. Segir hann að stjórn- völd hafi sýnt mikla framsýni í þess- um efnum með því að gera vistvæna bíla að hagstæðari kosti en ella. Vistvænir knýja sölutölur  Volkswagen mest selda merkið í nóvembermánuði  Hekla búin að selja meira en 400 vistvæna bíla á árinu  Getur verið framlag Íslendinga til loftslagsmála Mest seldu bílar landsins í nóvember Heimild: Samgöngustofa Fólksbifreiðar Hópbifreiðar Sendibifreiðar Vörubifreiðar Volkswagen Toyota Kia Skoda Ford Nissan Hyundai Renault Suzuki M. Benz 0 20 40 60 80 100 120 140 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta er eins og ein stór fjölskylda. Allt prýðisfólk og aldrei nein leið- indi,“ segir Haraldur Sigurðsson. Sveinn H. Gunnarsson bætir við: „Þetta hefur verið eins og í góðu hjónabandi. Fólk er ekki alltaf sam- mála um hlutina en þeir eru leystir einhvern veginn og þá fellur allt í ljúfa löð.“ Haraldur og Sveinn hafa látið af störfum hjá Morgunblaðinu eftir áratuga störf. Þeir urðu báðir sjö- tugir á árinu. Samstarfsmenn þeirra kvöddu þá í gær. Samanlagður starfsaldur félaganna er um 72 ár. Báðir lærðu setningu og unnu í upp- hafi við setningu og umbrot Morg- unblaðsins en hafa síðustu árin unn- ið við plötugerð í Landsprenti. Hefur líkað vel „Ég fékk þá hugdettu að sækja um hjá Morgunblaðinu og fékk vinnu. Ég hafði aldrei komið nálægt vinnubrögðum eins og þar voru. Blý- ið var að hverfa og byrjað að líma textann upp á pappír. Filman tók við af því,“ segir Haraldur um tildrög þess að hann hóf störf hjá Morgun- blaðinu á árinu 1977. Sveinn sótti um vinnu hjá Morgunblaðinu þegar Blaðaprent hætti störfum og fékk starf vorið 1982. Miklar breytingar hafa orðið á tækni við vinnslu blaðsins á starfs- tíma þeirra. Nú er allt unnið í tölv- um. Þá hafa þeir færst með blaðinu á milli húsa. Hófu báðir störf í Morg- unblaðshúsinu í Aðalstræti, fóru síð- an í Kringluna og loks í Hádeg- ismóa. „Við værum ekki búnir að vera hérna svona lengi nema af því að okkur hefur líkað vel,“ segir Sveinn um vinnustaðinn. Minningar um skemmtilega vinnufélaga, bæði nána samstarfsmenn og eftirminnilega karaktera, standa upp úr þegar gamli tíminn er rifjaður upp. Haraldur er Hafnfirðingur í húð og hár, hefur búið þar frá því nokkrum dögum eftir fæðingu. Hann varð sjötugur í apríl og lét formlega af störfum í haust. Hann segist raunar hafa farið í sumarfrí og skemmt sér svo vel að hann hafi gleymt að mæta aftur til vinnu. Hann lagðist í flakk um heiminn með eiginkonunni, Guðmundu Sæunni Magnúsdóttur, og hefur notið tím- ans vel. Hann segist vel geta hugsað sér að gera meira af því. Nógur sé tíminn. „Svo dettur maður kannski niður á eitthvað annað líka.“ Verður nóg að gera Sveinn er Reykvíkingur, Vest- urbæingur en hefur lengi búið í Breiðholti. Hann varð sjötugur í maí og lét af störfum í vikunni. Kona hans er Sigríður Jakobsdóttir. „Maður er rétt að átta sig á því að hætta. Það verður nóg að gera, ég kvíði því ekki. Við eigum 10 barna- börn og það verður meiri tími til að sinna þeim. Vonandi leggjumst við eitthvað í ferðalög líka,“ segir Sveinn. Minningar um gamla vinnufélaga efst í huga Morgunblaðið/Júlíus Kveðjustund Sveinn H. Gunnarsson og Haraldur Sigurðsson voru leystir út með gjöfum, f.v. Sveinn, Guðbrandur Magnússon, framkvæmdastjóri Landsprents, Haraldur og Haraldur Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins.  Haraldur og Sveinn láta af störfum hjá Morgunblaðinu Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Sp ör eh f. Fararstjóri: Þóra Valsteinsdóttir Kynningarfundur 14. desember kl. 20:00 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð. Allir velkomnir! Haust 317. - 30. september Grikklandsævintýri Í þessari mögnuðu ferð mun Þóra Valsteinsdóttir sem búsett hefur verið í Grikklandi í yfir 30 ár leiða okkur um stórbrotna náttúru landsins og sögusvið fornra hetjudáða. Við munum m.a. heimsækja eyjuna Santorini, Delfí, Meteora, Aþenu, Akrópólis og hof Poseidons. MADONNA ÍTALÍU VIKULEGA FRÁ 16. JAN. – 27. FEB. Eitt vinsælasta skíðasvæði Íslendinga er aftur komið í sölu. Flogið vikulega frá 16. jan.-27. feb. með Icelandair. Fararstjóri, Níels Hafsteinsson 99.900 KR. Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 585 4000 | uu.is VERÐ FRÁ SÉRTILBOÐ 16. JAN - 23 JAN.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.