Morgunblaðið - 12.12.2015, Page 10

Morgunblaðið - 12.12.2015, Page 10
bernskunnar. „Ég hef aldrei verið eins barnaleg og einmitt núna. Það borgar sig að halda henni lifandi þessari litlu stelpu. En í mér búa margar Þórunnir.“ Man það sem hneykslaði Bók Þórunnar er einstaklega opinská og margt af því sem hún segir frá eru viðkvæm og persónu- leg mál, bæði sem snerta foreldra hennar og fjölskyldu og hana sjálfa. Hún talar líka um ástalíf sitt á yngri árum og nafngreinir suma ástmenn sína. En hvernig valdi hún hverju hún vildi segja frá og hverju hún vildi halda eftir fyrir sjálfa sig? „Ég leyfði þessu algerlega að flæða, en ritstjórinn var enn sið- prúðari en ég og tók út tvö atriði af ótta við að einhver særðist. En ég hef ekkert ljótt um neinn að segja. Tvær systur mínar lásu yfir hand- ritið og ég er svo heppin að mínir nánustu eru ekki með neina kom- plexa yfir sjálfum sér eða okkar fjöl- skyldusögu,“ segir Þórunn og bætir við að það sem við munum og það sem hafi sterkust áhrif á okkur í bernsku sé oft það pínlegasta og yndislegasta. „Sérstaklega man maður allt sem sveið, allt sem kom við kaunin á manni. En líka það góða og stór- kostlega. Það sem hneykslaði og var djarft, það stendur upp úr. Ég man til dæmis sérstaklega vel eftir Þór- bergi Þórðarsyni berrössuðum úti í Örfirisey. Þetta með að hafa mig og mömmu berrassaðar á bókarkáp- unum okkar, fyrir mér er það ekki aðeins frelsislýsing heldur líka yf- irlýsing um gagnsæi. Við þurfum að geta sagt allt sem okkur dettur í hug, annars fáum við ekki nýjar hugmyndir og allt stíflast. Að því leyti er svakalega gott að vera sak- lausa barnið sem segir næstum því allt. Eina reglan er að meiða eng- an.“ Sitjum uppi með trámað Það kemur vel fram í bókinni að Þórunn var mikil pabbastelpa, en hún var ekki síður tengd móður Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Mjög oft lætur forsjóninmig gera eitthvað semég ætlaði ekki endilegaað gera. Þessi vilji, það er ekki vitað hvort hann sé til,“ seg- ir Þórunn Jarla Valdimarsdóttir, sagnfræðingur og rithöfundur, um tilurð nýjustu bókar sinnar, Stúlku með höfuð, þar sem hún segir frá uppvexti sínum, hippaárunum, námsárunum í Lundi og yndistím- anum í Mexíkó. „Ég var alls ekki búin að ákveða að skrifa um sjálfa mig, en það kviknaði í mér þegar ég skrifaði ævisögu Jakobs Frímanns, Með sumt á hreinu. Um leið og ég fór að rifja upp hans barndóm fór minn eigin barndómur að vella upp. Svo ég hoppaði á þenn- an möguleika að skrifa mína sögu,“ segir Þórunn, sem þar með hefur lokið óplanaðri þrennu um kvenlegg sinn. Stúlk- urnar eru orðnar þrjár; hún skrifaði sögu ömmu sinnar og nöfnu í fyrstu bókinni, Stúlku með fingur, og sögu móður sinnar í annarri bókinni, Stúlku með maga. Aldrei verið eins barnaleg „Að skrifa bók um eigin æsku og minningar er sjálfskönnun í leið- inni. Og svo virkar þetta allt á les- andann, sá sem les um forfeður mína hann fer að hugsa um forfeður sína. Svona sjálfsskoðun er svo góð og ótrúlega gefandi, það var svaka- lega gaman að fara í gegnum þetta. Þetta er tuttugasta og önnur bókin mín og það er þjóðfélagslega gott að sagnfræðingur eins og ég geri þetta. Ég er voða ánægð með mig núna, að vera búin að ljúka þessu,“ segir Þór- unn og bætir við að litla stelpan í henni sé sprelllifandi eftir vinnuna við að skrifa bókina og horfa til sinni sterkum böndum. Móðir henn- ar var afar ósátt við það á sínum tíma að eiginmaðurinn og faðir Þór- unnar sveik hana fyrir aðra konu. Hún sat eftir með sjö börn. Það hafði djúpstæð áhrif á Þórunni að verða vitni að því hvað móðir henn- ar átti bágt. En hún sýnir þessu öllu skilning, eftir á, þegar hún fullorðin manneskja horfir til baka. „Fólk dæmir svo oft út frá ríkjandi hug- myndum nútímans, en ég reyni að láta hvern áratug njóta sinna hug- mynda. Ýmislegt var sjálfsagt fyrir fimmtíu árum sem við yrðum dauð- hneyksluð á núna. Karlarnir máttu gera næstum allt sem þeim sýndist á þeim árum sem foreldrar mínir tóku saman. En gjörðir foreldra, góðar og slæmar, hafa áhrif á af- kvæmin, og nú sýna rannsóknir að við sitjum uppi með tráma foreldra Vill gera Pollýönnu að dýrlingi Í henni búa margar Þórunnir og hún segist ekki þurfa að skammast sín fyrir neitt af því sem fram kemur í opinskárri sögu um hana sjálfa, Stúlku með höfuð. Eina reglan sem hún viðhafði var að meiða engan. Þórunn og Megas Hafa verið vinir síðan 1979 og eiga tvær bækur saman. Morgunblaðið/Styrmir Kári Rithöfundurinn Þórunn Jarla Hún hvetur fólk til að vera það sjálft. Hér er hún með vængi og útsaum frá Mexíkó. Sjarmör Flugmaðurinn Valdi- mar, faðir Þórunnar, var töffari. Þokkadís Erla, móðir Þórunnar, fæddist árið 1929. Hér er hún á góðum degi með Rögnu og Adda, elstu systkinum Þórunnar, en börnin urðu sjö. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 Glæsilegar vörur á sérstöku jólaverði. Jólabæklingurinn er kominn út. Sjá nánar á sminor.is. Umboðsmenn um land allt. Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is SIEMENS Þvottavél WM 14E477DN Tekur 7 kg, vindur upp í 1400 sn. Mjög stutt kerfi (15 mín.). Orkuflokkur A+++. Fullt verð: 104.900 kr. Jólaverð: 84.900 SIEMENS Bakstursofn HB 23AB221S (hvítur) Hagkvæmur með 67 lítra ofnrými. Fimm ofnaðgerðir. Fullt verð: 119.900 kr. Jólaverð: 89.900 kr. SIEMENS Kæli- og frystiskápur KG 36VUW20 (hvítur) Orkuflokkur A+. „crisperBox“-skúffa. LED-lýsing. H x b x d: 186 x 60 x 65 sm. Fullt verð: 94.900 kr. Jólaverð: 74.900 kr. Palma Gólflampi 19901-xx Fáanlegur í antíklit og stáli. Fullt verð: 18.900 kr. Jólaverð: 11.900 kr. kr.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.