Morgunblaðið - 12.12.2015, Side 12

Morgunblaðið - 12.12.2015, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 Ungmennaráð UNICEF á Íslandi stendur fyrir skiptidótamarkaði á morgun sunnudag frá kl 13-16 í menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholti. Börnum er boðið að koma á markaðinn með leikföng, bækur og spil sem þau eru hætt að leika sér með, leggja þau inn í leik- fangasafn ungmennaráðsins og velja sér önnur leikföng í staðinn. „Leikur er mikilvægur þroska barna og öll börn hafa gaman af því að leika sér. Það skiptir engu máli hvar börn búa eða hvaða tungumál þau tala, leikur sameinar öll börn. Á þessum árstíma er einnig mikilvægt fyrir fjölskyldur að finna stund milli stríða í amstri dagsins. Með því að leika við börnin okkar sendum við þeim mikilvæg skilaboð um að þau séu mikilvæg og tíma okkar verð,“ segir Hjördís Eva Þórðardóttir, rétt- indafræðslufulltrúi UNICEF á Íslandi. Fulltrúar ungmennaráðs UNICEF komu saman í Gerðubergi í gær og hófu undirbúning markaðarins. „Það eru forréttindi að fá að vinna með ungmennaráði UNICEF, ungu hugsjónafólki sem er með hjartað á réttum stað. Þau hlakka mikið til að taka á móti hressum krökkum og fjölskyldum þeirra á sunnudag,“ segir Hjördís. Á mark- aðnum munu fulltrúar í ungmenna- ráðinu leika við börnin á sama tíma og þau fræða þau um endurnýtingu, sjálfbærni og Barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna. Ungmennaráðið hefur tvisvar áður staðið fyrir skiptidótamarkaði og í bæði skiptin hefur fjöldi barna mætt og undirtektirnar verið frá- bærar. Allir eru hjartanlega velkomnir. Skiptidótamarkaður UNICEF verður á morgun sunnudag í Gerðubergi Komið með gamla dótið og fáið annað í staðinn Morgunblaðið/G.Rúnar Dót Eflaust kemur einhver með bangsa og finnur sér annað dót í staðinn. Listmálarinn Sossa ætlar að sýna ný málverk í dag, laugar- dag, í árlegu jólaboði á vinnustofu sinni. Þetta er í tutt- ugasta sinn sem hún býður fólki á vinnustofu sína í aðdrag- anda jólanna, þar sem hægt verður að skoða nýjustu verk hennar og njóta léttra veitinga í notalegu umhverfi. Gestir hennar í ár verða Svavar Knútur sem mun spila og syngja fyrir gesti og Anton Helgi Jónsson, handhafi Ljóðstafsins árið 2013, sem mun lesa úr ljóðum sínum. Síðustu málverkasýningar Sossu hafa verið á alþjóðlega tvíæringnum í Peking sem fram fór í september og í Hol- bæk í Danmörku. Jólaboðið verður síðasta sýning hennar á Íslandi um sinn, en í byrjun næsta árs verða verk hennar meðal annars til sýnis á Art Apart Fair sýningunni í Singa- pore. Sossa er fædd í Keflavík og hefur unnið sem myndlista- maður frá 1984. Hún hlaut nafnbótina listamaður Reykja- nesbæjar árið 1997. Vinnustofa Sossu er á Mánagötu 1 í Reykjanesbæ og verður jólaboðið frá kl. 14 - 22. Nánari upp- lýsingar á www.sossa.is Svavar Knútur spilar og syngur og Anton Helgi les úr ljóðum sínum Sossa býður fólki að koma í heimsókn á vinnustofuna sína Manneskjur Ein af mörgum mynda sem Sossa hefur gert. Jóladagskrá Árbæjarsafns hef-ur hlotið fastan sess í menn-ingarlífi borgarbúa á aðvent- unni. Ungir sem aldnir geta rölt á milli húsanna og fylgst með und- irbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga. Hrekkjóttir jólasvein- ar gægjast á glugga og kíkja í potta, börn og fullorðnir fá að föndra og syngja saman jólalög. Þá gefst gestum tækifæri til að taka þátt í jólalegum ratleik um safn- svæðið. Að vanda býður Dillonshús upp á ljúffengar veitingar, heitt súkkulaði og jólalegt meðlæti. Á morgun, sunnudag, er opið kl. 13-17 í Árbæjarsafni og verður guðþjónusta í safnkirkjunni kl. 14. Hugljúfir jólatónleikar með dú- ettinum Stjörnubjart verða í Lækj- argötu kl. 13.30 og aftur kl 14.30 en kl. 15 hefst jólatrésskemmtun úti á torginu. Þar verða sungin jólalög og dansað í kringum jólatréð, við harmónikkuundirleik og kórsöng. Jólasveinar verða á vappinu með sitt sprell milli klukkan 14-16. Jólaundirbúningur og gamla góða handverkið Í Árbænum sitja fullorðnir og börn með vasahnífa og skera út laufabrauð en uppi á baðstofulofti verður spunnið og prjónað. Gestir geta farið á milli húsa og föndrað, bragðað á nýsoðnu hangiketi, fylgst með tréútskurði, gerð tólgar- kerta og margt fleira. Af sýningum sem eru á svæðinu má nefna Í Neyzluna – Reykjavík á 20. öld, Aðfangadagskvöld 1959, Hjáverkin og Komdu að leika! Fjölbreytt og skemmtileg jóladagskrá Árbæjarsafns 2015 Hrekkjóttir jólasveinar, föndur, jólaratleikur, söngur og dans Morgunblaðið/Árni Sæberg Laufabrauðsskurður Á morgun verður hægt að fylgjast með og taka þátt í undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga, steypa kerti og fleira. Morgunblaðið/Kristinn Sprell Jólasveinarnir í Árbæjarsafni klæða sig upp á gamla mátann. H a u ku r 1 0 .1 5 .Leit að fjárfestingarkostum. .Verðmat. .Viðræðu- og samningaferli. . Fjármögnun. .Frágangur samninga. Hér gætu verið góðir fjárfestingarkostir: Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignaráðgjafi, thorarinn@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hæstaréttarlögmaður, sigurdur@kontakt.is Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Lítil heildverslun með gott umboð fyrir hágæða múrefni og klæðningar. Velta um 100 mkr. Miklir möguleikar á vexti. • 37 herbergja, 3ja stjörnu gott hótel á Snæfellsnesi. Góð nýting og opið árið um kring. Ársvelta 200 mkr. Fyrir liggur hönnun á viðbyggingu sem stækkar hótelið um allt að 20 herbergi. • Leiðandi fyrirtæki með legsteina. Ársvelta um 140 mkr. Mjög góð afkoma. • Lítið hótel og veitingastaður í sérlega fallegu og sögufrægu, uppgerðu húsi í Bolungarvík. Húsið og starfsemin í því er til sölu. Tripadvisor gefur 4,5 stjörnur. • Verslunarkeðja með matvæli (12 útsölustaðir) og miðlæga framleiðslu. Ársvelta 650 mkr. Miklir vaxtamöguleikar og góð afkoma. • Gamalgróin heildverslun með þekkt leikföng og gjafavörur. Velta um 100 mkr. Góð afkoma. • Sérhæft ferðaþjónustufyrirtæki á fyrirtækjamarkaði. Velta 85 mkr. EBITDA um 15 mkr. • Rekstur á nýju og glæsilegu 28 herbergja hóteli í fallegu húsi í miðbæ Reykjavíkur. Hótelið verður afhent tilbúið á vormánuðum 2016. • Öflugt og vaxandi fyrirtæki í skiltagerð og markaðslausnum. Vel tækjum búið. Ársvelta um 100 mkr. og góð afkoma. • Rótgróin rafvöruverslun í Reykjavík. Velta 80 mkr. og afkoman góð. • Gróðrarstöð staðsett á Suðurlandi í nálægð við höfuðborgina. Fyrirtækið hefur sterka stöðu á markaði. Velta er nokkuð jöfn allt árið, um 130 mkr. og EBITDA um 25 mkr. • Fasteignafélag með 27 nýjar stúdíóíbúðir í langtímaleigu. Góðar og stöðugar tekjur. Hagstætt verð. • Innflutningur og smásala í tveimur verslunum á heimsþekktu vörumerki í fatnaði fyrir börn og konur. Viðkomandi er með sérleyfi á Íslandi. Velta 150 mkr. Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur sími 571 5464 www.tiskuhus.is Góður aðhalds- fatnaður Stærðir 38-54
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.