Morgunblaðið - 12.12.2015, Side 20

Morgunblaðið - 12.12.2015, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samanburður á launum lækna og hjúkrunarfræðinga í fjórum löndum Norðurlandanna bendir til að laun á Íslandi séu í sumum tilfellum orðin hærri en í Danmörku, Noregi og Sví- þjóð. Launahækkanir í kjölfar kjara- samninga og styrking krónu skýra þessa þróun að mestu leyti. Hér til hliðar má sjá þrjú stöplarit með föstum mánaðarlaunum þessara tveggja stétta í löndunum fjórum. Launin eru tvíbirt fyrir Ísland án og með vaktaálagi og yfirvinnu- greiðslum. Laun- in eiga við ríkis- sjúkrahús. Heimildirnar eru hagstofur Danmerkur, Sví- þjóðar og Noregs og fjármálaráðuneytið á Íslandi. Margt bendir þó til þess að saman- burður á heildarlaunum gefi raun- hæfari mynd af kjaramismun milli landanna fjögurra. Samantektin er Morgunblaðsins. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, fór yfir tölurnar og gerði til- lögur um framsetningu á þeim. Reiknað út frá tölum OECD Stuðst er við birt gögn fyrir árið 2014 á vefjum hagstofa Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Fjármálaráðu- neytið birtir laun starfsmanna sinna fram til júní 2015. Launin í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð eru fram- reiknuð með spá Efnahags- og fram- farastofnunarinnar, OECD, um launabreytingar árin 2015 og 2016. Framreikningur fyrir Ísland er gerð- ur á grundvelli kjarasamninga þess- ara stétta, þ.e. laun lækna hækka um 2,5% 1. janúar 2016 og laun hjúkrunarfræðinga hækka um 6,5% 1. maí árið 2016, auk þess sem laun þeirra hækka um 0,9% vegna stofn- anasamninga. Það er mat Hannesar að samanburðurinn sé gerður á grundvelli eins þröngrar skilgrein- ingar á föstum mánaðarlaunum og unnt er. Það felur meðal annars í sér að hvorki vaktaálag, bakvaktaálag né yfirvinnugreiðslur eru meðtaldar. Réttara að horfa á heildarlaun Upplýsingar um heildarlaun liggja ekki fyrir í Danmörku, Noregi og Svíþjóð en gera það hins vegar á Ís- landi. Hannes telur samanburð á heildarlaunum þó gefa skýrari mynd en samanburður á grunnlaunum. Greiðslur fyrir yfirvinnu og vakta- álag séu enda mun stærri hluti heildarlaunagreiðslna á Íslandi en í hinum löndunum þremur. Hannes bendir á að háar yfir- vinnugreiðslur á Íslandi í saman- burði við hin löndin eigi sér kerfis- lægar skýringar sem eigi rætur í „ósveigjanlegum ákvæðum íslenskra kjarasamninga“. „Þótt íslenskt heilbrigðisstarfsfólk kunni að vinna eitthvað lengur en á hinum löndunum á Norðurlöndum, sem ég hef þó hvergi séð neina töl- fræði um, þá tel ég meginskýringuna á háum yfirvinnugreiðslum á Íslandi liggja í ákvæðum kjarasamninganna. Þá er vaktaálag mun hærra á Íslandi en annars staðar þekkist. Þannig getur staðan verið sú að þótt grunnlaun séu t.d. lægri á Ís- landi en í öðru landi geti greidd mán- aðarlaun fyrir sama fjölda vinnu- stunda verið hærri á Íslandi,“ segir Hannes um þennan mun. Eins og hér er sýnt á einu grafi hefur gengi krónu styrkst mikið gagnvart dönsku, norsku og sænsku krónunni síðan í desember 2012. Gengi norsku krónunnar hefur hrunið í kjölfar hruns í olíuverði. Miðgengi hennar er nú 14,8 krónur en var 23,5 krónur í lok janúar 2013. Þá var miðgengi danskrar krónu 23,4 kr. í lok janúar 2013 en er nú 19 kr. Loks hefur miðgengi sænskrar krónu lækkað úr 20 kr. í 15 kr. á sama tímabili. Sé gengið út frá því að hlutur vaktaálags og yfirvinnugreiðslna til lækna og hjúkrunarfræðinga sé hærri á Íslandi þótt vinnutími sé sambærilegur virðist niðurstaðan vera sú að laun þessara stétta séu orðin hæst á Íslandi. Frekari launa- hækkanir þessara stétta á Íslandi á næsta ári munu styrkja þá stöðu frekar í sessi. Launin á Íslandi nú þau hæstu  Laun lækna og hjúkrunarfræðinga á Íslandi hafa hækkað mikið miðað við laun sömu starfsstétta í Danmörku, Svíþjóð og Noregi  Eftir styrkingu krónu og kjarasamninga virðast laun á Íslandi hæst Föst mánaðarlaun hjúkrunarfræðinga að meðaltali árin 2015 og 2016 Þús. ísl. kr. miðað við gengi 11. desember 2015 2015 2016 Danmörk Noregur Svíþjóð Ísland Ísland* 800 700 600 500 400 300 200 100 0 Heimildir: Hagstofur Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar og fjármálaráðuneytið. OECD varðandi launabreytingar 2015 * Ísland með vaktaálagi og yfirvinnugreiðslum 58 4 59 4 56 4 58 0 46 4 4 83 47 7 52 0 7 03 78 8 Föst mánaðarlaun lækna og hjúkrunar- fræðinga að meðaltali árið 2015 Þús. ísl. kr. miðað við gengi 11. desember 2015 Læknar Hjúkrunarfræðingar Danmörk Noregur Svíþjóð Ísland Ísland* 1.400 1.200 1.000 800 600 400 200 0 Heimildir: Hagstofur Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar og fjármálaráðuneytið. OECD varðandi launabreytingar 2015 * Ísland með vaktaálagi og yfirvinnugreiðslum 1. 0 0 5 58 4 84 4 56 4 9 0 0 46 4 87 5 47 7 1. 40 2 70 3 Föst mánaðarlaun lækna að meðaltali árin 2015 og 2016 Þús. ísl. kr. miðað við gengi 11. desember 2015 2015 2016 Danmörk Noregur Svíþjóð Ísland Ísland* 1.400 1.200 1.000 800 600 400 200 0 Heimildir: Hagstofur Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar og fjármálaráðuneytið. OECD varðandi launabreytingar 2015 * Ísland með vaktaálagi og yfirvinnugreiðslum 1. 0 0 5 1. 0 23 84 4 86 8 90 0 93 7 87 5 89 7 1 .4 0 2 1. 43 7 Miðgengi danskrar, norskrar og sænskrar kr. 24 kr. 23 kr. 22 kr. 21 kr. 20 kr. 19 kr. 18 kr. 17 kr. 16 kr. 15 kr. 14 kr. Heimild: Seðlabanki Íslands |11.12. 2012 11.12. 2015| Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Hannes G. Sigurðsson Fjallað var um launaþróun hjá 21 BHM-félagi í Morgunblaðinu í fyrradag. Tímabilið var frá 1. janúar 2013 til 30. júní 2015. Þar var haft eftir heim- ildarmanni að gerðardómur hefði komið til framkvæmda hjá BHM- félögum frá og með 1. mars. Ónákvæmni gætti í þessari framsetningu. Gerðardómur úrskurðaði um laun 18 BHM-aðildarfélaga í sumar, en fjögur til viðbótar, þ.e. Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga, Félag há- skólakennara á Akureyri, Félag háskólakennara og Félag prófessora við ríkisháskóla, sömdu hins vegar sjálf í nóvember sl. Þeir samningar voru afturvirkir frá 1. mars líkt og hjá BHM-félögunum 18, en voru ekki teknir með í samanburðartöfluna sem birt var í Morgunblaðinu. Þetta skekkir samanburðinn innbyrðis. Að teknu tilliti til þessara hækkana hafa laun félagsmanna hjá 21 BHM-félagi sem fjallað var um hækkað meira á fyrri hluta þessa árs en ályktað var. Fram kom í úttekt blaðsins að heildarlaun hjá þessu 21 félagi hefðu hækkað um að meðaltali 8,5% á fyrri hluta árs- ins. Það var því vanmat. Samtals eiga 28 stéttarfélög nú aðild að BHM. Hækkun BHM-félaga vanmetin MEÐALHÆKKUN AÐILDARFÉLAGA Í ÁR ER UMFRAM 8,5% FA R V I.I S // 1 2 1 5 Fást í öllum bókaverslunum og á salka.is FYRIR KRAKKA Á ÖLLUM ALDRI Á lista yfir mest seldu matreiðslu- bækurnar Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning, hver og einn eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.