Morgunblaðið - 12.12.2015, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 12.12.2015, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Í ofsaveðri mánudagsins varð Vigfús Andrésson, bóndi í Berjanesi undir Eyjafjöllum, fyrir töluverðu tjóni á útihúsum sínum. Þegar Morgun- blaðið fór að skjalfesta tjón sveit- arinnar stakk ljósmyndari ferð- arinnar, Ragnar Axelsson, RAX, upp á því að skoða Berjanes. „Ég hef myndað þar áður,“ sagði hann. Í blaði þriðjudagsins birtist mynd af Vigfúsi í foknu fjárhúsi sínu. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Morg- unblaðið greinir frá tjóni Vigfúsar í ofsaveðri. Þannig birtist mynd RAX af honum á forsíðu blaðsins 20. jan- úar 1983. Þar gefur hann hrossunum úr hlöðugrunninum eftir að veggir og þak fuku. Tvær hlöður stór- skemmdust, fjárhús, íbúðarhúsið, þrír bílar, 35 tonn af heyi fuku og vatn olli miklum skemmdum á heyi. Þá fóru flestar rúður úr húsum og m.a. fennti inn í fjós þar sem 14 mjólkandi kýr voru. Vigfús var aftur til umfjöllunar 25. apríl 1992 þegar ofsaveður gerði á sumardaginn fyrsta. Þak fauk þá af fjósinu og skall þekjan til jarðar inn- an við metra frá þeim stað í íbúðar- húsinu þar sem húsfreyjan var með tvö ung börn. Hvorki menn né skepnur sakaði. Þá hrundi gafl úr hlöðnum steini á fjósinu, auk þess sem skemmdir urðu á þaki fjárhúss- ins. Hinn 12. janúar 1993 var Vigfús enn á forsíðu blaðsins eftir að ein dýpsta lægð sem sögur fara af fór yfir landið. Fjárhús Vigfúsar sprakk þá nánast í veðurofsanum. Á þriðju- dag birtist svo nýjasta myndin af Vigfúsi. Þrátt fyrir að það blási duglega í Berjanesi og ýmislegt hafi gengið á, eins og eldgos og eldsvoðar, hefur Vigfúsi aldrei dottið í hug að flytja. Tryggingafélög hafa hins vegar neit- að að tryggja mannvirki á staðnum fyrir foki. „Það er margt sárt í þessari sögu minni. Ég gæti skrifað heila bók og ekkert af því væri lygi. Það á ekkert eftir að gerast í Berjanesi nema að loftsteinn detti á túnið,“ segir hann og hlær. „Faðir minn var fyrsti maður á Ís- landi sem lét sér detta í hug að fok- tryggja hús því 50 metrum norðar og sunnar verður ekki svona mikið rok. Berjanes er í miðjum vind- streng í vissri norðvestanátt, svo það er eins og byssuskot ríði á húsin. Í gamla daga var allt tryggt hjá Brunabótamati Íslands. Síðan breiddist foktryggingin út og varð almenn, sem veitti ekkert af því það hafa orðið foktjón víða. Svo þegar brunabótamatið var lagt niður sögðu tryggingafélögin öllum tryggingum upp, til að færa tryggingarnar í ný félög með nýjum formerkjum. En mér var neitað um foktryggingu og ég hef ekki verið tryggður í mörg ár. Það hafa orðið mörg foktjón hjá mér síðan, upp á margar milljónir. Heilu fjárhúsin hafa farið og fjóshlöður og ýmislegt annað, sem þýðir að ég hef setið í súpunni,“ segir Vigfús sem hefur ekki heldur fengið bætur frá Bjarg- ráðasjóði. „Það er aumingjasjóður. Fyrst það er hægt að tryggja svona tjón þá bætir sjóðurinn það ekki. En ég get ekki tryggt! Ég hef setið eftir með sárt ennið og milljónatjón. Er nema von að maður sé sár.“ Hænurnar fuku Framundan eru enn einar við- gerðirnar hjá Vigfúsi og var hann í óðaönn að undirbúa þær þegar Morgunblaðið bar að garði. Hann ætlaði að bíða eftir mannskap sem gæti hjálpað sér því ekki færi hann einn upp á þak. Fyrir utan veðurofs- ann hefur Vigfús fengið eldgos nán- ast í bakgarðinn þegar Eyjafjalla- jökull gaus, flóð og tvo eldsvoða, síðast í fyrra þar sem Vigfús rétt slapp út. „Skepnur og menn hafa sem betur fer sloppið vel úr þessu öllu saman. Reyndar var ég einu sinni með ellefu hænur en hænsnakofinn fauk í einu veðrinu og hænurnar með. Þær hafa ekki sést síðan,“ segir Vigfús í miðjum aðgerðum eftir síðasta fok- tjón. 1983 Vigfús birtist á forsíðu Morgunblaðsins 20. jan-úar 1983 að gefa hrossunum út úr hlöðugrunn- inum, en veggir og þak fuku í ofviðrinu. Vindar blása um Berjanes 1993 Vigfús birtist á forsíðu Morgunblaðsins 12. jan-úar 1993 þar sem hann var að kanna rústir fjárhússins sem gereyðilagðist í ofsaveðri. Berjanes Berjanes Eyjafjallajökull Mýrdalsjökull Markarfljót Morgunblaðið/RAX Í Berjanesi Ýmislegt lauslegt fauk af túnum Vigfúsar í veðurhamnum sem fór yfir landið á mánudag. Það hefur gerst áður og mun væntanlega gerast aftur. 1992 Vigfús og Jonna birtust á forsíðu Morgunblaðsins1992 eftir að gafl hrundi úr hlöðnum steini á fjós- inu, auk þess sem skemmdir urðu á þaki fjárhúss. Hugljúfar gjafir á frábæru verði Kimmidoll á Íslandi | Ármúla 38 | Sími 588 5010 ARISA „Brave”
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.