Morgunblaðið - 12.12.2015, Page 26

Morgunblaðið - 12.12.2015, Page 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Desember getur verið óviðrasamur eins og landsmenn fengu að kynnast í byrjun vikunnar. En til allrar ham- ingju varð engum meint af, ef frá er talið eignatjón. Mannskaðaveður hafa verið tíð í Ís- landssögunni. Núna á mánudaginn, 14. desember, verða liðin 80 ár frá því að ofsaveður skall nær fyrirvaralaust á landinu vestan- og norðanverðu. Stóð veðurhamurinn yfir frá hádegi á laugardegi fram eftir sunnudeginum 15. desember. Alls fórust 26 manns, þar af 22 sjómenn á níu bátum og skipum, og gríðarlegt eignatjón varð. Íbúðarhús og sveitabæir brunnu, fólk varð úti í veðurhamnum, fé fennti í kaf eða drukknaði við sjávarstrendur og vötn, og rafmagns- og síma- sambandslaust varð á stórum hluta landsins. Önnur lægð kom að óvörum Dagana á undan hafði verið hæg- viðri um allt land, reyndar óvenju- mikið miðað við árstíma og oft hafði gefist færi til að róa. Á föstudegi komu skeyti frá Veðurstofunni um að breyting væri í vændum. Kom þá grunn lægð upp að Suðvesturlandi og var á austurleið. Að kvöldi föstudags þótti ljóst að vindur myndi snúast til norðanáttar. En þar sem lægðin þótti heldur grunn bjuggust veðurfræð- ingar ekki við neinu ofsaveðri. Á laugardeginum varð hins vegar bálhvasst með norðvestanátt og snjó- komu. Önnur lægð hafði þá borist hratt suður yfir vestanvert landið, án þess að hennar yrði vart fyrr en hún var skollin á, líkt og fram kom í frá- sögn Morgunblaðsins þriðjudaginn 17. desember. Í Reykjavík mældist veðurhæðin mest 11 vindstig, sem er á við 30 metra vindhraða á sekúndu. Veðurspár og viðvörunarkerfi al- mannavarna voru ekki jafn fullkomin fyrir 80 árum og í dag. Snemma að morgni laugardagsins 14. desember fóru margir bátar á sjó og mátti litlu muna að ekki færi enn verr. „Það er bezta veður“ Einhverjir höfðu þó varann á sér. Meðal þeirra var Helgi Sigurðsson á Sauðárkróki, kallaður Helgi í Saln- um. Hann hafði verið að hlusta á veð- urskeytin í útvarpinu að kvöldi föstu- dags og drifið sig í beitningarskúr bróður síns, Sigga, sem var formaður á bátnum Blíðfara og mættur með sína menn til að gera klárt fyrir næsta róður. Voru samskipti þeirra bræðra jafnan hreinskiptin og engin tæpitunga töluð. Í bók Kristmundar Bjarnasonar, Sögu Sauðárkróks, er þessu lýst samkvæmt frásögn eins bátsverja á Blíðfara: „Það var gott veður, og allir voru mættir og höfðu búið um sig hver á sínum stað, tilbúnir að hefja beit- inguna. Formaðurinn var að brjóta sundur frosna síld og í þann veginn að hefja skurð á beitunni, en það var verk formannsins á þessum árum. Snarast þá ekki inn úr dyrunum Helgi bróðir hans heldur gustmikill og bregður fyrir sig sjómannaorð- bragði: „Skammastu með síldina strax í frystihúsið aftur, helvítis bölv- aður asninn þinn!“ – „Hvað er þetta maður, það er bezta veður – blíða!“ svarar Siggi. En svo var Helgi vond- ur, að það lá við, að hann legði hendur á hann og aftraði, að hann skæri nokkra síld.“ Risaháir garðar í norðri Blíðfari fór því ekki á sjó en það gerðu hins vegar sjö aðrir bátar af Króknum, af stærðinni 2-4 tonn, með alls 14 menn um borð. Dagana á und- an hafði vel veiðst á helstu miðum Skagfirðinga og skýrir það að hluta sjósóknina. Bátarnir héldu í róðra frá klukkan eitt eftir miðnætti til klukkan fjögur aðfaranótt laugardagsins. „Lognið var mikið,“ segir í bók Kristmundar, „svikalogn.“ Um hádegisbil skall veðrið skyndi- lega á. Meðal þeirra báta sem komust í land í Skagafirði var Baldur og for- maður þar var Sveinn Sölvason, faðir Sölva Sveinssonar, fv. skólameistara. Í bók Kristmundar er m.a. haft eftir Sveini, þegar hann lýsir veður- hamnum sem blasti við bátsverjum: „Við héldum svo af stað í land og ætluðum venjulega leið grunnt inn með Reykjaströnd, en er við komum rétt inn fyrir Ingveldarstaðarhólma, byrgir hann glennuna fyrir Skagann, og þar sjáum við sjóina koma eins og risaháa garða norðan fjörðinn og stórhríð um leið með norðan hvass- viðri. Ég hef aldrei fyrr né síðar vitað norðanveður koma svo snöggt. Það voru ekki tíu mínútur frá því er sjór var ládauður, þar til kominn var stór- sjór, hvassviðri og hríð.“ Tveir bátanna fórust; Aldan, með fjóra menn um borð, og Njörður, með þrjá menn. Aldan fannst brotin í fjör- unum skammt við Kolkuós á mánu- deginum, er veðrið hafði gengið nið- ur, og lík fjögurra bátsverja. Áhöfnin af Nirði fannst aldrei en brak úr bátn- um rak á Borgarsand. Um borð í Nirði var nýkrýndur skákmeistari „Þar sjáum við sjóina koma“  14. desember verða 80 ár liðin frá mannskaðaveðri á vestanverðu landinu  Veðrið skall á fyrir- varalaust með norðanbáli og snjókomu  Alls fórust 26 manns, þar af 22 sjómenn á níu bátum Mannskaðaveðrið 14.-15. desember 1935 Grunnkort/Loftmyndir ehf. Fjárskaðar og skemmdir á mann- virkjum á vestanverðu landinu, símasambands- og rafmagnslaust víða. Austurland slapp að mestu við veðurofsann. Nokkurra báta var leitað sem síðar komu fram og áhafnir heilar á húfi. Bátar losnuðu frá bryggju og sukku í höfnum, án manntjóns. Maður féll út af togara við Aðalvík Tveir fórust á báti við Elliðaey Þrír fórust á báti við Fellsströnd Húsbruni á Ingjaldssandi Tveir fórust á báti við Barðaströnd Maður hné niður í Hrútafirði Tveir menn urðu úti í Skagafirði Sjö fórust af tveimur bátum á Skagafirði Húsbruni í Fljótum Húsbruni á Siglufirði Feðgar fórust á báti við Látraströnd Maður varð úti við Svalbarðseyri Fjórir fórust á báti frá Akranesi Húsbruni í Garði Maður drukknaði þegar bát hvolfdi í Vestmanneyjahöfn Harmafregnir Úr Morgunblaðinu 17. desember 1935, er skaðinn var ljós.  SJÁ SÍÐU 28
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.