Morgunblaðið - 12.12.2015, Side 32

Morgunblaðið - 12.12.2015, Side 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 Jólalest Coca-Cola heldur í dag í sína árlegu ferð um höfuðborgar- svæðið. Jólalestin, sem saman- stendur af jólaskreyttum Coca-Cola trukkum Vífilfells, heldur af stað frá Stuðlahálsi kl. 16 og mun keyra um helstu hverfi höfuðborgarsvæð- isins. Lestin leggur svo leið sína niður Laugaveginn um kl. 17. Þetta er í tuttugasta sinn sem jólalestin ferðast um borgina og hefur sú hefð skapast hjá mörgum fjölskyldum að fylgjast með henni út um glugga heimila eða standa og fylgjast með henni keyra niður Laugaveginn. Talið er að á bilinu 10-15.000 manns fylgist með lest- inni árlega, segir í tilkynningu. Í jólalestinni er að finna fimm stóra flutningabíla sem skreyttir eru með mörg hundruð metrum af ljósaseríum. Jólasveinninn situr í fremsta bíl jólalestarinnar. Jólalestin ekur um borgina í 20. sinn Lengdur jólaafgreiðslutími verslana í miðborginni hófst á fimmtudaginn og er nú opið til kl. 22 á kvöld- in. Samhliða þessu býður „Miðborgin okkar“ upp á ókeypis skutl fram og til baka um Hverfisgötu frá Lækjartorgi að Snorrabraut frá kl. 17-22 með TUK TUK-vögnum en þeir hófu starfsemi í miðborginni á liðnu sumri. „Víst er að mörgum leikur forvitni á hvernig TUK TUK-vagnarnir munu reynast á þessum árs- tíma, en þeir vöktu strax mikla athygli yfir sum- artímann og eru í senn þægilegir, fljótvirkir og framandi,“ segir í tilkynn- ingu. Þá er vakin athygli á því í tilkynningunni að öll bíðastæðahús í miðborg- inni séu opin og þaðan sé stutt að ganga í verslanir á Laugavegi og Hverf- isgötu. Skautasvellið á Ingólfstorgi verður opið frá kl. 12 til kl. 22 alla daga til jóla og reyndar til kl. 23 á Þorláksmessu líkt og verslanir miðborgarinnar. Krás matarmarkaður verður á Fógetatorgi helgina fyrir jól og jólamark- aður í framhaldinu dagana 20., 21., 22. og 23. desember. Lengdur afgreiðslutími verslana í miðbænum Menningarhúsin í Kópavogi iða af lífi á aðventunni og eru ókeypis jólalistasmiðjur og tónleikar í Bókasafni Kópavogs og Gerðar- safni, listasafni Kópavogs. Hin árlega jólalistasmiðja fer fram í Bókasafni Kópavogs laugar- daginn 12. desember, frá kl. 13 til 16:30 í Kórnum á fyrstu hæð safns- ins og á hverjum miðvikudegi spila nemendur Tónlistarskóla Kópa- vogs jólalög á annarri hæð bóka- safnsins kl. 16:30. Alla aðventuna er jólakorta- smiðja í Gerðarsafni á fyrstu hæð listasafnsins þar sem gestir og gangandi geta búið til sín eigin jóla- kort. Uppbókað er í námskeið Gerðarsafns í teikningu og bóka- gerð laugardaginn 12. desember. Í Gerðarsafni hefur verið opn- aður veitingastaðurinn Garðskál- inn en þar er opið frá kl. 11 til 17 alla daga nema mánudaga. Þá er safnið lokað. Í Náttúrufræðistofu Kópavogs sem er í sama húsnæði og bókasafn- ið hafa dýrin klæðst í sitt fínasta púss og í Salnum eru fjölmargir jólatónleikar á aðventunni en nán- ari upplýsingar eru á vef Salarins, salurinn.is. Fjölmenni Aðventuhátíð Kópavogs. Jólasmiðjur og tónleikar í Kópavogi ÚR BÆJARLÍFINU Björn Björnsson Sauðárkrókur Það er kominn heilmikill jólasvip- ur á Sauðárkrók, og Skagfirðingar eru flestir komnir í jólagírinn. Þeir láta það yfir sig ganga, eins og aðrir landsmenn að lægðirnar komi í röð upp að landinu og ausi úr sér hríð- arhraglanda eða húðarrigningu til skiptis með roki og öðrum óskemmtilegheitum, og nudda þetta áfram í gegnum aðventuna í róleg- heitunum.    Um síðustu helgi hélt hinn landskunni tónlistarmaður Geir- mundur Valtýsson útgáfutónleika í Menningarhúsinu Miðgarði og kynnti þar meðal annars nýjan geisladisk sem ber heitið Skagfirð- ingar syngja. Og auðvitað var fullt hús á tveimur sýningum, þar sem stórsöngkonan Diddú var gesta- söngvari. Menn skemmtu sér kon- unglega, enda hefur Geirmundur lengi haft lag á því að fá gesti sína til þess að gleðjast og njóta stund- arinnar þegar hún gefst.    Geirmundur var þar með rétt á eftir óveðrinu sem gekk yfir á laug- ardaginn og aðeins á undan mánu- dagshvellinum, þar sem blátt bann var lagt við að nokkur íbúi á suð- vesturhorninu færi úr húsi eftir kl. 5 þann dag.    Þá hefur Erla Gígja Þorvalds- dóttir, listakona sem ekki hefur bor- ið mikið á, gefið út disk með lögum sem hún hefur samið. Hefur hún fengið til liðs við flutning laganna, sumt af kunnasta tónlistarfólki landsins, og eru báðir þessir diskar hinir eigulegustu gripir og munu vísast rata í marga jólapakka um há- tíðarnar.    Á fyrstu helgi í aðventu, voru hér ljós kveikt á veglegu jólatré, sem stendur á Kirkjutorgi, en tré þetta er árleg gjöf frá vinabæ Sauð- árkróks í Noregi, Kongsberg. Var fjölmenni á torginu, barnakórar sungu og ýmislegt fleira sér til gam- ans gert. Einhverra hluta vegna hef- ur það farið framhjá bæjaryf- irvöldum í Kongsberg og á Sauðárkróki að flutningur á svona stóru tré geti haft afgerandi áhrif á hlýnun loftslags, jafnvel valdið straumhvörfum, og segir sveit- arstjórinn á Sauðárkróki að ekki séu uppi nein áform um að rjúfa þessa hefð. Safnahúsið á Sauðárkróki var opnað nýverið eftir að hafa verið lok- að vegna viðhalds og endurbóta í tæpt ár. Að sögn Ingvars Páls, verk- efnisstjóra Veitu og framkvæmda- sviðs, var stefnt að endurbótum á þrem þáttum notagildis hússins, en það var: Að bæta aðgengi þannig að fatlaðir jafnt sem ófatlaðir ættu greiðan aðgang að húsinu öllu, að skipta húsinu í brunahólf, og að bæta snyrti og salernisaðstöðu.    Sagði Ingvar Páll að ný lyfta gjörbreytti öllu aðgengi. Einnig hefði verið unnið í skipulagi umferð- arýmis og innanhúss, sem meðal annars felst í því að aðgengi að bók- arekkum er mun rýmra og allar hillueiningar eru. á hjólum, þannig að með lítilli fyrirhöfn er unnt að opna lítinn samkomusal í safninu sjálfu fyrir ýmsar uppákomur svo sem bókakynningar og fleira.    Þá er í nýju glerhýsi yfir inn- gangi komið fyrir setustofu þar sem gestir geta sest niður, fengið sér kaffisopa og lesið blöð og tímarit sem þar liggja frammi. Þá var skipt um loft og gólfefni og allar raflagnir endurnýjaðar. Það var verk- fræðistofan Stoð sem hannaði breyt- ingarnar, en fyrirtækið K tak ann- aðist framkvæmdir og luku allir starfsmenn safnsins einróma lofi á öll samskipti og framkvæmdina sem var eins og best varð á kosið.    Í framhaldi af þessu sagði Gunnar Björn Rögnvaldsson fram- kvæmdastjóri veitnanna að í haust hefði kaldavatnsbúskapur Sauð- árkróks alveg verið í járnum, enda mörg og mjög vatnsfrek matvæla- fyrirtæki á Eyrinni, sem þarfnast nægs og góðs vatns og í haust í slát- urtíðinni hefði enginn afgangur ver- ið. Þess vegna sagði hann að eftir áramótin yrði þegar farið að huga að byggingu nýs forðatanks á Norður- Nöfum til að mæta þessari þörf.    Fjármálastjóri sveitarfé- lagsins Margeir Friðriksson sagði að um þessar mundir væri unnið að gerð endanlegrar fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Bæri þar hæst gerð nýs garðs austan smábátahafnar til að minnka ókyrrð sem hefur valdið smábátaeigendum nokkrum vand- ræðum, en með gerð nýrrar smá- bátahafnar hefur slíkum bátum fjölgað verulega.    Þá verða settar 150 milljónir í hönnun og lagfæringar á sundlaug- inni sem sannanlega er barn síns tíma. Er löngu orðið tímabært að gera á henni verulegar úrbætur og að færa í horf til að mæta þeim kröf- um sem notendur slíkra staða gera, bæði með betra aðgengi, endurnýj- un á búningsaðstöðu, og því sem síð- ar mun koma, vaðlaug, fleiri heitum pottum og rennibraut.    Á fyrsta fundi almannavarna- nefndar á þriðjudagsmorgni, þegar vel var orðið bjart og unnt hafði ver- ið að glöggva sig á skemmdum og tjóni af völdum veðursins um nótt- ina, kom fram hjá Vernharði Guðna- syni formanni nefndarinnar að engin stórtjón hefðu orðið. Allur undirbún- ingur hefði skilað sér vel og íbúar svæðisins hefðu farið mjög að öllum leiðbeiningum og fyrirmælum.    Frá stjórnstöð Skagfirð- ingasveitar var farið í um tuttugu út- köll, en í einhver útköll var ekki farið vegna veðurhæðar, þegar fyrir lá að fólk var ekki í hættu, en stöðin var opin til kl 5 á þriðjudagsmorgni.    Á meðan á fundi almannavarn- arnefndar stóð, og umræða var um það að enn væri veðrið ekki gengið niður og ekki búið að opna leiðina um Blönduhlíð, þar sem Byggðalína lá yfir þjóðveg 1, heyrðist í talstöð að óskað væri eftir aðstoð, „þar sem plötur eru farnar að yfirgefa þakið í fullri óþökk eigenda“.    Svo sem sjá má er mannlíf á Sauðárkróki og í Skagafirði til- tölulega gott og um margt alveg ágætt. Íbúarnir eru fyllilega búnir að ná sér á strik þrátt fyrir ýmis áföll, og sum sem báru upp á sama daginn, svo sem að tapa naumlega í Útsvari, missa af sigri í Voice Ísland og síðast en ekki síst að tapa fyrir KR-ingum í körfunni, og svo auðvit- að endalausa rysjutíð.    En menn láta þetta ekki á sig fá og segja: Það gengur bara betur næst, og með þeim orðum eru send- ar bestu jólakveðjur til landsmanna norðan úr Skagafirði. „Plötur farnar að yfirgefa þakið í fullri óþökk eigenda“ Morgunblaðið/Björn Björnsson Aðventan Jólasvipur er kominn á Sauðárkrók og margt um að vera. Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími 551-3033 Flott ir í fötum Frábært úrval af Quilt jökkum og öðrum yfirhöfnum Verð 29.800 – 42.900 kr. Austurveri, Háaleitisbraut 68 • sími 568 4240 Hágæða leðurskór frá Stærðir 34-47 ERIS Verð: 19.999 MARS m/stáltá Verð: 21.999 SATURN Verð: 15.999 Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 12 dagar til jóla
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.