Morgunblaðið - 12.12.2015, Side 46

Morgunblaðið - 12.12.2015, Side 46
46 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 Á VETTVANGI Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Við innkeyrsluna að íþróttahúsi í Or- ange-sýslu í Flórída stendur vopn- aður vörður sem ábúðarfullur til- kynnir þeim sem þangað vilja komast að þeir megi ekki hafa meðferðis stórar töskur eða glerflöskur. Tals- verð röð er fyrir framan húsið og hún lengist sífellt. Það er von á Hillary Rodham Clinton á kosningafund sem haldinn er af stuðningsfólki hennar í sýslunni. „Fer hann mér ekki vel?“ spyr roskinn, stuttbuxnaklæddur karl konu á svipuðum aldri eftir að hann hefur klætt sig í aðsniðinn stutt- ermabol með áletruninni Hillary sem hann keypti af sölumanni sem geng- ur meðfram röðinni. „Þú ert fínn, Hefðir samt kannski átt að taka extra-large,“ svarar konan. Þetta var fyrir rúmri viku, nánar tiltekið þann 2. desember. Clinton var á ferð í Flórída og hitti þar m.a. fjársterka stuðningsmenn og kom fram á nokkrum samkomum. Þetta var í þriðja skiptið sem hún hélt fundi í ríkinu sem frambjóðandi til forseta- framboðs Demókrataflokksins Eftir tvo og hálfan tíma verður byrjað að hleypa inn. Röðin lengist, það er steikjandi hiti og tveir menn koma með vagn með vatnsbrúsa og pappaglösum. „Endilega fáið ykkur að drekka, það verður ekki hægt að fá neitt þarna inni,“ segir annar þeirra. Dúkkulísa og klappstýrur Kona kemur með skráningarblöð, þau þarf að fylla út og skila við inn- ganginn til að komast inn á fundinn. „Mikið er heitt,“ dæsir hún og brosir vingjarnlega. „Vonandi verður frú Clinton ekki of hlýlega klædd,“ bætir hún áhyggjufull við. Af og til stekkur fólk úr röðinni til að fara á sölubás sem selur Hillary-merki, Hillary-boli og Hillary-fána. Maður stillir upp stóru pappaspjaldi með mynd af Clinton í fullri stærð og um leið myndast örtröð í kringum það; marg- ir vilja láta taka mynd af sér með Hillary-dúkkulísunni. Enn lengist röðin og nú kemur hópur ungs fólks aðvífandi. Þau eru í miklu stuði, dansa meðfram röðinni eins og klappstýrur og hefja upp raust sína: „I say: Madam – You say: President! Ég segi; frú – þið segið: forseti.“ Og viðstaddir taka við sér, Hillary-klappstýrurnar kalla Madam og fólkið í röðinni kallar President. Madam President! Madam Presi- dent! Fólk byrjar að dilla sér og klappa í takt. Miðaldra kona tekur nokkur breikspor. Þetta er býsna skemmtilegt; skyldi hafa verið svipuð stemning í kosn- ingabaráttunni fyrir forsetakosning- arnar á Íslandi 1980 þegar Vigdís var kosin? Hollustueiður og þjóðsöngur Loks er byrjað að hleypa inn. Lausamuni á að leggja á borð þar sem hópur sjálfboðaliða og örygg- isvarða fer yfir þá. Töskur eru opn- aðar og síðan rennt í gegnum gegn- um lýsingarvél. Eins og á flugvelli. Allir þurfa að ganga í gegnum málm- leitarhlið og síma þarf að opna og leggja á borð þar sem gengið er úr skugga um að ekki leynist í þeim sprengibúnaður eða þvíumlíkt. Svo tekur aftur við eins og hálfs tíma bið. Sem betur fer er þráðlaust net í húsinu og hægt að láta alheim- inn vita í gegnum Facebook og Twitt- er að maður sé nú á kosningafundi með Hillary. Fundurinn á að byrja klukkan eitt og þegar ekkert bólar á Hillary né nokkrum öðrum korteri síðar fer mannskapurinn að ókyrrast. Loks kemur kona upp á svið, leggur hægri hönd á hjarta og sver Bandaríkj- unum hollustueið og salurinn tekur undir. Ung kona stígur á stokk og syngur þjóðsönginn og viðstaddir láta ekki sitt eftir liggja. Alveg er það magnað hversu hátt hlutfall Banda- ríkjamanna virðist kunna þjóðsöng- inn sinn. Síðan tekur til máls ýmist framáfólk í Demókrataflokknum í Flórída, meðal þeirra er Linda Chap- in, fyrrverandi borgarstjóri í Orange- sýslu. „Ég braut glerþak þegar ég var kosin,“ segir Chapin. „En frú Clinton er í þann mund að brjóta þykkasta glerþak í heimi – þakið yfir Hvíta húsinu.“ Áhersla á innflytjendur Næst stígur ungur maður á svið og lýsir yfir þakklæti sínu og ánægju yf- ir því að hlotnast sá heiður að kynna Hillary Clinton – næsta forseta Bandaríkjanna og salurinn æpir af fögnuði. Hún gengur rösklega á svið, klædd í flöskugræna buxnadragt, tekur sér stöðu við púltið, býður góð- an dag og lýsir yfir ánægju sinni með að vera á staðnum. Í um hálftíma ræðu sinni kemur Clinton víða við og áhersla á ýmis fé- lags- og velferðarmál er talsverð. Hún segist m.a. vilja bæta aðgengi að háskólamenntun með því að beita sér fyrir lækkun skólagjalda og hún ver drjúgum tíma í að ræða málefni inn- flytjenda, einkum fólks frá Púertó Ríkó, enda býr meira en ein milljón Púertó Ríkana í Flórídaríki og því mikilvægt að hljóta brautargengi meðal þeirra. Hertar reglur um eign og meðferð skotvopna voru henni líka hugleikin, enda höfðu fyrr um daginn borist fregnir af mann- skæðum skotárásum í San Bernand- ino í Kaliforníu, Hún kynnti hugmyndir sínar um 275 milljarða bandaríkjadollara sjóð sem er ætlað að byggja upp sam- göngur og samgöngumannvirki eins og t.d. vegi, brýr og flugvelli víða í Bandaríkjunum, m.a. í Flórída og á að fjármagna hann með skattabreyt- ingum á fyrirtæki. Að trompa Trump Þá var nokkru púðri varið í þá sem keppa um forsetaútnefninguna í Repúblikanaflokknum. „Þeir virðast hafa mestan áhuga á því hver getur komið með dónalegustu og mest móðgandi athugasemdirnar,“ sagði Clinton. „Þið hafið heyrt hvað þeir segja: þeir hafa móðgað spænsku- mælandi Bandaríkjamenn, konur, múslíma… þeir eru á góðri leið með að trompa [Donald] Trump.“ „Þetta verður ekki þriðja kjör- tímabil mannsins míns [sem er Bill Clinton fyrrverandi forseti Banda- ríkjanna]. Ég mun heldur ekki sitja í skugga Obama. Þetta verður fyrsta kjörtímabilið mitt,“ sagði Hillary Clinton, sem gæti orðið fyrsti kven- kyns forseti Bandaríkjanna, og lauk þannig máli sínu undir dynjandi lófa- klappi, stappi og fagnaðarópum. Ég segi: Frú! Þið segið: Forseti!  Á kosningafundi með Hillary Clinton í Flórída  Brýtur hún þykkasta glerþakið?  „Þetta verður ekki þriðja kjörtímabil mannsins míns heldur fyrsta kjörtímabilið mitt!“  Áhersla á velferðarmál AFP Verður hún forseti? Hillary Clinton gæti orðið fyrsti kvenkynsforsetaframbjóðandinn í Bandaríkjunum fyrir ann- an hvorn stóru flokkana tvo, demókrata og repúblikana. Áður hafa tvær konur verið í framboði til varaforsetaem- bættis, Geraldine Ferraro árið 1984 fyrir Demókrataflokkinn og Sarah Palin 2008 fyrir Repúblikanaflokkinn. Ljósmynd/Anna Lilja Þórisdóttir Fundur Hillary Clinton í ræðustól á kosningafundi í Orange-sýslu í Flórída 2. desember síðastliðinn. Á spjöldum stuðningsmanna hennar má m.a. lesa Fighting for us – eða „Barist fyrir okkur“ á ýmsum tungumálum. Stemning Hópur ungs fólks dans- aði og söng hvatningarorð í röðinni. Fleiri hafa hug á að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins en Hillary Clinton. Nú berjast þrjú um tilnefninguna; auk hennar eru það öldungadeild- arþingmaðurinn Bernie Sanders frá Vermontríki og Martin O’Malley sem er fyrr- verandi ríkisstjóri í Maryland. Ólíklegt er talið að fleiri bætist í hópinn áður en kemur að fyrstu forkosningunum sem verða 1. febrúar. Nýjustu kannanir sýna að Clinton er með töluvert forskot á keppinauta sína, t.d. nýtur hún stuðnings 52% demókrata á landsvísu samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var um miðja vikuna af sjónvarpsstöðinni CBS, Sanders er með 32% stuðning og 2% styðja O’Malley. Í gær var Clinton með 55,4% fylgi meðal demó- krata og Sanders 30,8% samkvæmt vefsíðunni Real Clear Politics. Þegar fylgi frambjóðendanna þriggja er kannað í einstökum ríkjum Bandaríkjanna og spurt: Hvern myndirðu kjósa í forkosningum? er Clinton oftast með vinninginn. Clinton er með langmest fylgi ÞRJÚ VILJA VERÐA FRAMBJÓÐANDI DEMÓKRATAFLOKKSINS Bernie Sanders Martin O’Malley
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.