Morgunblaðið - 12.12.2015, Side 52

Morgunblaðið - 12.12.2015, Side 52
52 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 Slagsmál hófust á Úkraínuþingi í gær eftir að einn þingmanna, Oleg Barna, gerði sér lítið fyrir og lyfti Ar- sení Jatsenjúk, forsætisráðherra landsins. Barna hefur verið fremstur í flokki þeirra sem vilja að Jatsenjúk segi af sér. Rétti Barna honum fyrst rósa- vönd áður en hann greip til sinna ráða. AFP Ráðherrann tekinn „klofbragði“ Tyrknesk yfirvöld gáfu í gær út 65 handtökuskipanir í tengslum við rannsókn yfirvalda á umsvifum Fet- hullahs Gulens, prédikara sem býr í Bandaríkjunum. Einungis tókst að hafa hendur í hári fimm einstakl- inga, en talið er að allt að 43 hinna grunuðu hafi þegar flúið land. Gulen, sem fór í útlegð árið 1999, var eitt sinn einn af helstu stuðn- ingsmönnum Receps Tayyips Erd- ogans, forseta Tyrklands, en í des- ember 2013 kastaðist í kekki á milli þeirra. Kenndi tyrkneska ríkisstjórnin Gulen um að ásakanir um spillingu innan stjórnarflokksins AKP kom- ust í hámæli. Erdogan og stuðnings- menn hans hafa á móti ásakað Gulen um að vilja steypa réttkjörnum stjórnvöldum í Tyrklandi af stóli og koma á fót annarri ríkisstjórn. Segja þeir stuðningsmenn Gulens styðja við bakið á hryðjuverkum. Handtöku- hrina í Tyrklandi  Beinist að and- stæðingum Erdogans Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Ákveðið var í gær að framlengja viðræður um nýjan sáttmála í loftslagsmálum um einn sólar- hring og er stefnt að því að ná samkomulagi í dag. „Það var fundað í [fyrri]nótt, og þar greindi Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakka, forseti COP21, frá því að það kæmi nýr texti á laugardagsmorgun og að það yrði reynt að ná samkomulagi á laugardag,“ segir Hugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands. Sagði Fabius jafnframt á þeim fundi að hann myndi nýta gærdaginn í samráð milli ríkja og ríkjahópa. Lágu því formlegar viðræður að mestu niðri eftir samningalotuna um nóttina. Hugi segir að fólk sé bjartsýnt á að það muni semjast, en að nú sé tekist á um helstu atriðin sem út af standi. „Enginn þorir að spá hvort það gangi eftir á laugardaginn, eða hvort það drag- ist fram á sunnudaginn.“ Í fréttatilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu kom fram að Ísland hefði skipað sér í sveit þjóða sem vildu að loftslagssamkomulagið í París yrði metnaðar- fullt, frekar en einföld umgjörð utan um inn- send markmið ríkja. Laurent Fabius sagði við AFP-fréttastofuna að nú færi að líða að leiðarlokum samningaferl- isins og að hann væri bjartsýnn á framvinduna. Það væri „mjög stutt“ í sögulegan árangur, en að til þess þyrftu allir að sætta sig við málamiðl- anir. Með nýjum sáttmála myndu ríki heims skuld- binda sig til þess að draga úr útblæstri svo- nefndra gróðurhúsalofttegunda, sem leiða til hlýnunar á yfirborði jarðar, eftir árið 2020 þeg- ar núverandi sáttmáli rennur sitt skeið. Nýr samningur kynntur í dag  Bjartsýni á að samið verði um loftslagsmál  Gæti dregist fram til sunnudags AFP Ísbjarnarblús Mótmælendur hafa verið algeng sjón í París á loftslagsráðstefnunni. Franska þjóðþingið samþykkti í gær að lækka skatt á tíðatöppum og dömubindum, en hávær mótmæli höfðu verið gegn skattlagningunni. Álagningin var lækkuð niður í 5,5% en hafði áður verið í 20%. Sagði ríkisstjórn Frakklands að kostnaðar- aukningunni yrði mætt annars staðar í fjárlögum rík- isins, en áður hafði ríkisstjórnin sagt kostnaðinn vera um 55 milljónir evra. Áður höfðu þjóðir eins og Bretar, Írar, Spánverjar og Hollendingar lækkað gjöld á þess- um vörum. Franski femínistinn Georgette Sand fagnaði ákvörðuninni og hvatti verslanir til þess að tryggja það að skattalækkunin kæmist til neytenda. „Tíðagjaldið“ fellt niður Tíðir Ákvörð- uninni fagnað. Íþróttagerðardómurinn í Sviss komst í gær að þeirri niðurstöðu að staðfesta 90 daga bann alþjóðaknatt- spyrnusambandsins FIFA á Michel Platini, formann evrópska knatt- spyrnusambandsins UEFA, við öll- um afskiptum af knattspyrnu. Úrskurðurinn er talinn áfall fyrir Platini og vonir hans um að verða næsti forseti FIFA, en hann hafði verið talinn líklegur eftirmaður Sepps Blatter, núverandi forseta, sem ákvað að stíga til hliðar í skugga spillingarmála innan sambandsins. Í september breyttist staðan hins vegar þegar upp komu ásakanir um að Platini hefði sjálfur þegið ólögleg- ar greiðslur frá Blatter. Lögmenn Platinis héldu því fram í málflutningi sínum að knatt- spyrnukempan fyrrverandi, sem fyrr á árum lék með ítalska stórlið- inu Juventus, hefði ekki brotið nein lög og að bannið hefði stórskaðað hagsmuni Platinis. Gerðardómstóllinn taldi hins veg- ar ekki að bannið hefði skaðað hags- muni hans að óþörfu. Beindi hann þó þeim tilmælum til FIFA að sam- bandið hraðaði rannsókn sinni á málum Platinis. AFP Áfrýjuninni hafnað Platini á leið til dómstólsins fyrr í vikunni. Áfrýjun Platinis hafnað Fyrsta sending af 2016 komin í hús Kletthálsi 15 | S: 577-1717 | stormur.is | stormur@stormur.isVerið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16 | Opið mán - fös 8:30 - 17:00 | S: 580 3900 Það á að gefa börnum brauð… FALLEG HÖNNUN Í ELDHÚSIÐ ÞITT
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.