Morgunblaðið - 12.12.2015, Síða 56
56 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015
!"#
"
$!
#%#
%"#
"!
$"
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
$$#
#
$
#
%"%%
"#$
%
!
##$
$!
$$
#
%"!
"!%
!!
#%
$%#
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Landsbankinn
og Norræni fjár-
festingarbankinn
(NIB) hafa undir-
ritað lánasamning
til fimm ára að fjár-
hæð 30 milljónir
evra, eða jafnvirði
um 4,2 milljarða
króna. Samkvæmt
samningnum mun
Landsbankinn end-
urlána lánsfjárhæðina til verkefna sem
efla samkeppnisstöðu lítilla og meðal-
stórra fyrirtækja og til að fjármagna
umhverfisvæn verkefni hér á landi.
Þetta er fyrsta óveðtryggða lánið
sem NIB veitir íslenskum banka frá því
að fjármagnshöft voru sett á árið 2008,
að því er fram kemur í tilkynningu um
lánasamninginn. „Við álítum að í stjórn
efnahagsmála í landinu hafi verið stigin
nauðsynleg skref til að tryggja að
bankakerfið standist álagið þegar höft-
unum verður aflétt,“ er haft eftir Henrik
Normann, forstjóra NIB, í tilkynning-
unni. Steinþór Pálsson, bankastjóri
Landsbankans, segir að lánskjörin séu
bankanum hagfelld og styðji við mark-
mið hans um að lækka fjármögnunar-
kostnað og auka fjölbreytni lánveitinga í
erlendri mynt.
NIB lánar Landsbank-
anum 4,2 milljarða
Steinþór
Pálsson
STUTTAR FRÉTTIR ...
VIÐTAL
Margrét Kr. Sigurðardóttir
margret@mbl.is
Tengslanet kvenna veitir konum
aukna möguleika og þær fá fleiri
tækifæri. Upplifun af tengslaneti
kvenna er mjög jákvæð þar sem það
eflir konur á margan hátt og gefur
þeim aukinn sýnileika og meiri hæfni
til að takast á við ólík viðfangsefni.
Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri
rannsókn sem
Thelma Sigurð-
ardóttir, meist-
aranemi í mann-
auðsstjórnun við
Viðskiptafræði-
deild Háskóla Ís-
lands, gerði á ís-
lensku tengslaneti
sem nefnist Leið-
togaAuður.
LeiðtogaAuður
var sett á lagg-
irnar árið 2000 í tengslum við verk-
efnið Auður í krafti kvenna sem stóð
yfir á árunum 2000-2003. Thelma seg-
ir LeiðtogaAuði vera áhugavert við-
fangsefni þar sem liðin eru 15 ár frá
stofnun tengslanetsins og viðmæl-
endurnir í rannsókninni hafi því get-
að talað af mikilli reynslu. Í Leiðtoga-
Auði, sem nú er deild innan Félags
kvenna í atvinnulífinu (FKA), eru um
100 konur sem hafa yfirgripsmikla
stjórnunarreynslu úr atvinnulífinu,
bæði úr einkageiranum og hinum op-
inbera geira.
Thelma segir að áður hafi konur í
áhrifastöðum ekki átt neinn sameig-
inlegan vettvang en til langs tíma hafi
tíðkast að karlar stunduðu frekar að
efla sín tengslanet. „Viðmælendur
rannsóknarinnar voru því fullvissir
um að LeiðtogaAuður hafi svarað
ríkri þörf og að þær hafi aldrei séð
eftir einni einustu mínútu við ástund-
un þess.“ Hún segir að LeiðtogaAuð-
ur hafi verið stofnuð í þeim tilgangi
að vera konum í leiðtoga- og stjórn-
unarstörfum til halds og trausts og
mynda þannig vettvang fyrir þær til
að efla hver aðra, styðja og þroska
sem stjórnendur.
Áhrif á hæfni sem stjórnendur
Niðurstöðurnar sýna að það er
mikill ávinningur af LeiðtogaAuði.
„Það kom mjög skýrt fram í rann-
sókninni að konurnar telja tengslanet
sem þetta nauðsynlegt og það sé kær-
komin aðgerð til að styrkja stöðu
kvenna í atvinnulífinu,“ segir Thelma.
„Á upphafsárum tengslanetsins var í
flestum tilvikum aðeins ein kona við
stjórnendaborðið. Á þessum tíma
störfuðu þær einnig flestar í mjög
karllægu vinnuumhverfi þar sem
hugmyndir þeirra voru ávallt merkt-
ar af því að vera kvenkyns. Þetta
gerði það að verkum að sumar upp-
lifðu eigin vangaveltur um kyn sitt
þar sem þeim fannst þær alltaf vera
„einar af strákunum“,“ segir hún.
Thelma segir að konurnar hafi ver-
ið dæmdar sem konur þegar þær
glímdu við fyrstu stjórnunarstöður
sínar. „Það virðist sama hvort karlar
eða konur ættu í hlut, fordómar gagn-
vart kvenkynsstjórnanda voru mjög
áberandi. Einelti, skítkast og efa-
semdir um ágæti þeirra sem stjórn-
enda eru þættir sem viðmælendur
nefndu sem dæmi um neikvæðar hlið-
ar þess að vera kvenstjórnandi.
Flestar töldu þetta þó batna með tím-
anum og að þessi reynsla í upphafi
hefði heldur styrkt þær og eflt en
komið niður á þeim. Þeim fannst að
tengslanet þeirra hefði haft mikið að
segja hvað varðar þroska þeirra, við-
horf og hæfni sem stjórnenda.“
Fleiri tækifæri með tengslaneti
Það virðist sem tengslanet skapi
fleiri möguleika á auknum starfs-
tækifærum og að tengslin hafi áhrif á
framgang í starfi. „Margar hverjar
voru leitaðar uppi og boðin störf sem
hafði eingöngu komið til vegna þess
að þær voru sjáanlegar eða umtal-
aðar og þekktar. En þær nýttu einnig
tengslanet sitt til að ráða til sín
starfsmenn eða benda öðrum sem
leituðu að öflugu starfsfólki á aðila
sem þær þekktu til eingöngu vegna
veru sinnar í tengslanetinu.“
LeiðtogaAuður hefur staðið fyrir
ýmsum fræðsluviðburðum og er það
talið mikilvægur liður í því að styrkja
kvenstjórnendur og auka víðsýni
þeirra. „Á þennan hátt auka þær við
þekkinguna. Tengslanetið hefur því
gefið þeim aukin tækifæri til að kynn-
ast fleira fólki sem hefur óneitanlega
áhrif á stöðu þeirra, bæði hvað varðar
að geta leitað til annarra með vanda-
mál og til að bjóða störf eða verk-
efni.“
En var eitthvað sem kom á óvart í
rannsókninni? „Það kom mér á óvart
hvað tengslanet skiptir gríðarlega
miklu máli. Einnig kom í ljós hversu
erfitt það er fyrir konur að komast í
stjórnunarstöður því þær mæta oft á
tíðum miklum fordómum. Konur eru
álitnar hafa ákveðinn stjórnunarstíl
sem sé öðruvísi en karla. En það er í
raun enginn munur á stjórnunarstíl
karla og kvenna heldur er það frekar
persónuleiki hvers einstaklings sem
hefur áhrif á stjórnunarstílinn.“
Tengslanet kvenna getur
styrkt stöðu í atvinnulífinu
Rannsókn á LeiðtogaAuði, sem hefur verið til í 15 ár, sýnir jákvæða upplifun
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Rannsókn Í ljós kom að ávinningur af tengslaneti kvenna er margvíslegur.
Thelma
Sigurðardóttir
Tekjuafkoma hins opinbera, það er
ríkissjóðs, almannatrygginga og
sveitarfélaga, var neikvæð um 4,1
milljarð króna á þriðja ársfjórðungi,
sem jafngildir 1,8% af tekjum hins
opinbera. Hallinn var minni en á
sama fjórðungi í fyrra þegar hann
var 5,5 milljarðar króna. Fyrstu níu
mánuði þessa árs nam tekjuhalli hins
opinbera 22,1 milljarði eða 3,3% af
tekjum tímabilsins, að því er fram
kemur í nýjum tölum frá Hagstofu
Íslands.
Tölur Hagstofunnar eru metnar á
rekstrargrunni, en ekki á greiðslu-
grunni eins og mánaðarhefti ríkis-
sjóðs sýna, sem felur í sér að skuld-
bindingar eru færðar til tekna eða
gjalda þegar til þeirra er stofnað,
óháð því hvenær greiðslur fara fram.
Tekjur hins opinbera reyndust
5,0% meiri í fjórðungnum en í fyrra
en útgjöld jukust hins vegar um
4,3% á milli ára. Skatttekjur og
tryggingagjöld skiluðu 199,7 millj-
örðum króna á þriðja ársfjórðungi,
sem er 4,8% hækkun frá 2014. Hjá
ríkissjóði voru 87% tekna skattar og
tryggingagjöld sem skiluðu um 147,2
milljörðum króna á þriðja ársfjórð-
ungi. Útsvarstekjur skiluðu sveitar-
félögunum 43,3 milljörðum króna,
eða um 63% tekna þeirra, og er það
aukning um 8,9% frá því á þriðja árs-
fjórðungi 2014.
Þegar fyrstu þrír ársfjórðungar
þessa árs eru bornir saman við sama
tímabil í fyrra, þá hafa tekjur ríkis-
sjóðs aukist um 1,2% en útgjöld auk-
ist um 8,3%. Verri afkoma ríkissjóðs
á þessu tímabili skýrist ekki síst af
rúmlega 19 milljarða útgjöldum til
niðurfellingar á skuldum heimilanna
sem gjaldfærðar voru fyrr á árinu.
Morgunblaðið/Ómar
Skattar Útsvarstekjur á þriðja árs-
fjórðungi jukust um 9% á milli ára.
Minni tekjuhalli á
þriðja ársfjórðungi
Skatttekjur hins
opinbera jukust
um tæplega 5%
Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Mild og sterk skata
Tindabikkja
Skötustappa tvær
tegundir ( vestfirsk og
hvítlauks stappa)
Saltfiskur
Plokkfiskur
Síldaréttir tvær tegundir
Að sjálfsögðu verða á
boðstólum sjóðandi
heitir hamsar og
hnoðmör, hangiflot,
kartöflur, rófur,
smjör og rúgbrauð.
EFTIRRÉTTUR
Jólagrautur með
rúsínum og kanilsykri
Verð 3.700 kr.*
pr. mann
*Fyrirtæki sem eru í hádegisáskrift hjá okkur,
verð 3.200 kr. verður að panta fyrirfram.
MATSEÐILL
veislulist.is
Vinsamlega pantið tímalega í
síma 555 1810
Skötuveisla 23.des
Í HÁDEGINU Á ÞORLÁKSMESSU
Húsið opnar kl 11:30
Skötuhlaðborð í hádeginu á
Þorláksmessu í veislusal okkar.
Boðið verður upp á skötu fyrir
amlóða upp í fullsterka.