Morgunblaðið - 12.12.2015, Page 61

Morgunblaðið - 12.12.2015, Page 61
UMRÆÐAN 61 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 Tveim árum eftir sigurinnmikla í Chennai á Indlandivirðast hveitibrauðsdagarMagnúsar Carlsen sem heimsmeistari vera á enda. Í því sambandi líta menn ekki aðeins til frammistöðu hans á Evrópumótinu í Reykjavík á dögunum, heldur einn- ig til nokkurra skákmóta sem hann hefur tekið þátt í undanfarna mán- uði. Þar hefur hvergi örlað á þeim yfirburðum sem hann hafði áður. Heimsmeistari í kreppu hefur áður verið til umfjöllunar í skákdálk- unum. Spasskí talaði stundum um „þunga keisarans krúnu “ sem hann var alveg að sligast undan. Á hinu árlega stórmóti „London classsic“ eru keppendur í efsta flokki tíu talsins og eftir sjöttu um- ferð sem fram fór sl. fimmtudag hafði Magnús gert jafntefli í öllum skákum sínum. Þetta ætlar að verða eitt daufasta stórmót sem sögur fara af en rösklega 83% skák- anna hefur lokið með jafntefli. Vin- sælasta byrjunin, Berlínar-vörn, hefur komið upp í ellefu við- ureignum og öllum hefur lokið með jafntefli. Í þeirri byrjun fljúga drottningarnar yfirleitt „í kassann“ í 8. leik og við taka margvíslegar til- færingar en jafnteflisdauðinn er samt alltaf nálægur. Þegar þrjár umferðir voru eftir af mótinu var staðan þessi: 1. – 4. Giri, Nakamura, Vachier- Lagrave og Grischuk 3 ½ v.(af 6) 5. – 8. Carlsen, Adams, Aronjan og Caruana 3 v. 9. Anand 2 ½ v. 10. Topalov 1 ½ v. Þetta mót og önnur með svipaða samsetningu gefa þrátt fyrir allt vísbendingu um það hver sé líkleg- astur til að tefla um heimsmeist- aratitilinn í náinni framtíð. En það vantar skákmann á borð við Kín- verjann unga, Wei Yi, til að skerpa myndina. Nakamura og Giri þykja líklegir kandídatar en sá síðar- nefndi hóf mótið með því að sigra Venselin Topalov. Búlgarinn hafði áreiðanlega tekið fórn Giri með í reikninginn þegar hann seildist eft- ir peði á a7, en annaðhvort vanmat hann drottningarleik Giri, sem kom í kjölfarið, eða gjörsamlega yfirsást hann: „London classic“ 2015; 1. um- ferð: Venselin Topalov – Anish Giri Grünfelds-vörn 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. g3 c6 4. Bg2 d5 5. Da4 Rfd7 6. cxd5 Rb6 7. Dd1 cxd5 8. Rc3 Rc6 9. e3 Bg7 10. Rge2 O-O 11. O-O He8 12. b3 e5 13. dxe5 Rxe5 14. h3 Varfærnislegur leikur sem leyfir 14. … Bf5. Einnig kom til greina 14. Rd4 og svara 14. … Bg4 með 15. Dd2. 14. … Bf5 15. Rd4 Bd3 16. He1 Ba6 17. Dd2 Rd3 18. Hd1 Bxd4!? 19. exd4 Df6 20. a4! Lætur peðið af hendi. Eftir 20. Bf1 getur svartur leikið 20. … Df3 með hugmyndinni 21. Bxd3 Bxd3 22. Dxd3 He1+! og vinnur. 20. … Dxd4 21. a5 Rd7 22. Ha4 De5 23. Rxd5 Rxc1?! Það var ástæðulaust að skipta upp á þessum sterka riddara. Eftir 23. … R7c5 er svarta staðan betri. 24. Hxc1 Rf6 25. Rc7 Had8 26. Df4 g5 27. Db4!? Bæði hér og í 25. leik gat Topalov stofnað til uppskipta og teflt til vinnings án þess að taka mikla áhættu. En það er ekki stíll hans. 27. … Db2 28. Haa1 He2 29. Dc5 h6 30. Rxa6 bxa6 31. Hab1 Dd2 32. Bf3 Re4! 33. Dxa7? Tapleikurinn. Nú varð hann að skipta upp og leika 33. Bxe4. 33. … Rxf2! 34. Bxe2 Rxh3+ 35. Kf1 Ekki 35. Kg2 Dxe2+ 36. Kxh3 Dh5+ og 37. ... Hd2+ með mát- sókn. 35. … Dd5! Hér er hugmyndin komin fram. 36. Bh5 Dh1+ 37. Ke2 Dg2+ 38. Ke1 He8+ 39. Kd1 Rf2+ 40. Kc2 Re4+ - og hvítur gafst upp. Mátið blas- ir við, 41. Kd3 Dd2+ 42. Kc4 Hc8+ 43. Dc5 Hxc5 mát. Þungi skák- krúnunnar Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Þingmaðurinn Ög- mundur Jónasson fór mikinn nýverið í ræðu á þingi. Því miður var þar hallað réttu máli. Það er rangt að Oddur Steinarsson sé forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og það er rangt að heilbrigðisráðherra hafi skipað Odd til starfa. Svanhvít Jak- obsdóttir er forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og hefur gegnt því starfi frá 16. maí 2009 þegar Ögmundur Jónasson, þáver- andi heilbrigðisráðherra, skipaði hana í starfið. Líkt og ætlast má til að fyrrverandi heilbrigðisráðherra viti þá er það lögbundið hlutverk forstjóra heilsugæslunnar að skipa einstaklinga í framkvæmdastjórn stofnunarinnar að undangenginni auglýsingu. Ögmundur í öngum sínum hélt því einnig fram að ,,gamli“ Framsóknarflokkurinn hafi staðið gegn einka- rekstri í heilbrigð- isþjónustu á árunum 1995-2003. Það er heldur ekki rétt. Árið 2003, í tíð Jóns Krist- jánssonar heilbrigð- isráðherra, var gerður verksamningur um einkarekstur heislu- gæslunnar í Salahverfi í Kópavogi í kjölfar út- boðs. Sá samningur rann út án uppsagnar árið 2011 en hefur verið endurnýj- aður alla tíð síðan. Mér vitanlega gerði hvorki fyrr- verandi heilbrigðisráðherra, Ög- mundur Jónasson, nokkra tilraun í sinni embættistíð, né eftirmenn hans í tíð ,,norrænu velferðarstjórn- arinnar“, til þess að koma í veg fyr- ir framlengingu þessa samnings. Eðlilega, því þessi einkarekna heilsugæslustöð hefur á starfstíma sínum skilað fádæma góðu verki. Þegar málatilbúnaður þingmanns er með þessum hætti í jafn einföldu máli þá er óhjákvæmilegt að hafa ríkan fyrirvara á öðru því sem frá honum kemur. Eftir Brynjar Níelsson » Þegar málatilbún- aður þingmanns er með þessum hætti í jafn einföldu máli þá er óhjá- kvæmilegt að hafa ríkan fyrirvara á öðru því sem frá honum kemur. Brynjar Níelsson Höfundur er alþingismaður. Óminni Ögmundar Aukablað alla þriðjudaga Síðumúla 11 • Sími 568-6899 • Opið virka daga: 8 - 18; Laugardaga 10 - 14 • www.VFS.is 59.900,- Tilboð 28.900,- Tilboð Hleðsluborvél Átak 50Nm, 13mm patróna 2x2,5 Ah rafhlöður fylgja. RB 5133002214 Verkfærasett Ryobi Borvél 50Nm, hjólsög, sverðsög og ljós. Kemur í tösku ásamt 4,0Ah og 1,5Ah rafhlöðum RB 5133001935 9.990,- Tilboð Borvél Mótor 500W, patróna 13mm RB 5133001832 Mikið úrval af verkfærum Finnið okkur á facebook Áður 11.990 nú 8.390 st. 38-48 30% afsláttur Laugavegi 54, sími 552 5201 Spari toppar fyrir jólin
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.