Morgunblaðið - 12.12.2015, Síða 62

Morgunblaðið - 12.12.2015, Síða 62
62 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 Biblían – bók bók- anna. Hvers vegna hún? Jú, hún er grundvallarrit krist- innar trúar, útbreidd- asta bók veraldar, vonandi sú mest lesna. Íslendingum hefur hún fylgt frá upphafi. Í nokkrar aldir var Biblía Vesturlanda fyrst og fremst hin latneska útgáfa en Biblían öll kom út í íslenskri þýð- ingu árið 1584, kennd við Guðbrand Þorláksson, biskup á Hólum. Það var ekki fyrr en með fimmtu útgáfu Biblíunnar árið 1813 sem Biblían varð almenningseign og alls eru út- gáfur hennar ellefu talsins, nú síð- ast Biblía 21. aldar sem kom út árið 2007. Biblíuna eignaðist ég á æskuár- um og ég einsetti mér þá sem ung- ur maður að lesa Biblí- una spjalda á milli, svo ég gæti sagst hafa les- ið hvert einasta orð. Það hef ég reyndar ekki gert síðan, en á náttborði mínu liggur Biblían mín og orð úr henni hafa verið mér sem daglegt brauð á lífsgöngunni. Morg- unblaðið birtir dagleg biblíuvers og ég þakka fyrir það. „Hvaða trúarbrögð sem er, mér er nokkuð sama hvað fólk vill eyða ævinni í að trúa,“ las ég í Morgunblaðinu sum- arið 2014. Mér er ekki sama. Trúarlegar og andlegar þarfir eru samofnar manneskjunni og birtast m.a. í leit að tilgangi og merkingu í lífið. Í hvers kyns trúarbrögðum, trúleysi og andlegri tjáningu er hægt að greina þessa þrá og þörf. Inn í þetta kemur boðskapur kristninnar sem er ólíkur öllu öðru. Fyrir mér er kristin trú einstök og þær áherslur sem þar er að finna og nú þegar jólin nálgast erum við minnt á þennan boðskap enn á ný. Guði sem skapar er umhugað um manneskjuna, leitar hennar, frelsar og fyrirgefur fyrir Jesú Krist. Hann er kærleikurinn og býður vináttu sína og samfylgd sem mót- ast af því að vera öllu samferðafólki okkar það sem við viljum að það sé okkur. Ég er þakklátur fyrir að hafa fæðst í kristnu landi, verið skírður, fermdur, átt í trúarbaráttu, efast, sannfærst og efast á ný, en varð- veist í kristinni trú, mótast af kristnum lífsgildum og viðhorfum í daglegu lífi. Uppeldi góðra foreldra, boðun kirkjunnar, kristileg áhrif í þjóðfélaginu og lestur Biblíunnar hefur allt stuðlað að þessu. Ég trúi á Guð föðurinn, soninn og heilagan anda og bið að sem flestir finni til nærveru hans í sínu daglega lífi og að kærleikurinn megi ráða ríkjum í samskiptum okkar á meðal. En hvers vegna er ég, hinn raun- vísindasinnaði læknir, að fjalla um Biblíuna og mikilvægi hennar? Vegna þess að kristin trú og raun- vísindi eru í mínum huga engar andstæður heldur fjalla um mann- lega tilveru út frá ólíkum for- sendum. Raunvísindin fást við hinn náttúrulega efnislega heim og auka þekkingu á ótal sviðum. Bak við þetta allt er Hin æðsta kærleiks- ríka vitsmunavera – Guð. Lesum Biblíuna, sameinumst í útbreiðslu hennar. Styðjum við starf Hins íslenska biblíufélags. Biblían í samtímanum Eftir Ásgeir B. Ellertsson » Á náttborði mínu liggur Biblían mín og orð úr henni hafa verið mér sem daglegt brauð á lífsgöngunni. Ásgeir B. Ellertsson Höfundur er doktor í læknisfræði og sérfræðingur í heila- og taugalækn- ingum. Biblíuleshópur Sr. Friðrik Friðriksson með mönnum úr síðasta Biblíulestrarhópnum sem hann var með. Formaður fjár- laganefndar ber nú á borð fyrir alþjóð ýms- ar frumlegar og næst- um hugvitssamlegar rangfærslur um fjár- mál Ríkisútvarpsins. Og virðist markmiðið vera að þokuleggja alla umræðu um hvert stefnir með almanna- útvarpið, nú þegar menntamálaráðherra hefur ekki náð í gegn bráðnauðsyn- legu frumvarpi um óbreytt útvarps- gjald í ríkisstjórn. Við kynningu á meirihlutaáliti fjárlaganefndar á Alþingi bar for- maðurinn, Vigdís Hauksdóttir, fram þá fullyrðingu að með lækkun út- varpsgjaldsins á fjárlögum væri ver- ið að framfylgja lögum og vilja vinstri stjórnarinnar frá síðasta kjörtímabili. Áður hafði meirihluti fjárlaganefndar látið eins og verið væri að færa Ríkisútvarpinu auka- framlag frá ríkinu sem var rangt. Ekkert var hinsvegar getið um lækkun útvarpsgjaldsins sem skerð- ir hag fjölmiðilsins um 500 milljónir. Óljós markmið og engin stefna Lögin sem formaður fjárlaga- nefndar vísaði til eru úr tíð hennar eigin ríkisstjórnar. Nánar tiltekið frá 20. desember 2013 og samþykkt með atkvæðum núverandi stjórn- armeirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Aukaframlagið er ekki aukaframlag, heldur leiðrétt tekjuspá, sem kemur fjárveitingum frá ríkinu ekki við. Frumvarp Illuga Gunnarssonar, menntamálaráðherra um að fallið verði frá lækkun útvarpsgjaldsins situr svo fast í ríkisstjórn. Ekki fást skýringar á hvaða ráðherra stöðvar frumvarpið og enginn gengst við því að vilja skaða Ríkisútvarpið. Ráðherrar og þingmenn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar tala eins og ríkisstjórnin og þingmeiri- hlutinn hafi enga stefnu í málefnum Ríkisútvarpsins, heldur sé verið að framfylgja einhverjum óljósum markmiðum og vilja einhverra ann- arra. Ótrúverðugra gerist það varla. Formaður Samfylkingar sagði Rík- isútvarpið vera eins og skilnaðarbarn rík- isstjórnarinnar þar sem hver höndin væri upp á móti annarri og enginn bæri ábyrgð á neinu. Þjónustusamningur í ruslið Og það er einmitt málið. Árviss aðför að Ríkisútvarpinu er óvenju aumingjaleg, því enginn kannast við að bera ábyrgð á henni. Það er löngu ljóst og margkynnt af hálfu stjórnenda Ríkisútvarpsins að með óbreyttu fjárlagafrumvarpi og lækkun útvarpsgjalds er ekki hægt að standa við lögbundnar skyldur fjölmiðilsins. Til þess vantar hálfan milljarð á ári. Ef óvildarmenn Ríkis- útvarpsins ná að vega svo gróflega að því og úr launsátri, verður næsta verkefni stjórnenda þess að ráðast í stórfelldan niðurskurð, reka fjölda starfsfólks, eyðileggja dagskrá, bæði sjónvarps og útvarps og fleygja þeim þjónustusamningi til fjögurra ára sem unninn hefur verið í sam- komulagi við menntamálaráðuneyti. Það er einlæg von mín að þessi grein sé orðin úrelt þegar hún birt- ist. Að frumvarp menntamálaráð- herra, um óbreytt útvarpsgjald á næsta ári, hafi verið afgreitt út úr ríkisstjórn og verði samþykkt á Al- þingi fyrir jól. Það væri góð jólagjöf. Einu sinni stal Trölli jólunum. En hann sá eftir öllu saman og iðraðist, þótt seint væri og það ættu þau tröll sem í skapvonsku sinni hafa herjað á Ríkisútvarpið árum saman að gera líka. Rangfærslur um Ríkisútvarpið Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur Björg Eva Erlendsdóttir »Ráðherrar og þing- menn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknar tala eins og ríkisstjórnin og þingmeirihlutinn hafi enga stefnu í málefnum Ríkisútvarpsins. Höfundur er stjórnarmaður og fyrrv. stjórnarformaður RÚV og vinnur hjá Vinstri grænum flokkum í Norð- urlandaráði. Komdu við og kynntu þér samskiptatæki sem hjálpar þér að heyra betur á mannamótum. Betri samskipti með bættri heyrn Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Einfalt samskiptatæki með 15% afslætti til áramóta Verð með afslætti 49.980 kr. SAGA HALLGRÍMS- KIRKJU Frásögn af samstöðu og stórhug í litríkri byggingarsögu Hallgrímskirkju, þróttmiklu safnaðarstarfi og einstöku listalífi. ÚTGEFANDI: HALLGRÍMSKIRKJA Í REYKJAVÍK DREIFING: HIÐ ÍSLENSKA BÓKMENNTAFÉLAG
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.