Morgunblaðið - 12.12.2015, Side 63
UMRÆÐAN 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015
Danir eru tregir til
að auka völd Evrópu-
sambandsins. Það
skiptir þá meira máli að
ákvarðanir sem varða
öryggi þeirra og velferð
séu teknar heima fyrir.
Meirihluti danskra
kjósenda hefur nú í þrí-
gang slegið á fingur
þeirra sem vilja auka
völd Evrópusambands-
ins. Í þjóðaratkvæðagreiðslu árið
1992 felldu Danir Maastricht-
samninginn og átta árum síðar höfn-
uðu þeir því að taka upp evruna. Í
þjóðaratkvæðagreiðslu 3. desember
sl. höfnuðu Danir því svo að framselja
tiltekna þætti sem varða stjórn lög-
gæslu- og dómsmála til Brussel.
Þetta gerðist þrátt fyrir að Lars
Løkke Rasmussen forsætisráherra
varaði samlanda sína við því að slík
niðurstaða myndi skaða danska hags-
muni.
Danir vilja sína eigin stefnu
í innflytjendamálum
Eftir lok seinni heimsstyrjald-
arinnar hefur Danmörk verið frjálst
lýðræðisríki þar sem þegnarnir hafa
flestir verið norrænir, umburðalyndi
haft í hávegum og menningin byggð á
kristnum gildum. Saman hafa þessir
þættir átt þátt í því að friður hefur
ríkt í Danmörku. Einsleitni og friður
hafa haldist í hendur. Sú hagsæld
sem Danmörk hefur búið við hefur
síðan skapað grundvöll fyrir Dani til
að reka öflugt velferðarkerfi. Sama á
við um hin Norðurlöndin. Í dag eru
þessi velferðarkerfi helsta ástæða
þess að innflytjendur streyma til
Norðurlandanna. Þar
er ekki eingöngu um að
ræða einstaklinga frá
stríðshrjáðum löndum,
heldur jafnframt þá
sem öðru fremur sækj-
ast eftir að njóta þeirrar
velferðar sem Norð-
urlöndin bjóða upp á.
Danir hafa fram til
þessa verið sæmilega
sáttir með stjórn inn-
flytjendamála. Nið-
urstaða þjóðaratkvæða-
greiðslunnar staðfestir
að meirihluti þeirra vill reyna að
halda í stjórn málaflokksins. Danir
vilja að þeirra eigin ríkisstjórn taki
ákvarðanir sem snerta öryggi þeirra
og velferð, ekki embættismenn í
Brussel. Í því sambandi hafa Danir
án efa goldið varhug við stefnu Evr-
ópusambandsins í málefnum innflytj-
enda, en Angela Merkel, þaulsætin
móðir Þýskalands, hefur haft for-
göngu um að aðildarríki Evrópusam-
bandsins taki við innflytjendum á
grundvelli kvóta sem ákveðinn er í
Brussel. Sú umræða sem skapaðist í
kringum þjóðaratkvæðagreiðsluna
leiddi í ljós að slík stefna hugnast ekki
Dönum. Þeir hafa engan áhuga á að
taka upp stefnu Þjóðverja og Svía í
málefnum innflytjenda. Danir vilja
sjálfir ákveða hvernig innanrík-
ismálum þeirra er háttað þótt þeir
vilji samvinnu við Evrópusambandið
á sviði löggæslumála.
Danir vilja ekki feta í fótspor
Þjóðverja og Svía
Sem kunnugt er bauð Merkel alla
innflytjendur velkomna, hvort heldur
þá sem komu frá stríðshrjáðum lönd-
um eða annars staðar frá. Sama gerði
Stefan Löfven, forsætisráðherra
Svía. Merkel ákvað að kippa Dyflinn-
arreglugerðinni úr sambandi og fann
að því að ríki Austur-Evrópu gerðu
það sem þau kunna best; að halda
uppi landamæravörslu. Afleiðing-
arnar urðu þær að innflytjendur
streymdu til Þýskalands og hluti
þeirra áfram til Svíþjóðar, með við-
komu í Danmörku.
Þessi þungi straumur olli því að
Svíar neyddust á endanum til að
skella í lás. Hið sænska samfélag
þoldi ekki meira. Enda þótt Svíar líti
á sig sem mannúðarstórveldi fyrir sitt
framlag eru Danir ekki jafn ginn-
keyptir fyrir því að komast í hóp
slíkra ríkja. Róttæk innflytj-
endastefna sænskra jafnaðarmanna
hefur leitt til ófriðar og átaka milli
ólíkra menningarhópa. Danir þurfa
ekki annað en horfa yfir Eyrarsund
þar sem hryðjuverk, glæpir og fé-
lagsleg vandamál eru fylgifiskar mis-
heppnaðrar aðlögunar innflytjenda í
Málmey. Það var þess vegna vatn á
myllu þeirra sem börðust gegn aukn-
um völdum Evrópusambandsins er
forsætisráðherra Svía viðurkenndi
tveimur vikum fyrir þjóðaratkvæða-
greiðsluna að Svíar hefðu ekki tekið
nægilega alvarlega þá hryðjuverka-
ógn sem að þeim steðjaði. Forsætis-
ráðherrann fékkst hins vegar ekki til
að ræða hvers vegna sú ógn var til
komin. Ef til vill hafði hann reiknað
með að allir sem hann bauð til lands-
ins myndu þakka fyrir sig.
Vilja vernda innviðina
Enda þótt almenningur á Norð-
urlöndunum sé almennt velviljaður
flóttamönnum átta Danir sig á því, að
það er takmörkunum háð, hvað inn-
viðir samfélagsins þola. Stöðugur
straumur innflytjenda reynir bæði fé-
lagslega og fjárhagslega á sam-
félagið. Fyrr á árinu höfðu Danir líka
fengið að kynnast hryðjuverkum ísl-
amista. Það er því ekki víst að Dönum
hafi fundist það hughreystandi er Fe-
dericu Mogherini, utanríkisráðherra
Evrópusambandsins, lýsti því yfir að
Evrópa yrði að taka tillit til hins „póli-
tíska íslam“. Það væri ástæðulaust að
óttast framgang íslam í Evrópu, ein-
göngu skipti máli hvort ákvarðanir
væru teknar með lýðræðislegum
hætti. Ætla má að fjölmargir Danir
hafi litið svo á að það hafi einmitt ver-
ið hugmyndir um hið pólitíska íslam
sem lágu að baki skotárásinni í Kaup-
mannahöfn og árásinni sem tókst að
afstýra á Jótlandspóstinn.
Danir vilja samvinnu
en ekki valdframsal
Danir ætla sér að líkindum ekki
jafnstórt hlutverk og Svíar í fram-
vindu mannskynssögunnar, en þeir
setja hins vegar hagsmuni lands og
þjóðar í fyrsta sæti. Í huga Dana veg-
ur þyngra þeirra eigið öryggi en
óhugsað og óskilgreint heimboð
þeirra Merkel og Löfven. Danir
sögðu ekki nei við samvinnu á sviði
löggæslumála heldur nei við því að
Evrópusambandið fengi í hendur óút-
fylltan tékka til ráðstöfunar fyrir
vinstri elítuna í Brussel.
Ástæður þess að Danir sögðu nei
Eftir Mörtu
Bergman » Saman hafa þessir
þættir átt þátt í því
að friður hefur ríkt í
Danmörku. Einsleitni
og friður hafa haldist í
hendur.
Marta Bergman
Höfundur er fv. félagsmálastjóri í
Hafnarfirði.
Jólabrids í Gullsmára
17. desember
Spilað var á 10 borðum í Gull-
smára fimmtudaginn 10. desember.
Úrslit í N/S:
Guðlaugur Nielsen - Pétur Antonss. 243
Guðrún Gestsd. - Ragnar Ásmundss. 192
Guðrún Hinriksd. - Haukur Hanness. 187
Vigdís Sigurjónsd. - Sigurður Dagbjarts.
186
A/V
Jón I. Ragnarss. - Sæmundur Árnas. 192
Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 183
Sigurður Gíslason - Reynir Bjarnason 181
Samúel Guðmss. - Jón Hannesson 176
Spilamennsku lýkur 17. desem-
ber, en þá verður sérstakur jóla-
spiladagur.
Skemmtilegur Butler
á Suðurnesjum
Karl Einarsson og Ari Gylfason
gera það ekki endasleppt í Butlern-
um. Þeir skoruðu mest allra para í
þriðju lotu (af fjórum) Og eru í öðru
sæti mótsins.
Hæsta skor síðasta spilakvöld:
Karl Einarsson - Ari Gylfason 53
Arnór Ragnarss. - Gunnlaugur Sævarss. 50
Kolbrún Guðveigsd. - Oddur Hanness. 22,5
Staðan fyrir lokakvöldið 16. des.:
Arnór Ragnarss. -Gunnlaugur Sævarss. 104
Karl Einarsson - Ari Gylfason 63
Garðar Garðarss. - Óli Þór Kjartanss. 50
Guðjón Einarss. - Ingvar Guðjónss. 35
Síðasta umferðin verður spiluð á
miðvikudaginn kl. 19 í félagsheim-
ilinu á Mánagrund.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is
mbl.is
alltaf - allstaðar
B 180 árgerð 2013, ekinn 38 þús. km,
sjálfskiptur, dísil, 109 hö.
Bakkmyndavél, árekstrarvari, krómpakki, hiti í framsætum,
16" álfelgur, inniljósapakki, sætisþægindapakki o.fl.
Verð 4.490.000 kr.
Afb./mán. 42.200 kr.*
Flug fyrir 2 með öllum notuðum Mercedes-Benz
Mercedes-Benz B–Class nýtur mikilla vinsælda, enda framúrskarandi
kostur. Öllum notuðum B-Class fylgja vetrardekk og þeir hafa
staðist þjónustuskoðun fyrir veturinn.
Að auki fylgir flug fyrir tvo með WOW Air öllum notuðum
Mercedes-Benz í eigu Öskju í desember. Tilboðið gildir fyrir
bifreiðar að verðmæti 1,5 milljónir eða meira.
*Mánaðargreiðsla m.v. 50% bílalán í 72 mánuði. Vextir 9,25%
og árleg hlutfallstala kostnaðar 11,06%
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
5
-2
3
6
1
Kletthálsi 2 • 110 Reykjavík • Sími 590 2160 • www.notadir.is.
Opið virka daga kl.10–18 og laugardaga kl.12–16.
Flug fyrir 2 til Kaupmannahafnar,
Berlínar, London eða Dublin.