Morgunblaðið - 12.12.2015, Side 63

Morgunblaðið - 12.12.2015, Side 63
UMRÆÐAN 63 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 Danir eru tregir til að auka völd Evrópu- sambandsins. Það skiptir þá meira máli að ákvarðanir sem varða öryggi þeirra og velferð séu teknar heima fyrir. Meirihluti danskra kjósenda hefur nú í þrí- gang slegið á fingur þeirra sem vilja auka völd Evrópusambands- ins. Í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1992 felldu Danir Maastricht- samninginn og átta árum síðar höfn- uðu þeir því að taka upp evruna. Í þjóðaratkvæðagreiðslu 3. desember sl. höfnuðu Danir því svo að framselja tiltekna þætti sem varða stjórn lög- gæslu- og dómsmála til Brussel. Þetta gerðist þrátt fyrir að Lars Løkke Rasmussen forsætisráherra varaði samlanda sína við því að slík niðurstaða myndi skaða danska hags- muni. Danir vilja sína eigin stefnu í innflytjendamálum Eftir lok seinni heimsstyrjald- arinnar hefur Danmörk verið frjálst lýðræðisríki þar sem þegnarnir hafa flestir verið norrænir, umburðalyndi haft í hávegum og menningin byggð á kristnum gildum. Saman hafa þessir þættir átt þátt í því að friður hefur ríkt í Danmörku. Einsleitni og friður hafa haldist í hendur. Sú hagsæld sem Danmörk hefur búið við hefur síðan skapað grundvöll fyrir Dani til að reka öflugt velferðarkerfi. Sama á við um hin Norðurlöndin. Í dag eru þessi velferðarkerfi helsta ástæða þess að innflytjendur streyma til Norðurlandanna. Þar er ekki eingöngu um að ræða einstaklinga frá stríðshrjáðum löndum, heldur jafnframt þá sem öðru fremur sækj- ast eftir að njóta þeirrar velferðar sem Norð- urlöndin bjóða upp á. Danir hafa fram til þessa verið sæmilega sáttir með stjórn inn- flytjendamála. Nið- urstaða þjóðaratkvæða- greiðslunnar staðfestir að meirihluti þeirra vill reyna að halda í stjórn málaflokksins. Danir vilja að þeirra eigin ríkisstjórn taki ákvarðanir sem snerta öryggi þeirra og velferð, ekki embættismenn í Brussel. Í því sambandi hafa Danir án efa goldið varhug við stefnu Evr- ópusambandsins í málefnum innflytj- enda, en Angela Merkel, þaulsætin móðir Þýskalands, hefur haft for- göngu um að aðildarríki Evrópusam- bandsins taki við innflytjendum á grundvelli kvóta sem ákveðinn er í Brussel. Sú umræða sem skapaðist í kringum þjóðaratkvæðagreiðsluna leiddi í ljós að slík stefna hugnast ekki Dönum. Þeir hafa engan áhuga á að taka upp stefnu Þjóðverja og Svía í málefnum innflytjenda. Danir vilja sjálfir ákveða hvernig innanrík- ismálum þeirra er háttað þótt þeir vilji samvinnu við Evrópusambandið á sviði löggæslumála. Danir vilja ekki feta í fótspor Þjóðverja og Svía Sem kunnugt er bauð Merkel alla innflytjendur velkomna, hvort heldur þá sem komu frá stríðshrjáðum lönd- um eða annars staðar frá. Sama gerði Stefan Löfven, forsætisráðherra Svía. Merkel ákvað að kippa Dyflinn- arreglugerðinni úr sambandi og fann að því að ríki Austur-Evrópu gerðu það sem þau kunna best; að halda uppi landamæravörslu. Afleiðing- arnar urðu þær að innflytjendur streymdu til Þýskalands og hluti þeirra áfram til Svíþjóðar, með við- komu í Danmörku. Þessi þungi straumur olli því að Svíar neyddust á endanum til að skella í lás. Hið sænska samfélag þoldi ekki meira. Enda þótt Svíar líti á sig sem mannúðarstórveldi fyrir sitt framlag eru Danir ekki jafn ginn- keyptir fyrir því að komast í hóp slíkra ríkja. Róttæk innflytj- endastefna sænskra jafnaðarmanna hefur leitt til ófriðar og átaka milli ólíkra menningarhópa. Danir þurfa ekki annað en horfa yfir Eyrarsund þar sem hryðjuverk, glæpir og fé- lagsleg vandamál eru fylgifiskar mis- heppnaðrar aðlögunar innflytjenda í Málmey. Það var þess vegna vatn á myllu þeirra sem börðust gegn aukn- um völdum Evrópusambandsins er forsætisráðherra Svía viðurkenndi tveimur vikum fyrir þjóðaratkvæða- greiðsluna að Svíar hefðu ekki tekið nægilega alvarlega þá hryðjuverka- ógn sem að þeim steðjaði. Forsætis- ráðherrann fékkst hins vegar ekki til að ræða hvers vegna sú ógn var til komin. Ef til vill hafði hann reiknað með að allir sem hann bauð til lands- ins myndu þakka fyrir sig. Vilja vernda innviðina Enda þótt almenningur á Norð- urlöndunum sé almennt velviljaður flóttamönnum átta Danir sig á því, að það er takmörkunum háð, hvað inn- viðir samfélagsins þola. Stöðugur straumur innflytjenda reynir bæði fé- lagslega og fjárhagslega á sam- félagið. Fyrr á árinu höfðu Danir líka fengið að kynnast hryðjuverkum ísl- amista. Það er því ekki víst að Dönum hafi fundist það hughreystandi er Fe- dericu Mogherini, utanríkisráðherra Evrópusambandsins, lýsti því yfir að Evrópa yrði að taka tillit til hins „póli- tíska íslam“. Það væri ástæðulaust að óttast framgang íslam í Evrópu, ein- göngu skipti máli hvort ákvarðanir væru teknar með lýðræðislegum hætti. Ætla má að fjölmargir Danir hafi litið svo á að það hafi einmitt ver- ið hugmyndir um hið pólitíska íslam sem lágu að baki skotárásinni í Kaup- mannahöfn og árásinni sem tókst að afstýra á Jótlandspóstinn. Danir vilja samvinnu en ekki valdframsal Danir ætla sér að líkindum ekki jafnstórt hlutverk og Svíar í fram- vindu mannskynssögunnar, en þeir setja hins vegar hagsmuni lands og þjóðar í fyrsta sæti. Í huga Dana veg- ur þyngra þeirra eigið öryggi en óhugsað og óskilgreint heimboð þeirra Merkel og Löfven. Danir sögðu ekki nei við samvinnu á sviði löggæslumála heldur nei við því að Evrópusambandið fengi í hendur óút- fylltan tékka til ráðstöfunar fyrir vinstri elítuna í Brussel. Ástæður þess að Danir sögðu nei Eftir Mörtu Bergman » Saman hafa þessir þættir átt þátt í því að friður hefur ríkt í Danmörku. Einsleitni og friður hafa haldist í hendur. Marta Bergman Höfundur er fv. félagsmálastjóri í Hafnarfirði. Jólabrids í Gullsmára 17. desember Spilað var á 10 borðum í Gull- smára fimmtudaginn 10. desember. Úrslit í N/S: Guðlaugur Nielsen - Pétur Antonss. 243 Guðrún Gestsd. - Ragnar Ásmundss. 192 Guðrún Hinriksd. - Haukur Hanness. 187 Vigdís Sigurjónsd. - Sigurður Dagbjarts. 186 A/V Jón I. Ragnarss. - Sæmundur Árnas. 192 Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 183 Sigurður Gíslason - Reynir Bjarnason 181 Samúel Guðmss. - Jón Hannesson 176 Spilamennsku lýkur 17. desem- ber, en þá verður sérstakur jóla- spiladagur. Skemmtilegur Butler á Suðurnesjum Karl Einarsson og Ari Gylfason gera það ekki endasleppt í Butlern- um. Þeir skoruðu mest allra para í þriðju lotu (af fjórum) Og eru í öðru sæti mótsins. Hæsta skor síðasta spilakvöld: Karl Einarsson - Ari Gylfason 53 Arnór Ragnarss. - Gunnlaugur Sævarss. 50 Kolbrún Guðveigsd. - Oddur Hanness. 22,5 Staðan fyrir lokakvöldið 16. des.: Arnór Ragnarss. -Gunnlaugur Sævarss. 104 Karl Einarsson - Ari Gylfason 63 Garðar Garðarss. - Óli Þór Kjartanss. 50 Guðjón Einarss. - Ingvar Guðjónss. 35 Síðasta umferðin verður spiluð á miðvikudaginn kl. 19 í félagsheim- ilinu á Mánagrund. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is mbl.is alltaf - allstaðar B 180 árgerð 2013, ekinn 38 þús. km, sjálfskiptur, dísil, 109 hö. Bakkmyndavél, árekstrarvari, krómpakki, hiti í framsætum, 16" álfelgur, inniljósapakki, sætisþægindapakki o.fl. Verð 4.490.000 kr. Afb./mán. 42.200 kr.* Flug fyrir 2 með öllum notuðum Mercedes-Benz Mercedes-Benz B–Class nýtur mikilla vinsælda, enda framúrskarandi kostur. Öllum notuðum B-Class fylgja vetrardekk og þeir hafa staðist þjónustuskoðun fyrir veturinn. Að auki fylgir flug fyrir tvo með WOW Air öllum notuðum Mercedes-Benz í eigu Öskju í desember. Tilboðið gildir fyrir bifreiðar að verðmæti 1,5 milljónir eða meira. *Mánaðargreiðsla m.v. 50% bílalán í 72 mánuði. Vextir 9,25% og árleg hlutfallstala kostnaðar 11,06% H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 5 -2 3 6 1 Kletthálsi 2 • 110 Reykjavík • Sími 590 2160 • www.notadir.is. Opið virka daga kl.10–18 og laugardaga kl.12–16. Flug fyrir 2 til Kaupmannahafnar, Berlínar, London eða Dublin.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.