Morgunblaðið - 12.12.2015, Page 68

Morgunblaðið - 12.12.2015, Page 68
68 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 BÆKUR Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Það er tvennt ólíkt að helga sig því að skrifa stuttar sögur sem kallast vinjettur og því að skrifa lengri bók- menntatexta, því að í raun og veru gæti ég skrifað stutta skáldsögu upp úr hverri sögu sem ég skrifa,“ segir Ármann Reynisson rithöfundur, en hann gaf út í haust sína fimmtándu vinjettubók á fimmtán árum. Ármann segir þetta bókmennta- form henta sér mjög vel. „Bæði það að vera stuttorður og gagnorður og það að lýsa hlutum á myndrænan hátt og koma með eitthvað nýtt inn í íslenskar bókmenntir,“ segir Ár- mann, en vinjettuformið kemur upp- haflega frá Frakklandi. Ármann segir að nú sé í raun hægt að tala um vinjettubækurnar sínar sem ritsafn, þannig að með hverri nýrri bók styrkist safnið, sér í lagi hvað varðar fjölbreytileika efnistakanna. „Ef ég hefði skrifað bara eina bók, þá hefði þetta orðið frekar fábreytt, en þegar sextánda bókin kemur út á næsta ári, þá verða sögurnar orðnar 788 talsins.“ Ármann nefnir einnig að hann hafi byrjað seint að skrifa og vinj- ettuformið hafi því gefið sér tæki- færi að skrifa um margfalt fleira efni, en ef hann hefði ritað nokkrar skáldsögur. Ármann nefnir sem dæmi að hann hafi skrifað sögur frá Grænlandi, Færeyjum, Indlandi og Himalajafjöllum. „Þannig hef ég víkkað til muna sjóndeildarhring ritsafnsins.“ Góð viðbrögð koma erlendis frá Bækurnar eru allar útgefnar bæði á íslensku og ensku. Ármann segir það hafa verið hendingu eina sem þar hafi ráðið för. „Þegar búið var að skrifa fyrstu bókina, þá þurfti ég að bera textann undir ein- hvern ókunnan mér,“ segir Ár- mann. Óttaðist hann að ferill sinn úr viðskiptalífinu myndi trufla til muna bókmenntalega þenkjandi fólk. Hann hafði því uppi á dr. Martin Regal við Háskóla Íslands sem vissi ekkert hver Ármann var, og bað hann um að líta á skrifin. „Honum fannst þetta áhugavert og sýndi því áhuga að þýða sögurnar og þá sló ég til,“ segir Ármann og bætir við að þegar sögurnar voru komnar á bæði íslensku og ensku, þá hafi það bara verið sparnaðarráð að gefa þær út í tvímála bók . „Þetta var því allt sam- an tilviljun,“ segir Ármann. Af þeirri ástæðu hafa sögurnar borist víða um heim. Til dæmis hafa betri hótel keypt bækurnar til þess að sýna gestum sínum. Þá séu einnig kaffihús sem hafi bækurnar á boð- stólum fyrir sína gesti. „Ekkert af þessu var fyrirséð þegar ég settist við skrifborðið árið 2000 og hóf óvænt skrifin,“ segir Ármann. Hann segir viðtökurnar erlendis hafa verið góðar og fær reglulega tölvupósta frá útlöndum frá fólki með þakklæti. Þá viti hann einnig af því að við Hofstra University í New York-ríki sé prófessor í bók- menntum og tungumálafræðum, dr. Josef V. Fioretta, sem hafi notað vinjettubækurnar sínar í fræðirann- sóknum. „Ég hef ekki hugmynd um það hvernig hann hafði uppi á mér,“ segir Ármann. Fást ekki í bókabúðum Vinjettubækurnar fást ekki í hefðbundnum bókabúðum, heldur selur Ármann þær sjálfur, ann- aðhvort í áskrift eða í gegnum vef- verslun sína. Hann segir með nokkru stolti að hann sé líklega eini íslenski rithöfundurinn sem hafi náð árangri sem hafi þurft að fjármagna sig alveg sjálfur. „Þess vegna þarf ég að vera minn eigin útgefandi og dreifingaraðili.“ Í því skyni hefur Ármann komið sér upp góðum hópi áskrifenda, en fjölmargir hafi áhuga á því að safna bókunum. „Svo er ég smátt og smátt að kynna útgáfuna og safna við- skiptavinum, því að á fimmtán árum detta alltaf einhverjir út og ein- hverjir nýir koma í staðinn.“ Ár- mann nefnir sem dæmi að ef einhver kaupi sér nýja bók, og er ánægður kaupi viðkomandi oft allt ritsafnið. En eru eldri bækurnar þá ekki að verða ófáanlegar? „Þá læt ég endur- prenta þær, ég verð að gera það,“ segir Ármann. Bækurnar hans séu ekki hefðbundnar jólabækur sem hverfi síðan eftir jól. „Ég er með allt safnið mitt í kynningu, allan ársins hring. Ég skal lofa þér því, að það er vandfundinn sá rithöfundur sem gerir hlutina eins og ég, sem kem að ferlinu frá upphafi til enda,“ segir Ármann. Hann þarf að hafa sam- skipti við fjölda aðila, allt frá um- brotsmanni, þýðanda og prent- smiðju í Slóveníu. „Ég er með öll járn í eldinum, en það hefur reynst Íslendingum farsælast í gegnum aldirnar.“ Vinjettuhöfundur með öll járn í eldinum Morgunblaðið/Styrmir Kári Vinjettuhöfundur Ármann Reynisson hefur skrifað vinjettur í fimmtán ár. Björgunarafrek Dag nokkurn í septembermán- uði nítján hundruð og níutíu leggur Vöggur G.K. 204 úr höfn frá Garði á Reykjanesi. Tveir þaulreyndir sjómenn eru um borð í ársgömlum sautján tonna stálbát sem verið er að ferja austur á Breiðdalsvík. Veðurfar er ásættanlegt með suð- austan stinningskalda og öldu- gangi en spáð er leiðindaveðri inn- an sólarhrings. Af þeirri ástæðu er stefnan sett á Vestmannaeyjar. Skömmu eftir að lagt er af stað bil- ar sjálfstýringin og Hákon J. Há- konarson skipstjóri, sá yngri, handstýrir bátnum til Grindavíkur þar sem gert er við hann í skyndi. Siglt er síðan austur með strönd- inni að Selvogsvita og stefnan sett á Þrídranga. Eftir það leggur skip- stjórinn sig og Einar Matthíasson, töluvert eldri, tekur við stjórn- artaumnum. Með látum vekur Einar skip- stjórann, félaga sinn, eftir dágóðan tíma, segir honum að það sé farið að grynnka ískyggilega undir bátnum og hann kominn langt af leið. Án umhugsunar stekkur Há- kon skipstjóri upp í brú en á því augnabliki steytir báturinn á skeri og það drepst á vélinni. Skipstjór- inn hendist með höfuðið beint á brúargluggann með þeim afleið- ingum að framtennurnar brotna og hann fær sár á síðuna. Í skyndi er sent út neyðarkall og rauðri sól skotið upp. Illa klæddir mennirnir setja strax á sig björgunarvesti og reyna að komast í björgunarbát- inn, það brýtur harkalega á hon- um, og þeir gefast upp á því. Einar hrópar í æsingi: „Ég er ósyndur“. Hákon finnur í skyndi snær- isspotta og bindur í hasti um mittið á þeim báðum með taum á milli. Vöggur er kominn á hliðina, slæst í skerið með tilheyrandi dynkjum og lofthljóðum. Í rökkrinu sem grúfir yfir fleygja mennirnir tveir sér í sjóinn og Hákon skipstjóri syndir frá bátnum, stutta vegalengd með Einar í eftirdragi, upp að skeri vestan við Þjórsárósa. Á óskiljan- legan hátt nær skipstjórinn að drösla félaga sínum, þrekuðum, og sjálfum sér upp á hált skerið þakið þara og öðrum sjávargróðri. Sjálfsbjargarviðleitnin er svo sterk að ekki er hugsað um annað en að komast af og Hákon skipstjóri skynjar óljósa nærveru. Fé- lagarnir halda fast hvor utan um annan og faðmast hressilega og halda á sér smá hita. Þeir eru komnir með skjálfta og hiksta orð- unum upp úr sér þegar þyrla Landhelgisgæslunnar bjargar þeim eftir klukkustundar svaðilför. Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdómslögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttarlögmaður Sérfræðingar í líkamstjónarétti Viðhaldsfríar hurðir Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.