Morgunblaðið - 12.12.2015, Side 70

Morgunblaðið - 12.12.2015, Side 70
70 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 Óæskileg persóna 13. nóvember 2005 Ég er talnamaður og þess vegna byrja ég á nokkrum mikilvægum tölum: 260, 1 og 4.500.000.000. Þær merkja eftirfarandi: Aðra hverja helgi fór ég frá Moskvu, borginni sem ég bjó í, til Lundúna, borgarinnar sem ég kallaði heima- borg mína. Ég hafði farið þessa leið 260 sinnum á síðustu tíu árum. Tilgangur „1“ með þessum ferðum var að heimsækja son minn, David, sem þá var átta ára og bjó hjá fyrrverandi eiginkonu minni í Hampstead. Þegar við móðir hans skildum lofaði ég að heimsækja hann aðra hverja helgi, hvað sem á dyndi. Ég hef aldrei svikið það lof- orð. Ég hafði 4.500.000.000 ástæður til snúa svona reglulega aftur til Moskvu. Þetta var í bandaríkjadöl- um heildarverðmæti þeirra eigna sem fyrirtækið mitt, The Hermi- tage Fund, stýrði. Ég var stofn- andi og forstjóri sjóðsins og á síð- asta áratug hafði ég grætt háar fjárhæðir fyrir marga. Árið 2000 var Hermitage Fund talinn öfl- ugasti nýmarkaðssjóður heims. Við skiluðum fjárfestum, sem höfðu skipt við okkur frá stofnun sjóðsins árið 1996, 1500% ávöxtun. Árangur sjóðsins fór langt fram úr björt- ustu væntingum mínum. Rússland bauð, á árunum eftir hrun Sov- étríkjanna, upp á nokkur stór- fenglegustu fjárfestingartækifæri í sögu fjármálamarkaða og að vinna þar hafði verið jafnævintýralegt og stundum hættulegt eins og það var ábatasamt. Það var þó aldrei leið- inlegt. Ég hafði flogið svo oft á milli Lundúna og Moskvu að ég þekkti leiðina aftur á bak og áfram, vissi hversu langan tíma tók að fara í gegnum öryggisleitina á Heathrow, um borð í Aeroflot-flugvélina, hversu lengi hún var í loftið og langan tíma tók að fljúga til aust- urs, inn í myrka landið, sem var um miðjan nóvember 2005 á hrað- ferð inn í nýjan vetur. Flugið tók 270 mínútur, fjóra og hálfa klukku- stund. Það var nægur tími til að renna yfir Financial Times, Sunday Telegraph, Forbes og Wall Street Journal og einnig öll mikilvæg tölvuskeyti og skjöl. Þegar flugvélin var að klifra opnaði ég skjalatöskuna og náði í lesefni dagsins. Inni á milli skjala, dagblaða og glanstímarita var lítil leðurmappa. Í henni voru 7.500 dalir í 100 dala seðlum. Með þess- ari möppu fengi ég betri möguleika á að komast með hinu alkunna síð- asta flugi frá Moskvu, eins og þeir sem flýðu með naumindum frá Phnom Penh í Kambódíu eða Sai- gon í Suður-Víetnam áður en glundroði og tortíming steyptist yf- ir lönd þeirra. Ég var þó ekki að flýja frá Moskvu, ég var að snúa þangað aftur. Ég var að fara aftur í vinn- una og þess vegna vildi ég lesa fréttir helgarinnar. Grein, sem ég las í Forbes undir lok flugsins, vakti athygli mína. Hún var um kínverska Bandaríkjamanninn Jude Shao sem var, eins og ég, með MBA-gráðu frá Stanford- háskóla. Hann hafði numið þar nokkrum árum á eftir mér. Ég þekkti hann ekki en líkt og ég var hann dugandi kaupsýslumaður í er- lendu ríki, Kína í tilviki hans. Hann lenti í útistöðum við ein- hverja spillta kínverska embætt- ismenn og í apríl 1998 var hann handtekinn eftir að hafa neitað að greiða starfsmanni skattsins í Shanghæ 60.000 dali í mútur. Svo fór að Shao var sakfelldur fyrir upplognar sakir og dæmdur í 16 ára fangelsi. Nokkrir fyrrverandi Stanford-nemendur skipulögðu baráttu fyrir því að fá hann lausan en án árangurs. Á meðan ég las þetta var Shao að rotna í einhverju hræðilegu kínversku fangelsi. Hrollur fór um mig þegar ég las greinina. Kína var tíu sinnum öruggara en Rússland þegar kom að viðskiptum. Þegar flugvélin hóf aðflug tíu þúsund fetum fyrir ofan Sheremetjevo-flugvöll í Moskvu velti ég því fyrir mér í nokkrar mínútur hvort ég væri ef til vill heimskur. Árum saman hafði að- alnálgun mín að fjárfestingum ver- ið að berjast fyrir réttindum smærri hluthafa. Í Rússlandi fól það í sér að ögra spilltum ólígörk- um, þeim rúmlega 20 ein- staklingum sem sagt var að hefðu stolið 39% af eignum landsins eftir fall kommúnismans og orðið millj- arðamæringar á einni nóttu. Olíg- arkarnir áttu meirihluta fyrirtækj- anna sem stunduðu viðskipti á rússneska hlutabréfamarkaðnum og stálu oft stórfé út úr þeim. Mér hafði að mestu gengið vel í barátt- unni við þá en þessi aðferð bjó til marga óvini þótt hún væri hagstæð fyrir sjóðinn minn. Þegar ég lauk við greinina um Shao hugsaði ég með mér: Ef til vill ætti ég að fara mér hægar. Ég á svo margt sem gefur lífinu gildi. Auk Davids átti ég nýja eiginkonu í Lundúnum. Jelena var rússnesk, falleg, ótrúlega snjöll og langt gengin með fyrsta barn okkar. Ég ætti ef til vill að hætta. Ég stakk tímaritunum í töskuna þegar hjólin snertu flugbrautina, kveikti á BlackBerry símanum, lokaði tösk- unni og fór að skoða tölvupóstana. Hugurinn beindist frá Jude Shao og ólígörkunum að því sem ég hafði misst af á meðan á fluginu stóð. Ég varð að hraða mér í gegn- um tollinn, að bílnum mínum og heim í íbúðina. Sheremetjevo-flugvöllur er und- arlegur staður. Flugstöðin, sem ég þekkti best, Sheremetjevo-2, var reist fyrir sumarólympíuleikana 1980. Hún hlýtur að hafa verið snyrtileg þegar hún var opnuð en 2005 var hún farin að láta á sjá. Loftið var skreytt með ótal röðum af málmhólkum sem litu út eins og ryðgaðar niðursuðudósir. Engin skipuleg röð var að vegabréfaeft- irlitinu og fólk varð að finna sér rými í mannþrönginni og gæta þess að enginn træði sér fram fyrir Haldið á flugvelli í Moskvu Morgunblaðið/Eggert Eftirlýstur Bill Browder, höfundur bókarinnar Eftirlýstur, hélt fyrirlestur í hátíðasal Háskóla Íslands í lok nóv- embermánaðar um ástandið í Rússlandi Pútíns. Í bókinni lýsir Browder reynslu sinni af rússneskri réttvísi. Eftirlýstur eftir Bill Browder er sönn saga úr heimi fjármála um morð og réttlætisbaráttu í Rússlandi Pútíns. Browder var um tíma einn helsti erlendi fjár- festirinn í Rússlandi en lenti upp á kant við stjórn- völd. Almenna bókafélagið gefur út. Kaflinn hefur verið styttur. BÆKUR Yrsa Reykjavík Úrið er sjálfvinda og íslensk hönnun verð 29.500.- Einnig erum við með Pierre Lannier, frönsk gæða úr og mikið úrval af skartgripum Laugavegi 8 | 101 Reykjavík | S. 534 5956 Skoðaðu úrvalið á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.