Morgunblaðið - 12.12.2015, Page 75

Morgunblaðið - 12.12.2015, Page 75
75 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 voru sveimandi í kringum hann. Mér þótti þetta einkennileg sjón og ekki minnkaði undrunin er ég varð þess var að þessir fiskar, sem voru 8 eða 9 talsins, voru að elta laxinn sem fastur var á önglinum hjá mér. Það sem meira var, þeir syntu á línuna hver af öðrum, allt virtist skipulagt og þeir virtust vita upp á hár hvað þeir voru að gera. Er draga fór af laxinum gerði hann það sem vænir laxar gera gjarnan, hann lét strauminn taka sig, en fyrir neðan hylinn er mörg hundruð metra sprettur niður í næsta hyl sem er pínulítill pottur, en stórgrýttar flúðir á milli, og allt ann- að en auðvelt að fylgja laxi eftir. Það tókst, en röstin á eftir laxinum leyndi sér ekki, allt stóðið fylgdi honum og þegar komið var í pottinn ólgaði hann allur og kraumaði af fylgilöxum sem reyndu enn að synda á línuna. Þarna gafst laxinn upp og ég landaði honum. Laxatorfan fylgdi alveg upp í vatnsborð.“ Af Mike Savage og félögum Mike Savage hét enskur maður sem veiddi margoft á Íslandi til fjölda ára. Honum kom um síðir til hugar að skrifa bók um reynslu sína af íslenskum ám, enda hafði hann haldið nákvæmar dagbækur og veiðiskýrslur fyrir sig og félaga sína. Bókin heitir Fishing in Iceland og var um tíma aðeins önnur bókin sem hefur verið skrifuð af erlendum manni um stangaveiði á Íslandi. Áð- ur var aðeins klassíska bókin Rivers of Iceland eftir skoska herforingj- ann R.N. Stewart. Savage entist ekki aldur til að ljúka verki sínu, en aðilar nákomnir honum hnýttu endahnútana. Bókin kom út í mars 2003. Meðal áa sem Savage og fé- lagar hans veiddu í var bæði Þverá og Kjarrá. Við grípum hér niður í frásögn Mikes, fyrst frá fyrri heim- sókn hans í Þverá - Kjarrá 1964: „Fyrir morgunmatinn skruppum við í Steinahyl sem er rétt neðan við veiðihúsið þar sem við dvöldum (Melshúsin). Á þeim árum var hyl- urinn afar góður og við veiddum vel í honum, m.a. stærsta laxinn okkar í ferðinni, lax sem Graham setti í og þurfti að elta 300 metra niður með á, áður en honum varð landað. Graham fór í innkaupaleiðangur með kvenfólkinu á fjórða deginum okkar, sem bar upp á 29. júlí. Ég byrjaði að veiða mig niður neðsta svæðið okkar og byrjaði efst. Var búinn að veiða tvo smálaxa þegar ég sá Christopher Sellick sitja eins og sperrtan otur á bakkanum við út- fallið úr Gelli. Við vorum báðir með maðk sem við köstuðum með flugu- stöng og létum svifa líkt og fluga væri undir. Hann hafði landað fjór- um löxum, öllum jafn stórum, eða 15 pund. Síðan tók hann þrjá í viðbót, alla jafn stóra og ég var að landa mínum fjórða þegar hópurinn skilaði sér úr verslunarleiðangrinum. Gina veiddi þá tvo 15 punda og Alys einn 15 punda. Graham, sem hélt sig við fluguna, var með Yellow Torrish og landaði einum 15,5 punda. Þar með höfðum við landað þarna þrettán löxum, öllum af þessari stærð, um 15 pundin. Alls veiddum við 43 laxa þessa viku sem við vorum að veið- um, stærsti var 18,5 pund, 13 voru smálaxar og 30 tveggja ára laxar. Þetta voru fyrstu laxar sem ég hafði veitt á maðk og eftir þessa vertíð kastaði ég aldrei aftur maðki. Einn laxinn höfðum við í mat, þrjá gáfum við bændum sem þakklætisvott, en mjólkurbíllinn sótti hina og skilaði þeim til byggða.“ Næst kom Mike Savage í Þverá og Kjarrá sumarið 1982, þá boðinn af Sigurði Helgasyni og nú var öldin önnur í aðbúnaði við árnar. Komin þau vönduðu veiðihús sem enn prýða bakkana. Hann lýsir veiði- svæðum árinnar og getur þess að áin sé svo tilvalin og aðgengileg til veiða að þegar George Bush eldri, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi komið til Íslands, hafi Þverá verið valin fyrir hann. Bush var sett- ur niður við Kirkjustreng þar sem hann setti í og landaði 5 punda laxi á spón. Síðan segir hann magnaða veiði- sögu frá Þórunnarhyl: „Neðsti hylurinn á miðsvæðinu er Þórunnarhylur, sem myndi einnig vera (ásamt Klapparfljóti) í drauma- laxveiðiá minni. Ímyndið ykkur bestu hugsanlegu skilyrði. Það er miður ágúst 1983, það er enn hátt í ánni eftir flóð, en áin er að hreinsa sig og það lækkar í henni. Frá vinstri bakkanum veð ég út í miðja á, út á malarkamb og kasta að klöppinni á öndverðum bakka. En kasta einnig af og til að vinstri bakkanum þar sem laxar liggja hér báðum megin við mig. Laxar sýna sig víða um hylinn. Neð- ar er Robyn bróðir minn að kasta á hylinn ofan af háum kletti á vinstri bakkanum og hann setur í sannkall- aðan stórlax. Á sama tíma lendir flugan mín við hinn bakkann og lax rýkur af stað á eftir henni. Ég næ mínum á land og veð aftur út í til að reyna aftur. Robin er enn að glíma við laxinn sinn, en ég set strax í ann- an fisk og landa honum einnig. Ég hvet hann til að fara niður af klett- inum og reyna að koma laxinum neðar í ána. Hann gerir það og á endanum landar hann glæsilegum 19 punda laxi, nýgengnum. Vel- gengni mín heldur áfram og ég finn annan tökustað, nærri útfallinu við vinstri bakkann. Nærri útfallinu er hægt að vaða yfir ána og veiða hægri bakkann frá klettinum. Setji maður í lax þar, þarf að renna sér á rassinum niður brekkuna, niður á grasbakka og þar er löndunar- aðstaða. Robin hafði misst þarna enn stærri lax daginn áður og næsta dag veiddi sonur minn Sandy 23 punda lax, einnig í Þórunnarhyl. Kvöldið eftir tók ég mynd af þeim Robin og Sandy með stórlaxana, Robin með 19 pundarann, Sandy með 23 pundarann sem ég tel að hafi verið stærsti fluguveiddi lax á Ís- landi það sumar. Það er sjaldgæft að geta birt mynd af tveimur svo stórum löxum á sömu myndinni við íslenska á.“ f fylgilöxum Ljósmynd/Einar Falur Ingólfsson Ljósmynd/Einar Falur Ingólfsson Norðtunga Einn gjöfulasti veiðistaðurinn í Þverá er Kirkjustrengur við Norðtungu. Vorlaxinn velur sér oft þennan stað til að stoppa á um stund. www.gjofsemgefur.is P IP A R \T B W A • S ÍA • 102985 HALDA AFMÆLI Gefðu barninu ævintýralega jólagjöf Fallegt gjafabréf fæst í miðasölu Borgarleikhússins eða í síma 568 8000 . Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.