Morgunblaðið - 12.12.2015, Qupperneq 79
MINNINGAR 79
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015
Nú er einn minn
ljúfasti vinur látinn,
Lárus Jónsson, fyrr-
verandi alþingis-
maður og bankastjóri.
Við höfðum verið vinir í nær
hálfa öld, báðir að norðan, hann
frá Ólafsfirði en ég frá Siglufirði.
Við kynntumst þó ekki í æsku.
Við vorum samtímis við há-
skólanám, lukum báðir námi 1960,
vissum hvor af öðrum en kynnt-
umst ekki fyrr en nokkru síðar, og
þá einkum í Rotary-hreyfingunni.
Lárus var umdæmisstjóri Rotary
á Íslandi starfsárið 1967-1968. Þá
sat hann í stjórn Rotary Norden
1969-1973.
Svo urðum við samferða á Al-
þingi eftir kosningar 1971. Þar
störfuðum við náið saman. Á þess-
um 13 árum á Alþingi kynntist ég
vel kostum Lárusar, dugnaði hans
og vandvirkni. Þegar ég tók við
þingflokksformennsku 1979 ósk-
aði ég að Lárus yrði kjörinn vara-
formaður.
Því trúnaðarstarfi gegndi hann
þar til hann hætti á Alþingi 1984.
Áhugi Lárusar á byggðamálum
kom vel í ljós í þingstörfum hans.
Hann beitti sér mjög fyrir fram-
gangi þeirra. Þá varð hann fljót-
lega einn af aðaltalsmönnum
þingflokksins í efnahags- og fjár-
málum.
Hann átti sæti í fjárlaganefnd á
10 þingum og var formaður þeirr-
ar nefndar síðasta ár sitt á Al-
þingi.
Þá áttum við báðir sæti í þing-
mannasamtökum NATO-
ríkjanna 1974-1984.
Lárus varð bankastjóri Út-
vegsbankans 1984 og gegndi því
starfi til 1987 er bankinn var gerð-
ur að hlutafélagi þegar gjaldþrot
Hafskips hf. hafði valdið því að
bankinn tapaði verulegum hluta
af eigin fé sínu. Þá voru banka-
stjórarnir þrír ákærðir 1987 og
stóðu þau málaferli í þrjú ár.
Mér er kunnugt hversu mjög
þessi málaferli og allt fjölmiðla-
fárið hafði á líf Lárusar og fjöl-
skyldu hans. Afdráttarlaus
sýknudómur Sakadóms Reykja-
víkur í júlí 1990 kom því ekki í veg
fyrir þá þungu refsingu sem
bankastjórarnir hlutu af máli
þessu.
Árið 1991 tók Lárus við starfi
framkvæmdastjóra Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna og gegndi því
til 1998 er hann sagði starfinu
lausu. Með samhentu starfsfólki
LÍN tókst að rétta af hina graf-
alvarlegu stöðu sem sjóðurinn var
kominn í.
Þessi er í stórum dráttum
starfssaga Lárusar.
En við áttum einnig aðrar
stundir saman, ásamt fjölskyldum
okkar. Þar minnist ég einkum
þeirra 20 ára, 1986-2006, sem við
fórum saman til laxveiða í Sandá í
Þistilfirði. Við nutum þess að vera
í þessari einstöku náttúruperlu
með eiginkonum okkar.
Lárus sinnti töluvert ritstörf-
um um ævina. Hann skrifaði þrjár
bækur um æviferilinn og foreldra
sína.
Hann gaf út ljóðabókin „Dýrð
daganna“ og nokkru síðar ljóða-
bókina
„Ný veröld“. Þar sannaðist
hversu skáldmæltur hann var en
því hafði hann að mestu haldið
fyrir sjálfan sig til þess tíma.
Ég kveð nú þennan góða vin
minn, þakka samferðina og bið
Guð að blessa minningu þessa
mæta manns.
Guð blessi Rúnu og börnin
þeirra og fjölskylduna alla. Þau
hafa misst þann sem þeim þótti
vænst um.
Ólafur G. Einarsson.
Lárus Jónsson
✝ Lárus Jónssonfæddist 17.
nóvember 1933.
Hann lést 29. nóv-
ember 2015.
Útför Lárusar
fór fram 11. desem-
ber 2015.
Við Lárus Jóns-
son áttum samleið á
Alþingi Íslendinga
um nokkurt skeið og
urðum góðir vinir þó
að við sætum þar
sem fulltrúar hvor
fyrir sinn flokkinn;
það kom ekki í veg
fyrir að við næðum
vel saman. Með
nokkrum orðum
langar mig að minn-
ast þess tíma en læt öðrum eftir að
greina nánar frá öðrum þáttum í
lífshlaupi hans. Við vorum báðir
þingmenn Norðurlandskjördæm-
is eystra eins og það hét þá og átt-
um þar samstarf um mörg málefni
sem til framfara máttu horfa fyrir
kjördæmið. Á þeim árum héldu
þingmenn allra flokka sameigin-
lega fundi með forsvarsmönnum í
héraði, fulltrúum sveitarstjórna
og forsvarsmönnum fyrirtækja og
ýmissa félagasamtaka. Og oftar
en ekki voru þingmenn samstíga í
að fylgja málum eftir. Lárus var
þaulkunnugur í héraði, hafði setið
í bæjarstjórn bæði í Ólafsfirði og á
Akureyri og starfað sem fram-
kvæmdastjóri Fjórðungssam-
bands Norðlendinga. Það var ekki
lítils virði að hafa svo reyndan og
staðkunnugan mann með í þing-
mannahópnum.
Lárus hafði setið á þingi í tæp-
an áratug, eða frá 1971, þegar ég
var kjörinn á þing í desem-
berkosningum 1979 og hann tók
nýliðanum svo sannarlega vel.
Næstu árin áttum við báðir sæti í
fjárveitinganefnd Alþingis og þar
urðu menn einnig að vinna náið
saman að framfaramálum lands
og þjóðar, jafnvel þó að þeir sætu
þar sem fulltrúar ólíkra flokka og
skipuðu fylkingar stjórnar og
stjórnarandstöðu. Í öllu þessu
samstarfi kom vel fram hversu
traustur og heilsteyptur maður
Lárus var.
Hann fór ekki fram með hávaða
og látum, hann barði sér ekki á
brjóst eða hældi sér af afrekum
sínum en öll framganga hans bar
vitni faglegum vinnubrögðum
hans og þekkingu. Sömu mann-
kostir Lárusar komu einnig vel
fram á framboðsfundum fyrir
kosningarnar 1979 og 1983; þar
flutti hann mál sitt af þekkingu og
með rökum.
Ég hygg að starfsemi Alþingis
hafi verið með nokkuð öðrum
hætti á þessum árum en nú er.
Starfsfólk þingsins var færra og
nefndir höfðu fáa eða enga starfs-
menn til að safna upplýsingum,
vinna breytingartillögur eða
skrifa nefndarálit. Þetta urðu
þingmenn að vinna meira og
minna allt sjálfir. Í fjárveitinga-
nefndinni skapaðist góður andi og
náið samstarf og vinnuálag var
þar oft mikið þegar nálgaðist
fjárlagaafgreiðsluna, oft unnið
fram á kvöld og nætur við yfirferð
mála og lokafrágang þingskjala.
Þá var gott að eiga að og vinna
með jafn traustum, reyndum og
yfirveguðum manni og Lárusi
Jónssyni. Við sem sátum í nefnd-
inni á þessum árum urðum því í
mörgum tilvikum góðir vinir,
þvert á öll flokksbönd. Utan þings
og nefndarfunda áttu nefndar-
menn það til að hittast með mök-
um og úr varð traustur vinahópur
sem haldið hefur nokkrum
tengslum ætíð síðan. Þar kynnt-
umst við hjónin Guðrúnu konu
Lárusar og áttum með þeim
margar góðar samverustundir.
Þó að vissulega hafi nú þegar
kvarnast nokkuð úr þessum góða
hópi, og með fráfalli Lárusar sé
höggvið stórt skarð, lifir minning-
in um góða vini. Við Vigga sendum
Guðrúnu og öðrum ástvinum inni-
legar samúðarkveðjur og biðjum
Guð að blessa þau. Minningin um
góðan mann mun lifa.
Guðmundur Bjarnason.
Drangur flutti okkur fyrsta
sinnið fyrir Múlann til Ólafsfjarð-
ar haustið 1962. Þegar okkur bar
að var Lárus Jónsson formaður
skólanefndar og við vorum eigin-
lega á hans ábyrgð komin þarna
að taka þátt. Þar hefjast kynni
okkar og vinskapur og stóð síðan.
Það er ekki sjálfgefið hverjir
verða í nánasta fylgdarliði manns
um dagana og ekki heldur víst við
gerum okkur ljóst hve miklu það
skiptir hvernig þar skipast. Við
vorum heppin. Þarna var kraum-
andi og hlýtt mannlíf. Í Ólafsfjörð
sóttum við marga okkar nánustu
vini og þótt nú sé nokkuð um liðið
erum við enn tengd Ólafsfirði
þeim böndum að ekki munu
trosna framar.
Lárus Jónsson var einn þessara
og hann var sá drengur sem fáum
höfum við kynnst slíkum. Sam-
starf okkar varð strax náið vegna
starfa minna við skólann og
margra áhugamála sameiginlegra
og félagsmála ýmiss konar. Hann
lét sig varða hvað eina sem honum
sýndist til framfara horfa og gekk
fram af þeirri hógværð, kurteisi
og drengskap sem honum var eig-
inlegur. Skólinn naut þess að eiga
hann að bakhjarli.
Ólafsfjarðarárin voru dýrmæt
og gjöful. Svo urðu breytingar og
Lárus kallaður til starfa á víðari
vettvangi og aðrir rekja.
Lárus hafði tifinningaríka og
næma sýn á lífið og kom fram í
ljóðagerð hans. Hugurinn heima í
Ólafsfirði og yrkisefnin oft þangað
sótt. Hugurinn heima. Heiðríkja
og birta var um tengsl Lárusar við
æskuheimili sitt og foreldra með-
an þeirra naut við.
Nú varð vík milli vina. „Morg-
unfrúr“ hét hann klúbburinn sem
varð til bjargar tengslunum. Einn
merkasti menningar-, skemmti-
og ferðaklúbbur sem sögur fara
af. Inntökuskilyrði að hafa búið í
Ólafsfirði. Fern vorum við hjónin
lengst, við Guðbjörg vígð inn þeg-
ar við fluttum inn fyrir Múla.
Sumarferðir, sem farnar voru ár
hvert, voru hápunktur fé-
lagsstarfsins. Við festum okkur
hús þar sem við vildum stunda
„vísindastörf“ og útiveru hverju
sinni. Fórum um héruð og rifjuð-
um upp söguna, landið, fjöllin,
firðina og fólkið, fuglana og allar
þær furður sem fyrir augu bar. Og
svo voru kvöldvökur, veislur með
sögum, söng, ljóðum og dýrmætri
samveru. Lárus hrókur alls fagn-
aðar auk þess að vera skrásetjari
ferðanna og sendi okkur mynd-
skreyttar ferðasögurnar að öllu
yrði nú haldið til haga. Þessar
ferðir styrktu enn tengslin. Við
vorum búin að kanna flestar
byggðir lands í þessum ferðum og
sumar oft. Við norðanfólkið fórum
líka í menningarferðir í höfuð-
borgina á veturna og þá var komið
á Hólastekk til Rúnu og Lárusar
og skorti okkur þá ekkert. Rúna
og Lárus, við nefndum þau alltaf
saman. Það er gleði og birta þar
sem Rúna er. Þau tóku saman á
bók ágrip af hamingjusamri sam-
leið sinni í lífinu og þarf ekki frek-
ari vitnanna við um hamingju
þeirra saman. Við Guðbjörg og
Hörður og Rósa sitjum nú hér fyr-
ir norðan ögn skrýtin til augnanna
og innst inni líka og þökkum Lár-
usi dýrmæta samfylgd og vináttu
og sendum Rúnu, Jóni Ellert,
Mörtu Kristínu, Jónínu Sigrúnu
og öðrum ástvinum hlýjustu
kveðjur okkar. Blessuð sé minn-
ing Lárusar Jónssonar.
Kristinn G. Jóhannsson.
Í fulla sex áratugi höfum við
hjónin notið vináttu Lárusar og
Rúnu. Lárus var í hópi nemenda
Reykholtsskóla í Borgarfirði sem
hófu nám í Menntaskólanum í
Reykjavík haustið 1950. Hann var
mikill námsmaður, lauk stúdents-
prófi með sóma og hóf nám í við-
skiptafræði við Háskóla Íslands
haustið 1954. Hann vann lengst af
með háskólanáminu á Veðurstofu
Íslands, meðal annars á Keflavík-
urflugvelli. Síðar kom Lárus víða
við á starfsferli sínum og gegndi
mörgum trúnaðarstörfum af
ábyrgð og heiðarleika. Aðrir
munu væntanlega gera þeim
störfum skil.
Lánið hans mikla var er hann
hitti Rúnu sína, Guðrúnu Jóns-
dóttur frá Meiðastöðum í Garði,
snemma á háskólaárunum. Þau
fögnuðu 60 ára brúðkaupsafmæli
sínu á liðnu hausti. Rúna og Lárus
áttu miklu barnaláni að fagna og
voru börnin þeirra fjögur foreldr-
um sínum til mikillar gæfu. Sorgin
kvaddi þó óvænt dyra er Unnar
sonur þeirra féll frá, langt um ald-
ur fram.
Það sem einkenndi Lárus var
góðvild hans, hreinskilni, heiðar-
leiki og gleði. Jafnan var stutt í
hláturinn á góðum stundum og þá
var erfitt að hlæja ekki með. Hann
var raunsær, hollráður og velvilj-
aður samferðamönnum sínum.
Margar minningar koma upp í
hugann þegar Lárus nú er kvadd-
ur. Við hjónin minnumst sam-
skiptanna þegar Rúna og Lárus
voru að hefja göngu sína saman.
Þá leigðu þau hjá „Didda frænda“
á neðri Hofteigi (neðan Gullteigs)
en við bjuggum í efri hluta göt-
unnar. Þá hittumst við oft og átt-
um góðar stundir saman. Á Hof-
teigsárunum fæddist
frumburðurinn Jón Ellert og síð-
an Unnar í sama mánuði og Hjör-
dís okkar. Síðan hefur það gleði-
lega gerst að vináttan hefur
haldist áfram milli kynslóða, bæði
milli dætra okkar og barnabarna.
Margar eftirminnilegar heim-
sóknir rifjast upp. Þegar Lárus,
nýútskrifaður viðskiptafræðingur,
var ráðinn bæjargjaldkeri í sínum
fallega heimabæ, Ólafsfirði, kom-
um við til þeirra á fögrum sum-
ardegi og fengum konunglegar
móttökur. Uppistaða veitinganna
var nýveiddur lax úr Svartá í
Húnaþingi en þá var Lárus byrj-
aður á helsta sporti sínu, að kasta
fyrir hinn silfraða eðalfisk í ám
landsins. Sambandið við þau góðu
hjón varð nánara er þau síðan
bjuggu um áratuga skeið á glæsi-
legu heimili sínu í Hólastekknum í
Reykjavík.
Viðeigandi finnst okkur á þess-
um tímamótum að vitna í 13. Kór-
intubréf Biblíunnar, þar sem seg-
ir: „En nú varir trú, von og
kærleikur, þetta þrennt, en þeirra
er kærleikurinn mestur.“ Einnig
segir þar: „Kærleikurinn fellur
aldrei úr gildi.“
Lárus var trúaður maður, eins
og glöggt kemur fram í ljóðum
hans, og ljós kærleikans fylgdi
honum ævina alla. Þessu til sönn-
unar má vitna í ljóðabækur hans,
Dýrð daganna og Nýja veröld.
Ljóðin bera órækt vitni um ein-
læga virðingu hans fyrir lífinu.
Okkur dylst ekki ást hans á Rúnu
sinni og fjölskyldunni, eins og
fram kemur í mörgum ljóðum
hans. Þetta er dæmi úr Nýrri ver-
öld, sem út kom í nóvember 2013:
„Við áttum samleið ævilangan veg
í ölduróti gleði og sorgar daga,
hamingjan ein var aleigan forðum þá.“
Við biðjum Rúnu og stórfjöl-
skyldunni guðs blessunar á erfiðri
kveðjustund.
Hólmfríður, Hörður
og fjölskylda.
Látinn er öðlingurinn Lárus
Jónsson, fyrrv. alþingismaður.
Lárus var fæddur í Ólafsfirði, voru
foreldrar hans og tengdaforeldrar
mínir góðir nágrannar. Sem ung-
lingur vann Lárus m.a. við fisk-
vinnslu tengdaföður míns, Magn-
úsar Gamalíelssonar. Magnús
gerði vel við Lárus, borgaði hon-
um fullorðinskaup þegar Lárus
var enn unglingur. Þessu gleymdi
Lárus aldrei. Hann skrifaði afar
fallega minningargrein um Magn-
ús að honum látnum. Lárus nam í
Reykholtsskóla en stundaði síðan
nám við Menntaskólann í Reykja-
vík ásamt félögum sínum Lýði
Björnssyni og Magnúsi Bjarn-
freðssyni. Við Lárus vorum sam-
stúdentar 1954 og síðan námum
við báðir viðskiptafræði í Háskóla
Íslands. Jafnhliða námi vann Lár-
us hjá Veðurstofu Íslands. Hann
kvæntist árið 1955 sinni einstöku
og mikilhæfu Guðrúnu Jónsdóttur
úr Garði. Hjónaband þeirra var
einstakt. Ríkti mikil ástúð og
væntumþykja milli þeirra alla tíð.
Guðrún var stoð hans og stytta
gegnum lífið. Mikið álag fylgdi því
að koma sér upp íbúð á þessum ár-
um og vinnudagurinn var langur.
Fyrsta barnið eignuðust þau 1956,
en börnin urðu fjögur; Jón Ellert,
cand.oecon, Unnar Þór, tölvunar-
fræðingur, sem er látinn, Marta
Kristín, lektor, og loks Jónína Sig-
rún, lögfræðingur. Starfsvett-
vangur Lárusar var í Ólafsfirði,
Akureyri og Reykjavík. Hann
gegndi opinberum störfum af
samviskusemi og skyldurækni.
Var í ýmsum nefndum og í bæj-
arstjórn Ólafsfjarðar og Akureyr-
ar og alþingismaður fyrir Norður-
land eystra. Einnig var hann
bankastjóri Útvegsbanka Íslands
og síðar framkvæmdastjóri Lána-
sjóðs ísl. námsmanna í nokkur ár.
Víða hlóðust störf á Lárus sakir
mannkosta hans. Þegar það kom í
hlut Rótaryklúbbs Ólafsfjarðar að
tilnefna umdæmisstjóra Rótary-
hreyfingarinnar á Íslandi féll það í
hlut Lárusar að taka það að sér.
Það innti hann af höndum með
miklum ágætum, eins og önnur
störf sem honum voru falin. Eftir
að Lárus hætti opinberum störf-
um var hann síðustu árin valinn til
þess að hóa saman samstúdentum
frá MR ’54 sem ritari á öllum sam-
komum og fundum árgangsins.
Lárus hafði unun af að setja sam-
an ljóð. Gaf hann út tvær ljóða-
bækur. Skáldskapur hans var
húmanískur margbreytileiki með
Guð, tilveruna, heimahagana og
Rúnu í öndvegi. Lárus var trúað-
ur. Hann orti fallega til konu sinn-
ar.
Rúna þú ert fallegt fljóð
svo fágæt ert,
að aldrei get ég ort þér ljóð,
sem er þér vert.
Þegar samstúdentarnir héldu
fundi eða samkomur kom Lárus
t.d. með sinn gamla skólabróður
Lýð Björnsson, sem þá var orðinn
veikur, ásamt konu hans. Það
sýndi umhyggju hans fyrir vini
sínum. Okkar vinskapur varð nán-
ari eftir að Lárus hætti opinberum
störfum. Gagnkvæmar heimsókn-
ir voru skemmtilegar og margt
bar á góma, ekki bara pólitík.
Gjarnan voru rifjaðar upp spaugi-
legar minningar þeirra Lárusar
og konu minnar Ásdísar úr heima-
högunum. Við Dísa kveðjum með
miklum söknuði okkar ágæta og
trausta vin Lárus Jónsson. Elsku
Rúna og fjölskylda, við sendum
ykkur hugheilar samúðarkveðjur.
Góður drengur hefur kvatt en
minning hans lifir með okkur.
Gottfreð Árnason.
www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565 9775
Frímann
s: 897 2468
Hálfdán
s: 898 5765
Ólöf
s: 898 3075
ÚTFARARÞJÓNUSTA
HAFNAFJARÐAR
FRÍMANN & HÁLFDÁN
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður,
tengdasonar, afa og bróður,
GUNNARS RÚNARS GUÐNASONAR,
húsasmíðameistara og
myndlistarmanns, frá Kirkjulækjarkoti,
Fljótshlíð, til heimilis að
Þórunnarstræti 123 á Akureyri.
Sérstakar þakkir fá Friðbjörn Sigurðsson
krabbameinslæknir, Nick Cariglia læknir, starfsfólk á lyfjadeild
og göngudeild lyfjadeildar á Sjúkrahúsinu á Akureyri og
Heimahlynning á Akureyri fyrir frábæra umönnun. Einnig fá
Óskar Einarsson, Hrönn Svansdóttir, Fanny Tryggvadóttir og
Edgar Smári Atlason sérstakar þakkir fyrir fallegan söng. Guð
blessi ykkur öll.
.
Anna Júlíana Þórólfsdóttir,
Hreinn Logi Gunnarsson, Dagný Elísa Halldórsdóttir,
Ingvar Leví Gunnarsson, Linda Þuríður Helgadóttir,
Gunnar Jarl Gunnarsson, Ingibjörg Hulda Jónsdóttir,
Jónheiður Gunnrsdóttir,
Jónheiður Pálmey Þorsteinsdóttir,
Natan Breki Ingason,
Rúnar Berg Gunnarsson
og systkini hins látna.
Hugheilar þakkir sendum við öllum sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát
og útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
FANNEYJAR TRYGGVADÓTTUR,
Grund, Reykjavík,
áður Mánatúni 4, Reykjavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á
Grund sem sýndi henni einstaka umhyggju og stuðning árin
sem hún bjó þar.
.
Joseph Lee Lemacks,
Tryggvi Friðjónsson, Kristbjörg Leósdóttir,
Þórarinn Friðjónsson, Ingibjörg Ólafsdóttir,
Gróa Friðjónsdóttir,
Vigdís Stefánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.