Morgunblaðið - 12.12.2015, Page 80

Morgunblaðið - 12.12.2015, Page 80
80 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 ✝ IngibjörgÓlafsson fædd- ist á Nygård í Volbu í Noregi 9. ágúst 1926 og ólst þar upp. Hún lést á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli 28. nóvember 2015. Foreldrar henn- ar voru Thorleiv Nyhagen, bóndi og smiður, f. 14. nóv- ember 1891, d. 18. desember 1964, og Julie Haugelien Nyhag- en, f. 22. janúar 1885, d. 18. júní 1964. Bróðir hennar var Jørgen Kristian Nyhagen, f. 27. ágúst 1922, d. 2. júní 2008. Ingibjörg giftist hinn 29. júní 1950 Eggerti Ólafssyni, bónda á Þorvaldseyri, f. 29. júní 1913, d. 24. maí 1997. Foreldrar hans voru Ólafur Pálsson, bóndi á Þorvaldseyri, f. 9. apríl 1877, d. 29. desember 1951, og kona hans Sigríður Ólafsdóttir, f. 26. maí 1876, d. 21. júní 1961. Ingi- björg og Eggert eignuðust fjög- ur börn: 1) Jórunn, f. 2. júní 1950, gift Sveini Tyrfingssyni, f. G. Ólafssyni, þau eiga tvær dæt- ur. b) Guðlaug, gift Oddi Grét- arssyni, þau eiga tvær dætur. c) Flosi, kvæntur Huldísi Ósk Hannesdóttur, þau eiga eina dóttur. 4) Sigursveinn, f. 8. febr- úar 1958, kvæntur Bryndísi Em- ilsdóttur, f. 11. mars 1959. Börn þeirra eru: a) Emil, kvæntur Helgu Sigurveigu Sævarsdótt- ur, þau eiga tvær dætur. b) Egg- ert, í sambúð með Sigríði Stein- unni Auðunsdóttur, þau eiga eina dóttur. c) Birkir, í sambúð með Irmu Kristrúnardóttur, þau eiga einn son. d) Berglind. Með Ingibjörgu og Eggerti var til heimilis Sigurður Ólafur Sveins- son, uppeldisbróðir Eggerts, f. 8. júlí 1926, d. 8. júní 2009. Ingibjörg gekk í norskan lýð- háskóla að loknu grunnnámi. Hún var kaupakona á ýmsum heimilum í nágrenninu og hjálp- aði foreldrum sínum við búskap- inn, sem þá var lítt vélvæddur. Eftir að hún flutti til Íslands gerðist hún húsmóðir á Þor- valdseyri og stýrði stóru heimili af miklum myndarskap. Útför Ingibjargar fer fram frá Eyvindarhólakirkju í dag, 12. desember 2015, og hefst at- höfnin klukkan 14. 28. janúar 1941. Börn þeirra eru: a) Ingibjörg, í sambúð með Erlingi Frey Jenssyni, þau eiga tvær dætur. b) Kristín Margrét, gift Guðbrandi Pálssyni, þau eiga þrjú börn. c) Guð- rún Lára, gift Jóni Sæmundssyni, þau eiga fjögur börn. d) Tyrfingur, kvæntur Huldu Brynjólfsdóttur, hún á þrjú börn. e) Eggert Þeyr. 2) Ólafur, f. 17. júlí 1952, kvæntur Guð- nýju Andrésdóttur Valberg, f. 2. október 1953. Börn þeirra eru: a) Páll Eggert, kvæntur Hönnu Láru Andrews, þau eiga tvo syni. b) Þuríður Vala, gift Atla Engilbert Óskarssyni, þau eiga þrjú börn. c) Inga Júlía, í sam- búð með Åsmund Furøy. d) Sig- ríður, í sambúð með Elvari Erni Viktorssyni. 3) Þorleifur, f. 22. maí 1955. Kona hans Þorbjörg Böðvarsdóttir, f. 26. október 1957. Þau skildu. Börn þeirra eru: a) Hulda Mjöll, gift Jóhanni Elsku mamma. Mamma og pabbi kynntust í Noregi þegar pabbi var í bænda- ferð sem hann fór óvænt í vegna forfalla afa. Mamma kom til Ís- lands árið 1949 og hafði ráðið sig til þjónustustarfa á heimili Árna G. Eylands í Reykjavík. Stuttu síðar heimsótti hún pabba austur að Þorvaldseyri og þá varð ekki aftur snúið. Foreldrar mínir hófu saman búskap og mamma gekk í störf ömmu sem þá var orðin öldruð. Á heimilinu bjuggu einnig Unnur Ólafsdóttir og Sigurður Sveinsson, uppeldissystkini pabba. Mamma sá til þess að við systkinin stunduðum heimanám- ið okkar og naut í leiðinni góðs af því. Hún efldist í lestri og skrift á íslensku og fljótlega heyrðist það vart á mæli hennar að hún væri norsk. Hún var smeyk þegar hér geisuðu ofsaveður og einnig hafði hún áhyggjur vegna hættu af eld- gosum og jarðskjálftum. Þetta var ólíkt því sem hún átti að venj- ast en hér voru þó ýmis þægindi sem ekki voru algeng í heimasveit hennar, eins og rafmagn til upp- hitunar og eldunar. Vegna tengsla mömmu við Noreg kynnt- ist pabbi norskum bændum og ræktunarstarfi þeirra. Það má því þakka henni að korn hefur verið ræktað á Þorvaldseyri frá árinu 1960. Mamma hafði oft heimþrá en eftir því sem árin liðu og afkom- endum fjölgaði, varð hún stolt af því að eiga þessa stóru fjölskyldu á Íslandi. Það var erfitt fyrir ömmu og afa í Noregi að sjá á eft- ir dótturinni til Íslands en þau áttu einnig soninn Jörgen sem tók síðar við búskap þeirra. Amma kom hingað til lands árið 1950 og var viðstödd brúðkaup foreldra minna. Þetta var í fyrsta og eina skiptið sem hún kom en í þá daga tók flugið yfir hafið 6 klukkutíma. Afi kom svo í heim- sókn sumarið 1955, á einu mesta rigningarsumri sem menn muna. Bréfaskriftir voru nánast einu samskiptin milli landa á þessum tíma en um hátíðir var farið á sím- stöðina í Skarðshlíð og hringt þaðan til Noregs. Fyrir jól feng- um við krakkarnir alltaf stóran pakka frá Noregi sem gladdi okk- ur mikið. Það voru spennandi og öðruvísi gjafir en við áttum að venjast, t.d. blöð með Knold og Tott sem voru lesin fram að jól- um. Mamma mundi vel eftir seinni heimsstyrjöldinni og lífinu í Nor- egi þegar Þjóðverjar hernámu landið. Afi var með gervifót svo hann slapp við herþjónustu en fjölskyldan þurfti að dvelja í köld- um kjallara hússins vikum saman því hvorki mátti sjást ljós né reykur frá byggðinni. Undir lok stríðsins heyrðust sprengingar frá þýskum flugvélum alla leið upp í Volbu. Þegar stríðinu lauk var kirkjuklukkum hringt um alla sveitina og norski fáninn dreginn að húni. Þeim degi gleymdi mamma aldrei. Ég átti þess kost að fara nokkrum sinnum með mömmu til Noregs og í þeim ferðum var hún óþreytandi að benda mér á það sem henni þótti fegurst í sveitinni sinni. Við heimsóttum frændfólk og vini og alltaf var farið upp á sel, eða „stölen“, þar sem hún dvaldi á sumrin sem selstúlka þegar hún var ung. Elsku mamma, við erum öll þakklát fyrir þann tíma sem við fengum að hafa þig hér og fyrir allt sem þú gafst af þér í lífi og starfi. Tusen takk mor. Ólafur Eggertsson. Þegar móðir mín, Ingibjörg, sveitastelpa frá Noregi, tók sig upp og flutti til Íslands fyrir 66 árum þóttu það fréttir í hennar heimasveit, að segja í næstu sýslum. Það var árið 1948 að nokkrir ungir bændur og bændasynir of- an af Íslandi fóru í fyrstu bænda- ferðina sem farin var. Förinni var heitið til Noregs, faðir minn fór í þessa ferð. Komið var við á til- raunabúinu Löken í Volbu-sveit, þar var að vinna ung norsk stúlka. Þar kynntust þau foreldrar mínir. Mamma kom til Íslands árið 1949, hún var unglingur í her- setnu landi í síðari heimsstyrjöld- inni og setti það mark á hana fyrir lífstíð. Hún sagði okkur krökkun- um margar sögur úr stríðinu og vildi að við vissum hvernig lífið gekk fyrir sig, ekki bara í stríð- inu, heldur í Noregi yfir höfuð. Það var henni mikið hjartans mál að halda tengslunum við Noreg og að við gleymdum því aldrei, að við værum norskrar ættar. Á fyrstu árum móður minnar hér á landi var það stórmál fyrir hana að tala við foreldra sína í síma, senda þurfti skeyti á undan og sammælast um stað og stund. Það voru þess vegna skrifuð mörg og löng bréf, mamma sagði skemmtilega frá og tíundaði alla hluti. Hún átti stóran vina- og kunningjahóp, sem hún var ólöt að skrifa og hún fékk líka fréttir, því allir skrifuðu til baka. Margir hafa svo komið í heimsókn á seinni árum og heimilið á Þor- valdseyri var gestkvæmt og það var líka mannmargt, því tengda- foreldrar hennar voru þar meðan þau lifðu og oft var verið með vinnuhjú. Mamma stýrði stóru heimili, pabbi var löngum að heiman, því hann tók þátt í félags- málum bænda í hartnær hálfa öld. Þá og alltaf hjálpaði henni og föð- ur mínum Sigurður Sveinsson, uppeldisbróðir föður míns, en Sigga var hægt að treysta í hví- vetna, hann vann alla tíð að Eyr- arbúinu eins og hann ætti það sjálfur og af mikilli ósérhlífni. Það verður aldrei nógsamlega þakk- að, en hann lést árið 2009. Mamma og pabbi byggðu upp stórbýli á þeirra tíma mæli- kvarða, það var alltaf verið að byggja og bæta, kaupa vélar, stækka bústofninn og að norskri fyrirmynd fór pabbi að rækta bygg, var þar frumkvöðull. Snyrtimennska bæði úti og inni var og er til mikillar fyrirmyndar á Þorvaldseyri og mamma var mikil húsmóðir, sauð meira að segja niður kjöt í krukkur. Ekki var til nein frystikista fyrr en raf- magnið kom, árið 1961. Það breytti lífinu að geta farið að kaupa heimilistæki, en eldavél tengd heimarafstöð var komin í eldhúsið, þegar hún flytur hingað. Hún tileinkaði sér íslenska mat- argerð og gerði m.a. góðar flat- kökur og á sunnudögum var alltaf rjómaterta með rabarbarasultu á milli laga. Rjóminn var að sjálf- sögðu úr hennar eigin skilvindu. Mamma var selstúlka í Noregi, hún var fyrst í seli með móður sinni, en síðar varð hún bústýran, mjólkaði kýrnar með höndunum og vann úr mjólkinni smjör og osta. Selið var mömmu helgur reitur og þangað varð hún að fara í hvert sinn, sem hún heimsótti Noreg. Mamma saknaði föðurlandsins allt sitt líf, í hjarta sínu var hún norsk, varð aldrei Íslendingur, en mamma talaði íslensku fádæma vel, það var ekki nokkur leið að heyra að hún væri ekki borin hér og barnfædd. Á efri árum varð þessi tregi hennar ákaflega sár. En hún sagði líka oft að hún hefði átt góðan mann og gott líf og ver- ið svo heppin að fá að búa á einum fegursta stað á Íslandi. Blessuð sé minning þín, elsku mamma mín, Jórunn. Ég vil með nokkrum orðum minnast tengdamóður minnar, Ingibjargar Ólafsson. Það fyrsta sem kemur upp í hugann, þegar ég hugsa til hennar, er myndar- bragur og hlýja. Já og blóm. Það voru alltaf blóm einhvers staðar nálægt henni og oftast blómstr- andi. Garðurinn hennar við íbúðar- húsið á Þorvaldseyri var ákaflega fallegur með ótal tegundum af blómum og runnum. Strax fyrst á vorin stungu krókusar upp koll- inum og hún forræktaði anemón- ur og aðrar laukplöntur sem glöddu augun með stórum lit- sterkum blómum. Eins sáði hún til sumarblóma. Heimilið var afar snyrtilegt og bar þess vitni að þar hafði smekkmanneskja komið hlutunum fyrir. Og þar voru einn- ig blóm. Pelargóníur, begóníur og sankti-pálsjurtir, ásamt ótal fleiri tegundum sem hún gaf mér af- leggjara af og kenndi mér að koma til. Hún hafði alltaf þessa fallegu blómaliti í kringum sig og klæddist sjálf þannig litum. Þú sást hún sjaldan eða aldrei í svörtu líkt og svo margar íslensk- ar konur, enda var hún norsk. Ekki var samt hægt að heyra það á tali hennar. Hún náði íslensk- unni það vel. Hún sagði mér að hún hefði hlustað mikið á útvarp fyrst eftir að hún kom hingað til landsins og þannig náð málinu bæði fljótt og vel. Hún var skipulögð í öllu sem hún gerði enda hafði trúlega ekki veitt af, því heimilið var lengst af mannmargt og oftast var, auk heimilismanna, vinnufólk til lengri eða skemmri tíma. Tengdaforeldrar hennar voru einnig á heimilinu fyrst þegar hún tók þar við. Öll verk virtust svo auðveld þegar maður horfði á hana vinna. Hún var fljót að gera það sem þurfti en samt sást eng- inn asi á henni. Mér sem hætti til að dunda yfir verkunum var hollt að sjá hvernig þessi dugnaðar- kona bar sig að. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir unga stúlku að taka sig upp frá foreldrum og bróður og flytja hingað, en hún ætlaði sér reyndar að fara aftur heim um haustið. En stundum æxlast hlutirnir öðruvísi en við áætlum. Hún bjó hér í sam- fellt 66 ár. Hún saknaði ætíð föð- urlandsins og fólksins síns þar og einnig skógarins og veðurblíð- unnar en var jafnframt þakklát fyrir líf sitt hér á landi. Eða eins og hún skrifaði í tilefni af 50 ára dvöl hér á landi: „Þegar ég lít yfir hópinn, börn, tengdabörn, barna- börn og langömmubörn, þá er ég ólýsanlega stolt, glöð og þakklát fyrir hvað ég er rík.“ Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Ingibjörgu enn betur þau ár sem við Sigursveinn bjuggum á Þorvaldseyri. Og ég tel það góð eftirmæli að hann heyrði móður sína aldrei hall- mæla neinum manni þau ár sem hann var að alast upp. Hvíl í friði, kæra Ingibjörg, og takk fyrir allt. Bryndís Emilsdóttir. Elskuleg tengdamóðir mín, Ingibjörg Ólafsson. Ég minnist þess, þegar ég fyrst kom að Þorvaldseyri, hvað þau hjónin Ingibjörg og Eggert voru hlý og vingjarnleg og tóku vel á móti mér. Heimili þeirra var einstaklega fallegt og snyrtilegt og með norsku ívafi. Ingibjörg var mikill dugnaðarforkur, rösk, handlagin og vandvirk við það sem hún tók sér fyrir hendur og átti það við jafnt úti sem inni. Á Þorvaldseyri var oft glatt á hjalla þegar gesti bar að garði og átti Ingibjörg auðvelt með að töfra fram hinar bestu góðgerðir, enda vildi hún öllum allt það besta. Mér þótti gaman að kynnast norskum matarhefðum sem fléttuðust inn á milli þeirra íslensku. Stofublóma- skrúðinu hennar gleymi ég ekki, það var alltaf blómlegt í kringum hana tengdamömmu, ekki aðeins innanhúss heldur einnig úti í fal- lega garðinum hennar sem ein- hverju sinni hafði hlotið viður- kenningu. Það var góður skóli fyrir mig, að fá að búa fyrstu bú- skaparárin mín inni á heimili tengdaforeldra minna og taka þátt í öllum almennum heimilis- störfum á stóru sveitaheimili, áð- ur en við Óli stofnuðum okkar eig- ið. Það er mér einnig ómetanlegt að hafa fengið að kynnast öllu góða og skemmtilega norska frændfólkinu hennar Ingibjargar og vinum, sem við hjónin höfum haldið góðu sambandi við. Fyrir þetta allt er ég þakklát. Það, hversu sárt hún saknaði Noregs, fyrstu árin hennar hér, fólksins síns og landsins, mótaði hana alla tíð síðan. En þegar hún eignaðist börnin og síðar barnabörn og langömmubörn breyttist þessi söknuður að einhverju leyti og hún varð sáttari og stolt af öllum hópnum sínum. Barnabörnin hennar eiga góðar minningar frá ömmu og afa. Hjá þeim var alltaf opið hús, tími til að spjalla, hlusta á sögur, auðvelt að fá að gista og alltaf til nýbakaðar „ömmukök- ur“ með mysingi. Ingibjörg dvaldi síðustu æviárin sín við góða umönnun á Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli. Henni leið þar vel og þótti starfsfólkið elskulegt og nærgætið. Á allra síðustu árum fór fór skammtíma- minni hennar að þverra, en minn- ingarnar frá Noregi urðu meira ríkjandi. Þráin eftir að komast aftur heim til Noregs varð sterk og undir það síðasta talaði hún orðið við okkur á móðurmálinu sínu. Blessuð sé minning norsku selstúlkunnar, Ingibjargar Ny- hagen, síðar Ólafsson, húsfreyju á Þorvaldseyri. Hvíl í friði. Guðný A. Valberg, Þorvaldseyri. Elsku amma. Það er sárt að þurfa að kveðja þig en svona er víst lífsins gangur. Þær björtu og fallegu minningar sem ég á um þig munu ylja mér um ókomna tíð. Er ég sat við rúmið þitt síð- ustu daga þína hvarflaði hugurinn oft til bernskuáranna og samvist- anna við þig heima á Þorvalds- eyri. Það var stór gjöf fyrir mig sem barn að fá að alast upp í næsta húsi við þig og afa. Ég fór ófáar ferðirnar yfir hlaðið til ykk- ar og naut þess að dvelja hjá ykk- ur austrí í góðu yfirlæti. Einatt var einhverju góðgæti laumað í munn, t.d. rauðbleikum kónga- brjóstsykursmola, súkkulaði- eða kökubita. Þú varst oft í eldhúsinu enda mörg verk húsmóðurinnar sem þar fara fram. Afi sagði gjarnan að bóndans bú væri ekk- ert án góðrar húsmóður. Búrið inn af eldhúsinu þínu var ævin- týralegt, fullt matar og hráefnum til baksturs. Þú bakaðir reglulega flatkökur og ef við systkinin vor- um úti við þegar við fundum lykt- ina úr eldhúsinu, þá hlupum við inn til þín til að fá nýbakaðar „ömmukökur“ með smjöri og mysingi. Þær voru algert lostæti. Á aðventunni runnu smáköku- sortir og lagtertur út úr bakar- ofninum eins og fyrir töfra. Þegar ég var orðin nógu há í loftinu var það árlegt starf mitt að príla upp á eldshúsinnréttinguna og skipta um gardínur fyrir jólin. Á milli verka sátum við gjarn- an saman inni í baðstofu og unn- um handavinnu. Ég man eftir út- saums- og handavinnublöðunum þínum og hvað ég gat gleymt mér við að skoða þau. Þú áttir líka stóra rauða blikkdós fulla af töl- um og hnöppum sem ég gat enda- laust rótað í og skoðað. Já, tíminn stóð sannarlega í stað á þessum árum og það þurfti ekki mikið til að gleðja litlar manneskjur. Það dafnaði allt vel sem þú fórst hönd- um um, hvort sem það var fólkið þitt eða plönturnar þínar, bæði úti og inni. Þú sagðir okkur systk- inunum líka frá heimalandinu þínu, Noregi, og lífinu þar; þegar þú fórst með kýrnar upp á selið í sveitinni þinni og varst selstúlka og líka frá því þegar þú og bróðir þinn fóruð á heimasmíðuðum skíðum og sleða í skólann á vet- urna. Ég skynjaði snemma að þau umskipti að flytja í annað land þegar þú varst aðeins rúmlega tvítug höfðu haft djúpstæð áhrif á þig. Þú saknaðir foreldra þinna og skógarins. En þér leið vel hér og þér varð tíðrætt um hversu rík þú værir að eiga heilbrigð börn og barnabörn. Þú hélst alltaf miklum tengslum við Noreg og fólkið þitt og voru heimsóknir á báða bóga. Þannig kynntumst við ættingjum okkar í Noregi sem við höldum enn góðu sambandi við. Heimilið þitt var fallegt og hlýlegt, skreytt rósamáluðum viðarskálum, vefn- aði, útsaumi og ýmsum öðrum fal- legum norskum munum. Ég gleymi þér aldrei elsku amma mín og ég þakka þér fyrir samfylgdina. Þú hefur sannar- lega gefið mér mikið með nær- veru þinni og ég er þakklát fyrir það. Ég veit að núna ertu komin heim og þér líður vel. Guð blessi þig. Þín Þuríður Vala. Þegar ég sest niður til að minn- ast ömmu í örfáum orðum sé ég hana fyrir mér í eldhúsinu á Eyri, við systkinin hlaupum framhjá eldhúsglugganum og beint inn í eldhús, hún kallar á móti okkur; hæ, hæ – hæ, hæ og svo fylgdi þétt faðmlag. Það var alltaf spennandi að fara til ömmu og afa. Það var alltaf farið í hádeg- ismat og þá var yfirleitt á borðum lambalæri með öllu tilheyrandi og að sjálfsögðu ís á eftir. Amma var mikil húsmóðir, eldaði og bakaði og var annt um að hafa hreint og snyrtilegt í kringum sig. Oft var gestkvæmt á heimilinu, sérstak- lega á meðan afi tók virkan þátt í félagsmálum bænda en einnig komu þangað oft ættingjar og vinir, bæði íslenskir og norskir ættingjar ömmu. Amma var norsk sveitastelpa sem kom hingað sumarið 1949, þá 23 ára gömul. Hún kvaddi móður, föður og eldri bróður og sagðist ætla að koma aftur í haust, þau þyrftu ekki að hafa neinar áhyggjur af öðru. Um haustið trú- lofaðist hún hins vegar unga manninum sem hafði sent henni flugmiðann. Hann hafði verið í bændaferð í sveitinni hennar sumarið áður og þar hittust þau þegar ungar stúlkur úr sveitinni gengu um beina og skenktu kaffi í bolla íslenskra bænda. Á eftir var stiginn dans og sagan segir að þau hafi dansað saman. Um vet- urinn flugu bréf á milli landanna og einu slíku fylgdi flugmiði. Það voru mikil viðbrigði fyrir ömmu að setjast að á sveitabæ á Íslandi, hún þurfti að læra tungumálið og matargerð var annars konar en hún var vön. En henni fórst þetta allt mjög vel úr hendi og mér fannst alltaf gaman að skoða myndir og heyra ömmu segja frá lífinu í Noregi, krakkarnir voru mjög oft á skíðum á veturna og uppi í seli allt sumarið. Það varð mikil breyting í lífi ömmu þegar afi lést, vorið 1997. Hana langaði til Noregs en treysti sér ekki til að ferðast ein svo það varð úr að ég og Inga Júl- ía ákváðum að fara með henni. Þessi ferð er ógleymanleg, að vera í sveitinni hennar og koma á alla staðina sem ég hafði svo oft heyrt talað um. Og fara svo með henni upp í sel, það var yndislegt. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að fara með ömmu á hennar æskuslóðir. Síðustu árin dvaldi amma á Kirkjuhvoli og þar fór vel um hana. Hún mundi ekki allt sem gerðist í daglega lífinu en bernskuárin í Noregi voru í fersku minni. Ég heimsótti hana stundum með börnin mín og tók þá gjarnan með mér myndaalbúm úr ferðinni góðu. Þá sat hún með börnin í kringum sig og sagði þeim frá þeim stöðum eða fólki sem var á myndunum. Amma hafði yndi af börnum og það gladdi hana alltaf að fá þau í heimsókn. Hún klappaði og hló við þeim þegar þau léku sér á gólfinu hjá henni. Á dánarbeði glaðnaði yfir henni og hún brosti og vinkaði, þrátt fyrir þverrandi krafta, þegar hún sá kornungan son minn. Það var yndisleg stund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Elsku amma mín, takk fyrir allt. Minningin um yndislega konu lifir með okkur öllum. Guðrún Lára. Ingibjörg Ólafsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.