Morgunblaðið - 12.12.2015, Síða 100

Morgunblaðið - 12.12.2015, Síða 100
100 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 Fríkirkjan í Reykjavík Jólatrésskemmtun Fríkirkjunnar í Reykjavík Hefst með jólastund í kirkjunni. Síðan haldið upp í Safnaðarheimili og sungið og dansað í kringum jólatréð með jólasveininum. Kaffi og meðlæti fyrir alla. Aðventukvöld, fjölbreytt og glæsilegt tónlistarkvöld Aðventukvöld, fjölbreytt og glæsilegt tónlistarkvöld. Ræðu kvöldsins flytur Guðrún Jóns- dóttir, talskona Stígamóta. Fram koma Guðrún Gunnarsóttir, söngkona, Sönghópurinn við Tjörnina, Gunnar Hrafnsson á kontrabassa, Snorri Sigurðarson á trompet, Matthías Hemstock á slagverk, Gunnar Gunnarsson á píanó og orgel og Hjörtur Magni. Heilunarguðsþjónusta á vegum Sálarrannsóknarfélags Íslands, Fríkirkjunnar og Kærleikssetursins Aftansöngur á aðfangadagskvöldi Söngkonan Nathalía Druzin Halldórsdóttir syngur einsöng. Sönghópurinn við Tjörnina syngur jólin inn og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Gunnars Gunnarssonar. Sr. Hjörtur Magni þjónar fyrir altari. Miðnætursamvera á jólanótt Páll Óskar og Monika Abendroth ásamt strengjasveit. Sr. Hjörtur Magni talar til viðstaddra. Sönghópur Fríkirkjunnar ásamt Gunnari Gunnarssyni. Mætið vel tímanlega til að fá góð sæti! Hátíðarguðsþjónusta á jóladag Ljósanna hátíð fagnað með rísandi sól. Egill Ólafsson söngvari syngur og spjallar um tónlistarval sitt. Sr. Hjörtur Magni, Sönghópurinn við Tjörnina ásamt Gunnari Gunnarssyni. Aftansöngur á gamlársdag Kristjana Stefánsdóttir, söngkona, Aron Steinn Ásbjarnarson, saxófónn, Örn Ýmir Arason, kontrabassi, Gísli Páll Karlsson, slagverk. Sönghópurinn við Tjörnina leiðir safnaðarsöng ásamt Gunnari Gunnarssyni, organista. Sr. Hjörtur Magni þjónar fyrir altari. 13. des. sun. kl. 14:00: 13. des. sun. kl. 20:00: 20. des. sun. kl. 14:00: 24. des. fim. kl. 18:00: 24. des. fim. kl. 23:30: 25. des. fös. kl. 14:00: 31. des. fim. kl. 17:00: Ekki þarf lengi að blaða í mat-reiðslubókum til að átta sig á aðþær lúta sínum reglum líkt og upp-skriftirnar sem þær geyma, til- tekin samsetning er ríkjandi, eða réttara sagt: verður ríkjandi því tískubylgjur í fram- setningu og frágangi ganga þar yfir ekki síður en í matreiðslunni sjálfri. Þetta er til að mynda áberandi þegar myndir af réttunum eru skoðaðar, nú er til siðs að allt sé ofur- raunsætt með grunnan fókus, næst skal það vera draumkennt og fókusinn eiginlega hvergi og síðan tekur við að allt skal vera eins og óhlutbundnar myndir af stemningu og aldrei má almennilega sjá hvernig rétturinn lítur út. Viðlíka sést í textanum; í eina tíð átti bara að vera innihald og aðferð, svona rétt eins og maður væri að skoða handbók um efnaform- úlur eða læknisfræðirit. Svo komu bækur með spjallkenndum texta þar sem uppskriftunum var pakkað inn í orðaflaum endurminninga eða ævintýrasagna, og svo bækur þar sem alls kyns útlistun á framandlegu kryddi og hand- tökum og furðulegum innihaldsefnum rennur saman við heilsuráðgjöf og heimspeki, krydd- að með eðlisfræðilegum vangaveltum – stund- um svo mikil vísindi og fræði að uppskrift- irnar nánast gleymast. Þær bækur tvær sem hér eru teknar til skoðunar falla býsna vel að þeim sið sem nú er uppi í matreiðslubókasmíði að mörgu leyti – spjallkenndur texti, tiltölulega einfaldar uppskriftir sem eru þó nýstárlegar og ríkuleg myndskreyting. Útfærslan er þó nokkuð ólík, önnur bókin er uppfull af fróðleik og skemmt- an, en hin er eiginlega „bara“ uppskriftabók. Það er þó ekki sagt til að gera lítið úr minni bókinni, heldur til að undirstrika að þær eru eiginlega ekki sambærilegar og verða ekki beinlínis bornar saman. Fræðandi og skemmtileg Café Sigrún: Hollustan hefst heima bbbbb Eftir Sigrúnu Þorsteinsdóttur. Texti og myndir eftir Sigrúnu. Vaka-Helgafell gefur út. 303 bls. innb. í stóru broti. Café Sigrún hefur nafn sitt af vefsetri sem Sigrún Þorsteinsdóttir hefur haldið úti býsna lengi; ætli hún sé ekki einn af „elstu“ matar- bloggurum Íslands og um leið einn sá þekkt- asti. Í inngangi að bókinni rekur Sigrún hvernig það kom til að hún fór að fást við matargerð sem skilaði sér í vefstetrinu cafesigrun.com og síðar í þessari bók. Þar kemur og fram að hún fór snemma að velta því fyrir sér hvernig það sem við innbyrðum er ekki bara orku- gjafi, heldur getur það skipt verulegu máli um vellíðan og velferð. Sú hugsun einkennir þesssa bók og er hvar- vetna vel útfærð, hvort sem það er í inngangs- texta að hverri uppskrift, í leiðbeiningum eða merkingum, en við hverja uppskrift er hægt að sjá hvort hún sé glú- tenlaus, eggjalaus, hnetulaus, mjólkurlaus, vegan eða án fræja eða hvort einfalt sé að breyta henni í þá átt. Þetta er náttúrlega ekki neitt sem alætur þurfa að hafa áhyggjur af, en getur skipt verulegu máli ef eldað er fyrir einhvern sem þjáist af óþoli eða ofnæmi og er því einkar gagnlegt. Gríðarmikið er af fróðleik í bókinni, sérstaklega fyrir þá sem ekki hafa spreytt sig á framandlegri matreiðslu, en ekkert hráefni rakst ég á í bókinni sem ekki er fáanlegt hér á landi – þökk sé fjölmenningu. Þetta er þó ekki beinlínis ævintýrabók, uppskriftirnar eru ein- faldar í sjálfu sér, eða réttara sagt blátt áfram og kalla ekki á margra daga undirbúning og eldhúsfimleika. Leiðbeiningarnar eru líka greinargóðar og myndirnar mjög lýsandi. Frágangur á bókinni er til mikillar fyrir- myndar, uppsetning einkar góð og myndir í henni, sem Sigrún tekur sjálf, eru hreint af- bragð. Þegar hefur verið getið um uppskrift- irnar sjálfar, en inngangur að uppskriftunum og eins að hverjum kafla fyrir sig er fræðandi og skemmtilegur, svo skemmtilegur reyndar að þegar ég tók bókina upp í fyrsta sinn gleymdi ég mér í textanum – fletti yfir upp- skriftirnar til að skyggnast í líf Sigrúnar og fjölskyldu hennar. Um 200 uppskriftir eru í bókinni. Vandaðar uppskriftir Hollar og heillandi súpur bbbmn Eftir Rósu Guðbjartsdóttur. Bókafélagið gefur úr. 114 bls. innb. Rósa Guðbjartsdóttir hefur gefið út all- margar matreiðslubækur, átt uppskriftir í tímaritum, dagblöðum og bókum annarra og einnig komið fram í fjölmiðlum. Vinsældir hennar koma ekki á óvart, uppskriftirnar eru vandaðar og vel unnar og einnig eru þær sumar mjög frumlegar og jafnvel ævintýralegar. Gott dæmi um það síðast- nefnda er til að mynda súpa sem hún kallar „Saltkjöt og baunir, poppkorn!“ þar sem fín útfærsla á baunasúpu er skreytt með poppkorni. Annað dæmi er avókadósúpa þar sem jarðarberjasalsa er borið fram með súp- unni og svo líka jarðarberjasúpa með myntu, sem er forvitnileg hugmynd og verður fram- kvæmd einhvern sumardaginn. Eins og nafn bókarinnar ber með sér eru í henni súpuuppskriftir, uppskriftir að 42 súp- um, en þar er líka að finna stöku uppskriftir að meðlæti, til að mynda áðurnefndu jarðar- berjasalsa og eins grænkálssælgæti sem er forvitnileg hugmynd. Í inngangi bókarinnar fjallar Rósa um súpugerð almennt, kennir soðgerð, gefur upp- skrift að fisksoði, grænmetissoði, kjúklinga- soði og nautakjötssoði og stingur upp á með- læti eða skrauti. Myndir í bókinni eru misjafnar að gæðum, fókusinn fullgrunnur sumstaðar og litvinnsla ekki í lagi fyrir minn smekk. Inngangstexti að uppskriftunum er líka misjafn, stundum fróð- legur en stundum innihaldslítill eða -laus. Það getur verið erfitt að skrifa eitthvað upplífg- andi, persónulegt eða fróðlegt við hverja upp- skrift; oft er uppskrift bara uppskrift og fátt um hana að segja. Sumstaðar hefði því farið betur á að sleppa inngangstextanum og breyta frekar út af í umbrotinu. Fróðleikur, skemmtan og uppskriftir Yfirlit yfir nýjar matreiðslubækur Árni Matthíasson arnim@mbl.is Girnilegt Salat með reyktum laxi, eggjum og kínóa úr Café Sigrún: Hollustan hefst heima. Þrátt fyrir að Ennio Morricone, hið margverðlaunaða ítalska kvik- myndatónskáld, hafi á sínum tíma heitið því að vinna aldrei með banda- ríska kvikmyndaleikstjóranum Quentin Tarantino, þá skipti Morri- cone um skoðun eftir að bandaríski leikstjórinn hafði komið í heimsókn til hans í Rómarborg og spjallað um næstu kvikmynd sína, The Hateful Eight. Hún verður frumsýnd um jól- in í Bandaríkjunum, sýnd í eitt hundrað sölum á 70 mm filmu en Tarantino kaus að kvikmynda þenn- an vestra á klassískan hátt. Og tón- listin er eftir Morricone sem er orð- inn 87 ára gamall og hefur samið tónlist fyrir um fimm hundruð kvik- myndir, þar á meðal svokallaða „spagettívestra“ Sergio Leone. Morricone segir í samtali við The Telegraph að honum hafi brugðið að sjá ofbeldið sem Tarationo mun bjóða áhorfendum upp á. Þá var hann líka kvíðinn áður en samstarfið hófst og segir ástæðuna vera þá miklu virðingu sem hann beri fyrir verkum mun yngri leikstjórans. Hann vildi semja eitthvað alveg „sérstakt“ fyrir hann en alls ekki neitt sem líktist tónlistinni í „spa- gettívestrunum“. Blóðug Kurt Russell og Samuel L. Jackson í hlutverkum sínum í myndinni. Morricone vildi gera eitthvað alveg sérstakt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.