Morgunblaðið - 12.12.2015, Side 105

Morgunblaðið - 12.12.2015, Side 105
MENNING 105 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2015 Jólatónleikar Snorra Ásmundssonar myndlistarmanns fara fram í Lista- safni Íslands í dag kl. 16. Snorri kom nú nýverið út úr skápnum sem pí- anóleikari og hefur kom fram í Dan- mörku og Póllandi í sumar. Tónleik- arnir eru jafnframt líka útgáfutónleikar vegna jólaplötu Snorra, Jólasveit og jóladís. Snorri telur sig vera besta píanóleikara í Evrópu í dag og hélt sína fyrstu pí- anótónleika í sumar í Mengi. Verða þeir lengi greyptir í minni gesta og eru margir sammála um að Snorri sé það allra ferskasta sem komið hefur fram í tónlistarlífinu í áratugi, eins og segir í tilkynningu. „Mig hefur alltaf langað að gefa út jólaplötu, kannski vegna þess að ég var skírður á jóladag og líka auðvit- að vegna þess að sagan um jólabarn- ið Jesús er svo rómantísk og spenn- andi,“ segir Snorri þegar hann er spurður að því af hverju hann sé að gefa út jólaplötu. „Þetta hefur s.s. blundað í mér alla tíð og nú þegar ég er búinn að uppgötva tónlistarhæfi- leika mína var sjálfsagt að kýla á þetta.“ Snorri segir sex jólalög á plötunni sem flestir eigi að kannast við. „Lög- in eru sex til höfuðs vitringunum þrem og Jósef, Maríu og jólabarninu Jesú. Þegar ég söng inn á plötuna var ég mjög kvefaður eins og heyrist vel, en það kom aldrei til greina að fresta því að syngja út af barnalegri kvefpest, ekki voru Jósef og María að kvarta undan kvefi. Svo er kvef- aða röddin mín ekki síður kynþokka- full en mín venjulega rödd,“ segir Snorri. Hann sé í skýjunum yfir plötunni og framleiðandi hennar, Árni Grétar, sé sammála honum í því að hún sé meistaraverk. „Jólasveit og jóladís er hrokalaust ein skemmtilegasta og fallegasta jólaplata sem ég hef heyrt og það er mikið hrós því öll munum við eftir Elvis og Nönu Mouskouri,“ bætir Snorri við. Jólatónleikarnir í Lista- safninu verði geggjaðir og líklega þeir allra bestu sem haldnir hafi ver- ið. Flygillinn í safninu sé auk þess sá besti á landinu. Ókeypis er inn á tón- leikana. helgisnaer@mbl.is Alltaf langað að gefa út jólaplötu Sá besti? Snorri Ásmundsson telur sig besta píanóleikara Evrópu.  Snorri heldur jólatónleika í Listasafni Íslands í dag TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Ég hef stundum furðað mig áþví af hverju sterk svart-málmssena hefur ekki þrif- ist á Íslandi. Það væri eitthvað rétt við það. Þessi undirstefna þunga- rokksins lifir góðu lífi víðast hvar á Norðurlöndum, utan Danmerkur kannski, og Ísland – ef litið er til lands- lags, myrkurs og kulda – er hinn full- komni hýsill fyrir svona tónlist. Engu að síður hefur hún átt erfitt með að fóta sig. Við höfum átt öflugar dauðarokkssenur og harð- kjarnasenur en svartmálms- sveitirnar hafa iðulega verið einar á rófinu. Sólstafir, Fortíð, Myrk, Carpe Noctem ... ólíkar og aleinar og það vantaði einfaldlega meiri mannskap til að hlaða í kringum þær. En nú er þetta breytt. Und- anfarin misseri hefur verið mikið líf í svartmálmsgeiranum og sena fædd sem raðar sér m.a. í kringum útgáfuna Vánagand sem stofnsett var í fyrra. Svartidauði, Sinmara, Grafir, Úrhrak, Abominor, Dynfari, Zhrine, Wormlust, Vansköpun, Norn, Naðra og 0, þetta eru bara Þegar allt varð svart Svartagall Meðlimir Misþyrmingar í ísköldum og alíslenskum garranum. nokkur þeirra nafna sem hægt er að tengja við þessa virkni, hvert með sitt sérkenni; allt frá hörðum, rokk- uðum svartmálm yfir í framsækin og epískan og einnig er pláss fyrir svefnherbergis/einsmanns málm. Það er því rúm fyrir fjölbreytni en einnig er mikið líf í útgáfu – sem er margháttuð – og tónleikahaldi. Að öðrum ólöstuðum er Mis- þyrming það band sem er á mestu háflugi nú um stundir, ekki síst vegna þessa glæsilega verks sem kom út fyrr á árinu. Söngvar elds og óreiðu er frábær svartþungarokks- plata sem heltekur hlustandann frá fyrsta tóni eða hljóði öllu heldur. „Söngur heiftar“ hefst á ískrandi glym, eins og sagarblöðum sé rennt utan í hvort annað, og svo fer allt af stað, byljandi keyrsla þar sem pískr- andi gítar keppist við sprengi- trommur („blast beat“) og yfir syng- ur D.G í hálfkæfðu, píndu öskri. Tilkomumikið, svo sannarlega. Lag- ið er mjög ágengt og heiftúðugt og svipað er uppi á teningnum í næsta lagi, „...af þjáningu og þrá“. Söng- rödd D.G er af dýpri toganum, þetta er ekki hvellt nornaöskur, ekki heldur lengst niðri í iðrum dauða- rokkssöngur heldur meira svona kvalafullt öskur og giska áhrifamik- ið sem slíkt. Tónlistin er þó alls ekki ein- tóna. Lögin rokka af ákefð en það er líka rúm fyrir litskrúðugri spretti; haganlega samsettir, útpældir og melódískir kaflar og brýr gera vart við sig og „Frostauðn“ er þá ósung- in, sveimbundin stemma, andrúms- loftið þar skuggalegt og hættu bundið og í fullkomnum takti við annað á plötunni. Ég verð líka sér- staklega að nefna frágang á plöt- unni en forláta vínyleintak – press- að á blóðrauðan vínyl en ekki hvað – rúllar hérna á bakvið mig. Vínyllinn er þykkur, hljómar einstaklega vel og umslagið tvöfalt eða „opnanlegt“ , glæsilega myndskreytt og meira að segja er sérblað inni í með helstu upplýsingum og dularfullri mynd af meðlimum. Söngvar elds og óreiðu er glæstur vottur um þessa yfirstand- andandi senu, þar er margt for- vitnilegt að finna sem er þess virði að slægjast eftir. Ég drúpi höfði svörtu og hlakka til næstu mánaða. » Lögin rokka afákefð en það er líka rúm fyrir litskrúðugri spretti; haganlega sam- settir, útpældir og mel- ódískir kaflar og brýr gera vart við sig. Söngvar elds og óreiðu er eftir svartmálms- sveitina Misþyrmingu. D.G. leikur á öll hljóð- færi og syngur en H.R.H spilar á trommur. Platan var hljóðrituð í Gryfjunni. mbl.is alltaf - allstaðar THE 33 8,10:35 KRAMPUS 6,8 THE NIGHT BEFORE 10:45 HUNGER GAMES 4 5,8,10:10 GÓÐA RISAEÐLAN 2,5 HANASLAGUR 2,3:50 HOTEL TRANSYLVANIA 2 1:50 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar Opið alla daga til Jóla Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is Næg bílastæði Selena undirfataverslun Gjöfin hennar - Nýtt kortatímabil -
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.