Morgunblaðið - 02.01.2016, Síða 2
INNLENT OG
ERLENT SKOP
36-34
2 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2016
EFNISYFIRLIT
Útgáfufélag Árvakur hf. Morgunblaðið, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal
Höfundar Yao Chen, Roger Cohen, Einar Falur Ingólfsson, Bret Easton Ellis, Sergei Guriev, Richard Hell, Phil Klay,
Karl Lagerfeld, Jeremy Langmead, Roger Mello, Okey Ndibe, Youssou N’Dour, Orri Páll Ormarsson, Andreja Pejic, Mikhail
Prokhorov, Ragnar Axelsson, Serge Schmemann, Eric Schmidt, Ji Shisan, Sigurður Nordal, Silja Björk Huldudóttir, Sunna
Ósk Logadóttir, Tricia Tisak, Víðir Sigurðsson og Yanis Varoufakis. Þýðingar Karl Blöndal og Stefán Gunnar Sveinsson.
Forsíðumynd Ragnar Axelsson. Fannfergi á Steingrímsfjarðarheiði, hluti af myndafrásögn á bls. 68 - 71.
Ólga var á vinnumarkaði og ferðamenn á
hverju strái á meðan uppgjör við slitabú og
afnám gjaldeyrishafta færðist nær. Utan
lands voru viðsjár í Mið-Austurlöndum,
flóttamenn streymdu til Evrópu og Ríki
íslams olli usla. Í Tímamótum fjalla höfundar
með þekkingu og yfirsýn um stöðu mála í
heiminum. Tímamót eru sérblað
Morgunblaðsins í samvinnu við The New
York Times News Service & Syndicate.
Er sá tími að nálgast að gervigreind og vélmenni leysi
manninn af á vinnumarkaði og maðurinn geti einbeitt
sér að vangaveltum um lífsgátuna? 14
GERVIGREIND
OG ÞJARKAR
Félagsmiðlarnir gera kröfu um að öllum líki við allt. Er
krafan um viðkunnanleika að þurrka út sérkenni okkar
og steypa alla í sama mótið? 18
HIN VIÐKUNNANLEGU
Þriðja almanaksárið í röð er hlutfall íslenskra leik-
húsverka svipað og annað árið í röð er meira en helm-
ingur þeirra frumsamin leikrit. 72
GRÓSKA Á FJÖLUNUM
VERÐUR TEKIÐ Á MÓTI?
Ríki íslams vill fara með mannkyn aftur til miðalda. Verði
ekki tekið á móti af krafti er hættunni boðið heim að
blóðbaðið í París endurtaki sig. 22
Rúmlega fjórar milljónir manna hafa nú flúið Sýrland
vegna átakanna þar í landi. Hópur sýrlenskra flótta-
manna er á leið til Íslands. 9
Á LEIÐ Í SKJÓL
INNLENDAR
OG ERLENDAR
FRÉTTALJÓSMYNDIR
28-35
Fleiri mættu taka þá trú að innst í manninum sé ljós og
listin sú iðja sem leysir úr læðingi þetta guðlega afl í
manninum. 74
LJÓSIÐ Í MANNINUM