Morgunblaðið - 02.01.2016, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 02.01.2016, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2016 Nú þegar nýtt ár gengur í garð sér loksins fyrir endann á uppgjörum á gömlu viðskiptabönk- unum eftir liðlega sjö ára slitameðferð. Það markmið sem sett var í sumar, að gengið yrði frá nauðasamningum sem uppfylltu stöðug- leikaskilyrði stjórnvalda fyrir áramót, hefur gengið eftir. Greiðlega gekk að afla skilyrðum fyrir nauðasamningi stuðnings á meðal kröfu- hafa slitabúanna, sem reyndar hefur orðið til að vekja tortryggni hjá mörgum. Ganga kröfuhaf- ar nauðbeygðir að skilyrðum stjórnvalda til þess að forðast að lenda í háum stöðugleika- skatti? Eða voru stöðugleikaskilyrðin einfald- lega svo hagstæð kröfuhöfum að þeir sam- þykkja þau fullsáttir með sinn hlut? Þegar áætlun um losun hafta var kynnt í júní síðastliðnum þótti ástæða til þess að taka sér- staklega fram að markmið hennar væri að losa fjármagnshöftin en ekki að afla ríkissjóði tekna. Má til sanns vegar færa að meginhlutverk stjórnvalda sé að losa um höftin farsællega og skapa heilbrigt efnahagsumhverfi fyrir fyr- irtæki, almenning og fjárfesta. Það reyndist mat Seðlabankans að framlagðir nauðasamn- ingar slitabúanna og stöðugleikaskilyrði komi til með að leysa greiðsluflæðisvandann með full- nægjandi hætti. Ýmsir hafa þó dregið það í efa og talið forsendur fyrir greiningu bankans byggjast á hæpnum grunni. Seðlabankinn vísar því á bug og bendir jafnframt á að áætlunin um losun fjármagnshafta miði ekki að því að upp- gjör slitabúanna fjármagni aðra liði áætlunar- innar. Markmiðið sé að slitabúin sjálf leysi greiðslujafnaðarvanda og annan vanda fyrir fjármálakerfið sem af slitum þeirra stafar. Efast Seðlabankinn um lagalegan grundvöll þess að ná markmiðum sem ganga lengra en að tryggja stöðugleika við slitin. Sitt hvað neyðarástand og uppsveifla Að sjálfsögðu snýr ein hlið uppgjörsins að eign- arrétti og upptöku eigna kröfuhafa í gegnum skattlagningu eða önnur úrræði stjórnvalda. Þegar neyðarástand ríkir hafa stjórnvöld mun ríkara svigrúm til þess að ganga á eignarrétt í því skyni að hindra efnahagslegt hrun en á öðr- um tímum. Þegar bankakerfið hér á landi moln- aði niður og róinn var lífróður í því ölduróti sem þá ríkti í fjármálakerfi heimsins, gátu stjórn- völd réttlætt það að stokka upp bankakerfið og skilgreina upp á nýtt þá hagsmuni sem þar voru bundnir. Niðurstaðan varð sú að kröfuhafar föllnu bankanna héldu eftir verulegum eigna- réttindum í íslensku fjármálakerfi, m.a. í nýju bönkunum. Núna þegar þjóðarbúskapurinn ber skýr einkenni uppsveiflu er hins vegar mun hæpnara að réttlæta það að gengið sé á eign- arrétt umfram það sem brýnn greiðslujafnaðar- vandi krefst, bæði hvað varðar lagalega úrlausn mála hér innanlands og ekki síður út á við, þeg- ar litið er til orðspors Íslands í framgöngu gagn- vart alþjóðlegum fjárfestum. Því verður ekki hjá því litið að kröfuhafar fengu að halda ákveðinni vígstöðu þegar kom að uppgjöri eftir bankahrunið, sem er ein meg- inskýring þess hve langan tíma það hefur tekið að ljúka slitum á búum gömlu bankanna. Líklega voru þeir samt fáir sem sáu það fyrir að það myndi taka sjö ár að gera upp slitabúin. Enda hafa ýmsir haldið fram að rétt hefði verið að gera þau upp í samræmi við gjaldþrotalög mun fyrr. En þegar til kom kusu stjórnvöld þá leið að þrýsta á slit búanna með nauðasamningum og var kröfuhöfum gefinn kostur á því að slíta bú- unum að gefnum skilyrðum og án eftirmála, en að öðrum kosti lenda í háum skattgreiðslum. Þótt þessi leið feli í sér afarkosti fyrir kröfuhafa má ætla að þeir hafi haft einhver áhrif á end- anlega mynd hennar, enda hafði kynningu stjórnvalda á stöðugleikaskilyrðum vart verið lokið þegar fyrir lá samþykki stærstu kröfuhafa slitabúanna. Byggja þarf upp erlendar eignir Sú áætlun um losun fjármagnshafta sem fyrir liggur snýr fyrst og fremst að undirbúningi en síður hvenær og hvernig höftum verður raun- verulega lyft. Afar mikilvægt er að lífeyris- sparnaði landsmanna verði sem fyrst hleypt út fyrir lokað innlent hagkerfi. Tíu milljarða króna heimild lífeyrissjóðanna til erlendra fjárfest- inga, sem kveðið er á um í áætluninni, er eins og dropi í hafið fyrir lífeyriskerfi sem er á fjórða þúsund milljarðar króna að stærð. Samkvæmt tölum OECD eru það einungis Hollendingar sem búa yfir hlutfallslega jafn stóru lífeyriskerfi og Íslendingar, eða sem nemur um eða yfir einni og hálfri árlegri landsframleiðslu. Meg- inmunurinn á þessum tveimur lífeyriskerfum liggur hins vegar í því að yfir 80% af lífeyr- issparnaði Hollands er fjárfest utan eigin hag- kerfisins, á meðan 75% eigna íslenskra lífeyr- issjóða eru bundin í innlendum fjárfestingum. Það er því afar brýnt að íslenskir lífeyrissjóðir fái sem fyrst ríkar heimildir til þess að byggja upp frekari erlendar eignir og efla þannig al- þjóðlega eignasöfnun þjóðarinnar. Bankar í eigu ríkis og lífeyrissjóða Sú ósk slitabús Glitnis nú í haust að eign búsins í Íslandsbanka gangi upp í stöðugleikaframlag var nokkuð óvænt. Þetta leiðir til þess að stærstur hluti íslenska bankakerfisins verður í höndum ríkisins, að minnsta kosti tímabundið. Þessi ósk slitabúsins bendir til þess að kröfuhaf- ar hafi ekki séð greiða leið til að selja bankann á ásættanlegu verði, enda hefur ekki fundist er- lendur kaupandi þrátt fyrir allnokkra leit. Líf- eyrissjóðir hafa sýnt Arion banka áhuga en ekki er augljóst að öðrum sterkum innlendum fjár- festum sé til að dreifa sem standa undir veru- legri fjárfestingu í bönkum. Það eru því líkur á því að bankakerfið verði áfram að mestu leyti í eigu ríkisins í náinni framtíð auk lífeyrissjóða. Hvort slíkt eignarhald sé æskilegt til lengri tíma litið fyrir svo mikilvæga atvinnugrein verð- ur hver að svara fyrir sig. Íslenskt hagkerfi hefur vissulega dafnað í skugga haftanna, enda ytri aðstæður reynst hagstæðar. Í skugga þrífst ýmiskonar gróður, bæði æskilegur og óæskilegur, en kannski ekki það blómskrúð kröftugs atvinnulífs sem við sækjumst eftir með opnu hagkerfi. Enn eru framundan stór verkefni við afnám fjármagns- haftanna, meðal annars risavaxið gjaldeyris- útboð vegna aflandskróna sem stefnt er að snemma á árinu. Það er geysilega mikilvægt að þar verði vandað til verka og að útboðið heppn- ist eins vel og kostur er. Sé litið á árið 2015 sem ár undirbúnings er óskandi að árið 2016 verði ár framkvæmda. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, kynntu áætlunina um losun fjármagnshafta á blaðamannafundi í Hörpu hinn 8. júní. Morgunblaðið/Golli STIGIÐ ÚT ÚR SKUGGANUM SIGURÐUR NORDAL er hagfræðingur og fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu Í skugga hafta þrífst ýmiskonar gróður, bæði æski- legur og óæskilegur, en kannski ekki það blómskrúð kröftugs atvinnulífs sem við sækjumst eftir með opnu hagkerfi. ” EKKI ER FULLLJÓST HVORT OG ÞÁ HVENÆR LOSAÐ VERÐUR UM FJÁRMAGNSHÖFT Á ÁRINU ıTU RN IN TS ı 2014ı TU P O INTSı20RNIN G PO IN 14 TU RNIN G POINTS|TÍM AM Ó T|2016|TURNINGPOI TS |T ÍM AM Ó T| 20 16 | Áætlun um losun fjármagns- hafta og samþykkt nauða- samninga slitabúa föllnu bankanna skyggði á aðra viðburði í íslensku efnshags- lífi á liðnu ári að umfangi og mikilvægi. Þrátt fyrir að stór skref hafi verið stigin, er nú í upphafi nýs árs enn töluverð óvissa um hvernig og hversu hratt losað verði um höftin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.