Morgunblaðið - 02.01.2016, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 02.01.2016, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2016 Sem stjórnmálahagfræðingur vinn ég fyrir mér með því að skoða áhrif stjórnmála á hagfræði. Vinir mínir og meðhöfundar sem eru stjórn- málafræðingar einblína á það hvernig efna- hagsmál hafa áhrif á stjórnmál. Hvort skyldi tengjast lífinu betur í raun? Eru lönd með slæma stjórnarhætti með lélegan árangur í efnahagslífinu vegna þess að slæm stjórnmál knýja áfram slæma efnahagsstefnu? Eða vegna þess að viðvarandi erfiðleikar í efnahagnum standa í vegi fyrir góðum stjórnarháttum? Á hverju ári sjást dæmi um hvort tveggja. Árið 2015 var þar engin undantekning, þar sem tvær mjög mikilvægar sögur komu í dagsljósið: Grikkland og Kína. Báðar sögur eru drama- tískar og fjölþættar. Í Grikklandi, vöggu vestræns lýðræðis, urðu kjósendur fyrir vonbrigðum með hefðbundna flokka og kusu litla vinstri flokkinn Syriza, sem lofaði að lina efnahagslegar þjáningar. Gagn- rýnendur frá ólýðræðislegum stjórnvöldum (eða frá „ófrjálslyndum lýðræðisríkjum“) túlk- uðu sigur Syriza sem skipbrot lýðræðisins. Þeir héldu því fram að hann sannaði það að venju- legum kjósendum væri ekki treystandi fyrir mikilvægum ákvörðunum vegna þess að þeim líkar betur við einfaldar en rangar pópúlískar lausnir. Hins vegar sýndi atburðarásin í kjölfar sigurs Syriza að grískir kjósendur væru hvorki nærsýnir né órökréttir. Vissulega, eins og fljótlega varð ljóst, þá voru loforð Syriza ekki raunhæf. Eins og Larry Summers, fyrrverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði eitt sinn: „Þú getur ekki afturkallað lögmál hagfræðinnar. Jafnvel þegar þau eru óhentug.“ Hversu vinsæll sem Syriza var, þá gat flokkurinn ekki galdrað fram millj- arða evra úr lausu lofti. Kostirnir voru að halda áfram með sársauka- fullar umbætur eða að fara í þrot. Umbætur myndu tákna bráða hnignun á lífskjörum; greiðslufall myndi gera hlutina enn verri. Greiðslufall hefur alltaf í för með sér óvissu og umrót og ríkisstjórnin myndi sjálfkrafa þurfa að skipta yfir í niðurskurðaraðgerðir hvort eð er – ekki af því að hana langaði til þess, heldur af því að hana myndi skorta fé til þess að gera nokkuð annað. Það yrði einfaldlega enginn að- gangur að fjármálamörkuðum. Illskárri kosturinn valinn Ég er nógu gamall til að muna það hvernig greiðslufallið í Rússlandi árið 1998 færði til valda einu ríkisstjórnina sem var opinberlega til vinstri í sögu landsins eftir fall Sovétríkj- anna. Hún byrjaði í upphafi að þylja upp kommúnískar möntrur, en neyddist vegna fjár- skorts til að setja á fót eina mestu niður- skurðaráætlun sem Rússland hefur nokkurn tímann séð. Grískir kjósendur skildu að því er virðist hver kostnaðurinn við greiðslufall yrði og ákváðu í þjóðaratkvæðagreiðslu með drjúgum meirihluta að vera áfram innan evrusvæðisins. Þessi atkvæðagreiðsla ýtti ríkisstjórn Syriza á endanum til þess að komast að samkomulagi við lánardrottna landsins. Það samkomulag mun ekki færa grískum kjósendum hagsæld, en það er vissulega kosturinn með minnsta kostn- aðinum. Hin sagan, sem var enn stærri, um efnahags- mál á árinu var hrunið á kínverska hlutabréfa- markaðnum og það hvernig hagvöxtur landsins hægði á sér. Hinn ótrúlegi árangur sem náðst hefur í efnahagslífi Kínverja frá 1978, þar sem ríkisstjórn landsins kom umbótum á hagkerf- inu í kring, hefur valdið mörgum hagfræð- ingum og stjórnmálafræðingum heilabrotum. Einræðisríki þjást yfirleitt af tveimur fyrir- sjáanlegum vandamálum. Í fyrsta lagi er erfitt í ólýðræðislegum ríkjum að koma á fót alvöru stjórnsýslu, sem er nauðsynleg fyrir eignarrétt og samningsrétt; sem aftur er forsendan fyrir fjárfestingu og hagvexti. Venjulega geta ein- ræðisríki ekki lofað því að þau muni ekki þjóð- nýta eigur fjárfesta. Í öðru lagi er erfitt án póli- tískrar andstöðu og fjölmiðlafrelsis að fá skilaboð um raunverulega stöðu mála, sem er nauðsyn þegar stýra á stóru ríki. Var Maó-tíminn frávik? Kínverski kommúnistaflokkurinn brást við þessum vandamálum að vissu leyti með því að taka upp nokkra nauðsynlega grunnþætti lýð- ræðislegra nútímastjórnmála: að meta hæfi- leika að verðleikum, valdajafnvægi milli grunn- stoða kerfisins og reglulega breytingu á æðstu valdamönnum. Enn er eftir að meta það hvern- ig og hvers vegna þetta kerfi þróaðist. Það kann vel að vera að tímabilið 1949 til 1978 hafi bara verið frávik og að Kína hafi snúið aftur til konfúsíansks hæfileikaveldis, eða það kann að vera að þeir sem lifðu af Maó-tímann hafi viljað koma upp vörnum gegn því að hann kæmi aft- ur. Þetta blandaða stjórnkerfi bjó til hvata fyrir Grískir kjósendur höfnuðu björgunarpakka, sem hefði leitt til frekari lækkunar lífeyris og skattahækkana án eftirgjafar skulda. Þegar úrslitin spurðust 5. júlí var fagnað á Syntagma-torgi. Eirini Vourloumis/The New York Times SERGEI GURIEV er prófessor í hagfræði við Instituts d’études politiques (SciencesPo) í París. Hann var áður rektor New Econo- mic School í Moskvu en yf- irgaf Rússland undir stjórn- málalegum þrýstingi. Hversu vinsæll sem Syriza var, þá gat flokkurinn ekki galdrað fram milljarða evra úr lausu lofti. ” TÍMAMÓT: VERÐBRÉFAHRUNIÐ Í KÍNA ENDURÓMAR Á ALÞJÓÐLEGUM MÖRKUÐUM ıTU RN IN TS ı 2014ı TU P O INTSı20RNIN G PO IN 14 TU RNIN G POINTS|TÍM AM Ó T|2016|TURNINGPOI TS |T ÍM AM Ó T| 20 16 | ÞAÐ SEM GRIKKLAND OG KÍNA GETA KENNT OKKUR UM ÞAÐ SEM EFNAHAG- URINN ÞARF OG Á SKILIÐ LÝÐRÆÐIÐ ER ENN VIÐ HESTAHEILSU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.