Morgunblaðið - 02.01.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.01.2016, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2016 umbætur sem ýttu undir hagvöxt: Aukið frjáls- ræði í landbúnaði og síðan í öðrum geirum; slök- un á tálmum gegn fólksflutningum innanlands; einkavæðing lítilla fyrirtækja og síðan hinna stærri; og samþætting við heimsbúskapinn. Þessar umbætur bjuggu til hagvaxtarskeið svipað þeim sem Japan, Taívan og Suður-Kórea höfðu séð 15 til 30 árum fyrr. Hins vegar bjuggu þessi ríki þegar yfir opn- ari stjórnkerfum þegar þau náðu því tekjustigi sem Kína er á í dag. Það frjálsræði leyfði þeim aftur að halda áfram með umbætur sem ýttu undir frekari hagvöxt. Það er ekki tilviljun: Hagfræðikenningar segja að það sé eigindlegur munur á vexti frá lágtekjuríki og upp í milli- tekjur eða háar. Hið fyrrnefnda þýðir að ríkið þarf að ná lengra komnum ríkjum og taka upp „bestu leiðirnar“ sem þau hafa þróað; það er hægt að láta það ferli koma að ofan. Þannig að „góðviljað“ miðstýrt ríkisvald getur gert það. Miðstýringin aukin En þegar kemur að því að auka hagvöxt upp yf- ir miðlungstekjur þarf hagkerfið að ýta undir nýsköpun, sem krefst ómiðstýrðs, samkeppnis- færs pólitísks kerfis. Mörg ríki hafa ekki náð að byggja upp slíkar stofnanir sem ýta undir ný- sköpun og hafa fest sig í „miðlungsgildrunni“ af samdrætti í vexti. Japan, Taívan og Kórea náðu að sigrast á þessari gildru og urðu að ríkum hagkerfum sem byggja á þekkingu. Óróinn árið 2015 benti til þess að Kínverjar þyrftu að horfast í augu við þessa áskorun. Margar hagfræðirannsóknir sýna að Kínverjar hafa enn mikla burði til þess að efla hagkerfið sem hægt er að leysa úr læðingi með frekari umbótum á ríkisfyrirtækjum og fjármálakerf- inu, með því að styrkja réttarríkið og sam- keppnisstefnu landsins. En slíkar umbætur gætu grafið undan tangarhaldi núverandi rík- isstjórnar á völdunum vegna þess að þessi fyr- irtæki og bankarnir eru helstu tæki hennar til að stýra efnahagnum. Árið 2012 settu þeir leiðtogar Kína sem þá voru að taka við völdum fram umbótaáætlun, þar sem útlit „Kína ársins 2030“ var dregið upp af ríkisráði Kínverja og Alþjóðabankanum. Á síðustu þremur árum hins vegar hefur lítið af þeim vegvísi séð dagsins ljós. Í staðinn hafa leið- togar Kína valið að auka enn miðstýringu valds- ins. Geta lært hvorir af öðrum Umræðan um það hvort lýðræðið skili hagsæld nær aftur að minnsta kosti til daga Aristóteles- ar – félagsvísindamenn hafa alltaf spurt hvort lýðræðið ýti undir hagvöxt, eða hvort háar tekjur séu forsenda stöðugs lýðræðisríkis. Á síðustu árum hafa hagfræðingar notað háþróuð tölfræðilíkön til að sýna fram á að fyrri spurn- ingin sé rétt: Lönd sem gangast undir breyt- ingar í lýðræðisátt styrkja hagkerfi sín um 1 til 2 prósent á hverju ári yfir tíu ára tímabil. Árið 2015 bendir til þess að þeir hafi líklega rétt fyrir sér. Grískir kjósendur kusu illskárri kostinn, sama hversu sársaukafullur hann var. Og vandræði Kínverja bentu til þess að stjórn- kerfið í Kína sé hugsanlega nokkuð úrelt miðað við það sem efnahagur landsins þarfnast og á skilið. Það þýðir ekki að hagvöxtur Grikkja verði meiri en Kínverja. Svo verður ekki – því það er margt sem Grikkir geta lært af Kínverj- um. En þetta ár hefur líka sýnt að Kínverjar geta einnig lært af Grikkjum: Kjósendur hafa ekki alltaf rangt fyrir sér og þeir sem stjórna öllu að ofan eru ekki alltaf góðviljaðir, alsjáandi og almáttugir. Höfundur segir atburði ársins í Grikklandi og Kína sýna að lýðræðið sé enn við hestaheilsu, en bæði þessi ríki gengu í gegnum mikla efnahagsörðugleika á árinu. Eoin Ryan/The New York Times Verðbréfastofa í Sjanghaí. Fall á verðbréfamörkuðum og mesta gengisfelling gjalmiðilsins, ren- minbi, í tæpa tvo áratugi vöktu spurningar um getu Kína til að knýja áfram hagvöxt í heiminum. Johannes Eisele/Agence France-Presse/Getty Images Og vandræði Kínverja bentu til þess að stjórn- kerfið í Kína sé hugsanlega nokkuð úrelt miðað við það sem efnahagur landsins þarfnast og á skilið. ” TÍMAMÓT: VERÐBRÉFAHRUNIÐ Í KÍNA ENDURÓMAR Á ALÞJÓÐLEGUM MÖRKUÐUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.