Morgunblaðið - 02.01.2016, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 02.01.2016, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2016 New York | Rétt fyrir utan Diyarbakir í suð- austurhluta Tyrklands eru flóttamannabúðir þar sem rúmlega 2.700 jasídar láta fyrirberast í tjöldum, sem hróflað hefur verið upp. Rúmt ár er síðan íslamskir öfgamenn hröktu þá brott frá Norður-Írak. Ég var þarna nýlega, spjallaði við par, sem sýndi mér í farsímanum mynd af manni, sem var hálshöggvinn í þorp- inu þeirra. „Þeir eru slátrarar,“ sagði Anter Halef, stoltur maður, sem hefur verið sviptur voninni. Úti í horni sat 16 ára dóttir hans og grét. Ég spurði hana hvers vegna. „Við flúð- um bara stríðið og …“ Stjórnlaus ekki gleypti restina af setningunni. Ég hef sjaldan séð jafn ómengaða sorg greypta í ungt andlit. Lífið hafði verið rifið frá henni áður en hún var byrjuð að lifa. Miðaldatúlkun á Kóraninum Jasídarnir eru trúarlegur minnihlutahópur, sem að mati Ríkis íslams eru djöfladýrk- endur. Þeir eru aðeins lítið brot af þeim 2,2 milljónum flóttamanna, sem hafa flúið stríðið í Sýrlandi og átökin vegna þess í Írak til Tyrk- lands. Í Minningarsafninu um helförina í Bandaríkjunum er morðinu á jasídunum lýst sem þjóðarmorði. Samtökin Ríki íslams hafa hrint í framkvæmd nihílískri dauðadýrkun sinni, sem byggist á miðaldatúlkun á Kór- aninum, á stórum svæðum undir stjórn þeirra í Sýrlandi og Írak. Þeir skera fólk á háls í af- tökum á almannafæri, slátra í hópum sam- félögum „trúvillinga“ á borð við jasída og gera konur og börn að kynlífsþrælum um leið og þeir koma á kalífati eftir sínum hugmyndum í krafti olíutekna, alræðis, trúarofsa og staf- rænnar útsjónarsemi. Af og til flytja samtökin út ógnina, sem þau fjármagna með olíutekjum frá víðfeðmu yfirráðasvæði sínu. Þegar rúss- neskri farþegaþotu með 224 manns um borð var grandað og 130 manns, sem voru að skemmta sér á föstudagskvöldi, slátrað af handahófi í París var endi bundinn á þá hug- mynd, sem við værukær höfðum talið okkur trú um, að Ríki íslams væri staðbundin ógn. Enginn getur slökkt á stórmyndinni Ríki íslams. Aðdráttarafli þess verður ekki neitað. Samtökin dreifa kvikmyndum, sem grípa og slæva. Í vestrænum samfélögum er hnífsblað á hálsi eða kalasnikov-rifflar, sem beint er að ungu fólki úti á lífinu í París, frekar eins og það sé tekið úr James Bond-mynd en raun- veruleikanum. Kominn er fram heill hópur af- stæðissinna, sem hefur tilhneigingu til að gera lítið úr vígamönnunum og segir að þeir séu bara fámennur hópur af bullum, sem kunni á netið, og við gerum bara meira úr þeim ef við notum sömu meðöl gegn þeim og þeir nota gegn vestrinu – það er allsherjar stríð. Sam- kvæmt þessum skóla eru umfangsmiklar gagnaðgerðir einmitt það sem djíhadistarnir vilja; við það muni fjölga í röðum þeirra. Því sé betra að fylgja stefnu Obama að halda aft- ur af sér. „Ég segi við bandarísku þjóðina: Engin tilvistarógn steðjar að Bandaríkjunum. Ekkert sem ISIS gerir getur velt stjórninni, ógnað því hvernig við lifum,“ sagði Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, eftir morðin í Par- ís. Einmana rödd Reynið að segja það við íbúa Belgíu, banda- manns í NATO. Lífið þar fór á hvolf eftir árásirnar í París og Brussel var nánast lokað svo dögum skipti. Spurningin hvort Ríki ísl- ams sé tilvistarógn við vestræn samfélög – og í framhaldi af því hvort það eigi að fá að halda í það landsvæði sem það notar til að kynda undir þeirri ógn – mun setja mark sitt á árið, sem fer í hönd. François Hollande, forseti Frakklands, hefur tekið af öll tvímæli um að Frakkland eigi í stríði við Ríki íslams og setja þurfi mun meiri kraft í átökin. En honum líð- ur um þessar mundir eins og einmana rödd. Ríki íslams stundar þrælahald og réttlætir kerfisbundnar nauðganir með guðfræði. 12 ára gömul jasídastúlka í flóttamannabúðum í Qadiya í Írak segir að íslamskur vígamaður hafi nauðgað sér. Mauricio Lima/The New York Times SKYLDA TIL AÐ SKERAST Í LEIKINN Spurningin hvort Ríki íslams sé tilvistarógn við vestræn samfélög er lykilmálið sem blasir við á komandi ári. ROGER COHEN er dálkahöfundur hjá The New York Times. Nýjasta bók hans heitir „The Girl from Human Street: Ghosts of Memory in a Jewish Fa- mily“. Spurningin hvort Ríki íslams sé til- vistarógn við vest- ræn samfélög – og í framhaldi af því hvort það eigi að fá að halda í það landsvæði sem það notar til að kynda undir þeirri ógn – mun setja mark sitt á árið, sem fer í hönd. ” TÍMAMÓT: ISIS LÆTUR TIL SKARAR SKRÍÐA Í PARÍS OG FÆRIR HERNAÐ SINN TIL VESTURLANDA ıTU RN IN TS ı 2014ı TU P O INTSı20RNIN G PO IN 14 TU RNIN G POINTS|TÍM AM Ó T|2016|TURNINGPOI TS |T ÍM AM Ó T| 20 16 |
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.