Morgunblaðið - 02.01.2016, Page 28
Viðburðurinn „Frelsum geirvörtuna – berbrystingar sameinumst!“, sem haldinn var laug-
ardaginn 13. júní, vakti heimsathygli. Fór hann fram á Austurvelli, þar sem konur komu sam-
an, og ekki síður á Twitter og öðrum samfélagsmiðlum. Tilgangur viðburðarins, sem átta
ungar konur skipulögðu, snerist um að skapa umræðu um af-klámvæðingu geirvörtunnar.
Morgunblaðið/Eggert
GEIRVARTAN FRELSUÐ Á AUSTURVELLI OG TWITTER
28 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2016
FRÉTTAMYNDIR AF INNLENDUM VETTVANGI
Milljóna tjón varð á brúm, vegum, varnargörðum, ræktun og girðingum í Skaft-
ártungu í Skaftárhlaupi í lok september og byrjun október. Loka varð brúnni á Eld-
vatni við Ytri-Ása fyrir umferð þar sem áin gróf undan eystri stöpli hennar en Hring-
vegurinn hélst opinn. Mikill kraftur var í hlaupinu, eins og sást við brúna inn í
Skaftárdal sem var umflotin, enda var þetta stærsta hlaup í Skaftá frá því mælingar
hófust.
Morgunblaðið/RAX
STÆRSTA SKAFTÁRHLAUP FRÁ UPPHAFI MÆLINGA