Morgunblaðið - 02.01.2016, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2016 31
Aðeins munaði einu atkvæði í formannskjöri á landsfundi Samfylkingarinnar í mars. Sig-
ríður Ingibjörg Ingadóttir alþingismaður bauð sig fram gegn Árna Páli Árnasyni og fékk
240 atkvæði í formannskjörinu, einu atkvæði minna en formaðurinn. Anna Pála Sverr-
isdóttir fékk eitt atkvæði. Framboð Sigríðar gegn sitjandi formanni var ekki tilkynnt fyrr en
daginn fyrir formannskjörið og var því ekki hægt að efna til almennra formannskosninga,
eins og gert hefur verið þegar samkeppni hefur verið um formannsstólinn.
Morgunblaðið/Eggert
ÁFRAM FORMAÐUR Á EINU ATKVÆÐI
Álft kúrir í febrúarkuldanum við Bakkatjörn á
Seltjarnarnesi og goggurinn er að mestu falinn
undir væng. Hitastig var við frostmark og norð-
angarrinn blés. Þegar mest er má sjá yfir 20 álft-
ir á tjörninni og hugsanlega eru þær allar tengd-
ar Svandísi sem lengi hefur ráðið þar ríkjum.
Morgunblaðið/Ómar
KÚRT MEÐ GOGG
UNDIR VÆNG
Þess er minnst með fjölda viðburða að 100 ár eru liðin frá því íslenskar konur fengu kosn-
ingarétt til Alþingis. Meðal annars var afhjúpaður minnisvarði um fyrstu konuna sem kos-
in var á þing, Ingibjörgu H. Bjarnason, við Skála Alþingis. Á myndinni eru Drífa Hjart-
ardóttir, fyrrverandi alþingismaður, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Einar K.
Guðfinnsson, forseti Alþingis, og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti.
Morgunblaðið/Golli
KOSNINGAAFMÆLIS KVENNA MINNST
Perla, sanddæluskip Björgunar,
sökk við Ægisgarð í gömlu höfninni
í Reykjavík skömmu eftir sjósetn-
ingu úr Slippnum í byrjun nóv-
ember. Menn frá Slippnum og úr
áhöfn skipsins voru um borð og
björguðust. Hófust þegar umfangs-
miklar aðgerðir á vegum útgerð-
arinnar og tryggingafélagsins við
að ná skipinu upp. Það tókst að lok-
um, um miðjan nóvember. Öflugar
dælur voru fengnar til að dæla sjó
úr skipinu og tæki notuð til að
tryggja stöðugleika þess. Ljóst varð
að skipið er ónýtt. Rannsókn-
arnefnd samgönguslysa rannsakar
atvikið.Morgunblaðið/Júlíus
PERLU LYFT AF
BOTNI GÖMLU
HAFNARINNAR
Íslenska karlalandsliðið
vann sér rétt til að taka
þátt í lokakeppni Evr-
ópumótsins í knatt-
spyrnu sem fram fer í
Frakklandi í sumar. Er
það í fyrsta skipti sem ís-
lenska landsliðið kemst á
lokakeppni stórmóts.
Þegar markmiðinu var
náð, eftir landsleikinn við
Kasakstan í byrjun sept-
ember, fögnuðu leik-
mennirnir innilega á
uppákomu með stuðn-
ingsfólki á Ingólftorgi:
„Var það ekki? JÚÚÚÚ!!!“Morgunblaðið/Eggert
„VAR
ÞAÐ EKKI?
JÚÚÚÚ!!!“