Morgunblaðið - 02.01.2016, Síða 34

Morgunblaðið - 02.01.2016, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2016 FRÉTTAMYNDIR AF ERLENDUM VETTVANGI Brak úr farþegavél flugfélagsins Germanwings, sem var á leið frá Barselóna á Spáni til Düsseldorf í Þýskalandi, fannst í fjallshlíð í frönsku Ölpunum. Flugmaður vélarinnar, Andreas Lubitz, lét vélina hrapa viljandi 24. mars. 150 manns voru um borð og létust allir. Yfirvöld komust að því að Lubitz hefði verið þunglyndur og kynnt sér sjálfsmorðsaðferðir fyrir hrapið. Flugfélög endurskoðuðu aðferðir við að meta geðheilsu flugmanna og settu reglur til að tryggja að ávallt væru tveir úr áhöfn vélar staddir í flugstjórnarklefa hennar. Fabrice Balsamo/Gendarmerie Nationale/The New York Times LÉT VÉLINA HRAPA VILJANDI Hreyfingin Svört líf skipta máli leitaðist allt árið 2015 við að draga athyglina að ofbeldi lögreglu og ójöfnuði kynþátta. Hreyfingin varð til árið áður eftir andlát Michaels Browns, óvopnaðs tánings, sem hvítur lögreglumaður skaut til bana í bænum Ferguson í Missouri. Ýmis atvik urðu til að kveikja mótmæli. Eftir að Freddie Gray, 25 ára gamall íbúi Baltimore, lét lífið í höndum lögreglu í apríl sauð upp úr í mótmælum í borginni og víða um Bandaríkin. Lengi hefur verið grunnt á því góða í samskiptum kynþátta í Baltimore. Aðgerðarsinnar og samtök kröfðust þess að gripið yrði til aðgerða á borð við að skylda lögreglumenn til að vera með myndavélar á sér, umbætur í fangelsismálum og átak í atvinnumálum. Robert Stolarik/The New York Times KYNÞÁTTAÓEIRÐIR Í BANDARÍKJUNUM Frjálslyndi flokkurinn undir forustu Justins Trudeaus vann sigur eftir harða baráttu í kosningunum 19. október og hann varð forsætisráðherra. Fylgdi hann þar í fótspor föður síns, Pierres Trudeaus, og hefur það ekki gerst áður í sögu Kan- ada. Trudeau sigraði Íhaldsflokk Stephens Harpers og lofaði miklum breytingum. Harper fygldi harðri stefnu öryggis- og utanríkismálum. Trudeau talaði hins vegar um að snúa aftur að grunngildum, að ýta undir fjölmenningu heima fyrir og vera rödd uppbyggingar utan landsteinanna. Trudeau sést hér ásamt konu sinni, Sophie Grégoire, á kosningakvöldið. Nicholas Kamm/Agence France Press/Getty Images ÆTTARVELDI RÍS Kristnir koptar í Egyptalandi sóttu minningarathöfn um miðjan febrúar vegna kopta, sem vígamenn úr Ríki íslams tóku af lífi. Vígamennirnir settu myndskeið á netið þar sem sýnt var þegar margir voru teknir af lífi af 21 manni, sem var rænt þegar þeir voru við vinnu í Líbíu. Egyptar svöruðu með því að gera loftárásir yfir landamærin á Ríki íslams og skoruðu á bandalagið, sem berst við Ríki íslams í Írak og Sýrlandi, að hefja líka aðgerðir í Líbíu. Mohamed El-Shahed/Agence France-Presse/Getty Images SORG Í EGYPTALANDI Alræmdasti eiturlyfjabarón Mexikó, Joaquín Archivaldo Guzm- án Loera, sem gengur undir viðurnefninu El Chapo eða sá stutti, slapp úr fangelsi í gegnum neðanjarðargöng 11. júlí. Hvergi í fangelsum Mexikó á öryggisgæsla að vera meiri og var flóttinn hinn vandræðalegasti fyrir Enrique Peña Nieto forseta, sem hafði lýst því yfir að handtaka glæpaforingjans árið 2014 bæri vitni frammistöðu stjórnar sinnar í baráttunni við eiturlyf. Guzman hafði áður sloppið úr fangelsi. 2001 flúði hann úr fang- elsi þar sem aðstæður voru svipaðar með hjálp fangelsisvarða. Brett Gundlock/The New York Times SÁ STUTTI ER LAUS Alberto Nisman saksóknari fannst látinn í íbúð sinni í Buenos Aires í Argentínu 18. janúar og virtist hafa svipt sig lífi. Ráð hafði verið gert fyrir því að hann bæri vitni næsta dag fyrir argent- ínska þinginu um sprengjutilræði í félagsmiðstöð gyðinga í borginni árið 1994. 85 manns létust í árásinni. Nisman kvaðst hafa fundið vísbend- ingar um að argentínsk stjórnvöld hefðu sam- þykkt að hylma yfir stuðning Írana við tilræðið, sem samtökin Hezbollah frömdu, í skiptum fyrir olíu. Yfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að óvíst væri um dánarorskökina. Niðurstaða rann- sóknar, sem fyrrverandi eiginkona Nismans lét gera, var hins vegar að hann hefði verið myrtur. Juan Mabromata/Agence France-Presse/Getty Images DULARFULLUR DAUÐDAGI Í ARGENTÍNU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.