Morgunblaðið - 02.01.2016, Side 38

Morgunblaðið - 02.01.2016, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2016 ERLENDAR SKOPMYNDIR Hinn 2. júní samþykkti öldungadeild Bandaríkjaþings lög sem Obama Bandaríkjaforseti undirritaði samdægurs, en þar var brugðist við uppljóstrunum Edwards Snowden, fyrrver- andi verktaka hjá bandarísku þjóðaröryggisstofnuninni NSA, um stórfellda gagnasöfnun og greiningu á samskiptum innan Bandaríkjanna og utan. Samkvæmt lögunum var ábyrgð á geymslu gagna innan Bandaríkjanna færð á hendur símafyrirtækja, sem myndu afhenda NSA gögnin aðeins þegar dómstóll heimilaði það eða neyðarástand ríkti. NSA hafði sam- kvæmt lögunum frest til 29. nóvember til þess að breyta háttum sínum, en þau hafa engin áhrif á gagnasöfnun NSA utan Bandaríkjanna eða njósnastarfsemi erlendis. JÚNÍ Sámur frændi fylgist enn með þér SCHRANK/The Economist - London, England; CartoonArts International/The New York Times Syndicate Hinn 5. júlí ákváðu grískir kjósendur að segja „nei“ í þjóðaratkvæðagreiðslu við skil- málum björgunarpakka lánardrottna landsins. Þá höfðu Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, sem var kjörinn til valda í janúar gegn því að beita sér gegn niðurskurði og lánardrottnarnir, sem vildu koma í veg fyrir að Grikkir myndu neita að borga skuldir sínar og fara úr Evrópusambandinu, eytt mörgum mánuðum á bjargbrúninni. Átta dögum síðar samþykkti Tsipras hins vegar 86 milljarða evra björgunarpakka, sem fól í sér enn harðari niðurskurð á lífeyri og meiri skattahækkanir en upphaflegi samningurinn. Hann sagði af sér í ágúst og boðaði til kosninga sem myndu jafnframt vera dómur þjóðarinnar yfir Tsip- ras og samkomulaginu. Tsipras hafði betur. JÚLÍ Grikkland segir „Nei“ DE ANGELIS - Róm, Ítalíu; CartoonArts International/The New York Times Syndicate Volkswagen, sem náði að velta Toyota úr sessi á árinu sem vinsælasti bílsmiður heims, féll af stalli sínum í september eftir að upp komst að hinir svokölluðu hreinu dísel-bílar fyrirtækisins spúðu um 40 sinnum meira af mengandi efnum út í andrúmsloftið en lands- lög í Bandaríkjunum leyfðu. Framleiðandinn viðurkenndi fljótlega að tölvubúnaður í 11 milljón bílum hefði hjálpað þeim að svindla á útblástursprófunum, og framkvæmdastjór- inn Martin Winterkorn sagði af sér. Volkswagen þarf hugsanlega að borga um 18 milljarða Bandaríkjadala í sektir, og neyddist til að kalla inn um 8,5 milljón bíla í Evrópu eftir að þýski löggjafinn hafði farið í málið. Matthias Müller, nýr framkvæmdastjóri Volkswagen, sagði að refsingar yfirvalda auk annarra lögsókna mundu skaða getu fyrirtækisins til þess að halda í við keppinauta sína. SEPTEMBER Dísel-blekkingar SCHRANK/The Independent on Sunday - London, England; CartoonArts International/The New York Times Syndicate Þremur vikum eftir að Rússar hófu loftárásir sínar yfirgaf Bashar Assad Sýrlandsforseti land sitt í fyrsta sinn síðan borgarastríðið hófst árið 2011 til þess að hitta Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu. Heimsóknin, sem bar upp á 20. október, varpaði skýru ljósi á aukna spennu á milli Rússa, sem eru banda- menn Assads og gera engan greinarmun á andspyrnuhópunum, og Bandaríkjamanna, sem eru á móti Assad og styðja hófsama upp- reisnarmenn. Sumir skýrendur gátu þess til að Pútín hefði skorist í leikinn í Sýrlandi til þess að draga athygli frá skærunum í Úkraínu og binda enda á refsiaðgerðir vesturveldanna. OKTÓBER Refskák í Sýrlandi HAJJAJ/Ad-Dustour - Amman, Jordan; CartoonArts International/The New York Times Syndicate Shanghai-vísitalan féll hratt í ágúst, og hófst þar skrið sem hafði áhrif inn á alþjóðlega markaði og skaðaði lönd og fyrirtæki sem höfðu veðjað miklu á Kína eftir nærri því fjörutíu ára stöðugan hagvöxt. Ríkisstjórnin hafði fellt gengi renminbisins snemma í júní í von um að útflutningur myndi styrkjast og þannig ná að stemma stigu við niðursveiflunni, en ástæður hennar voru umdeildar. Embættismenn biðluðu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að flokka gjaldmiðilinn sem varasjóðsgjaldmiðil og opnuðu hann fyrir markaðsöflunum. Hrunið hófst fljótlega í kjölfarið og neyddi fjárfesta til þess að finna nýtt skjól í snatri. ÁGÚST Kínverski markaðurinn hrynur AMMER/Wiener Zeitung - Vín, Austurríki; CartoonArts International/The New York Times Syndicate

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.