Morgunblaðið - 02.01.2016, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2016
er mjög fátítt ef það hefur nokkurn tímann
gerst eftir að lönd ná tilteknu stigi í efna-
hagsþróun að þau skipti um kúrs og hætti að
vera lýðræðisríki.
Ég sé því ekki fyrir mér þegar við ræðum
kreppu lýðræðis að rótgróin lýðræðisríki í
þróuðu löndunum hætti að vera lýðræðisríki.
Ég sé heldur ekki fyrir mér að löndin, sem eru
á umbreytingarskeiði í Suðaustur-Evrópu,
Austur-Evrópu og Eystrasaltsríkin, kasti lýð-
ræðinu skyndilega fyrir borð.
Ýmsar áskoranir blasa við lýðræðinu. Það
virkar ekki alltaf fullkomlega. Það getur þýtt
að flokkar rísi og falli. Það getur þýtt að fólk
mótmæli á götum úti. En það kýs samt að
leysa vandamál með lýðræðislegum hætti.
Krugman Já, líkurnar á að lykil lýðræðisríki
lýsi yfir að það sé ekki lengur lýðræðisríki eru
mjög litlar. Líkurnar á að það hætti að vera
lýðræðisríki í framkvæmd eru allt aðrar – þá á
ég við stöðu þar sem tiltölulega fámennur hóp-
ur óligarka fær að skilgreina kvarða leyfilegr-
ar umræðu, hvaða stefna fær að vera á borð-
inu, hvað telst gjaldgengt og ábyrgt. Evrópa
er að verða samfélag ríkja sem eru lýðræðisleg
að forminu til, en í auknum mæli ólýðræðisleg í
því hvernig þau eru í raun rekin.
Það eru talsverðar vísbendingar um að það
myndi ýta undir hagvöxt að draga úr ójöfnuði
eins og hann er nú. Enn meira máli skiptir að
það ekki er til minnsta sönnun fyrir því að það
skaði hagvöxt. Við getum dregið úr ójöfnuði og
það er alls engin ástæða til að ætla að það muni
gera efnahagslífið örkumla eða letja atvinnu-
sköpun.
Eru vestræn lýðræðisríki svarnir
óvinir íslamskra öfgamanna?
Steven Erlanger Ég var nýfluttur til Berlínar
þegar árásirnar voru gerðar á New York 11.
september. Flestir skipuleggjendanna voru
frá Hamborg þannig að ár á eftir fór í að eltast
við Mohammed Atta. Atta hafði numið borg-
arskipulag og útskriftarritgerðin hans fjallaði
um Aleppo í Sýrlandi. Hann varð að hluta til
róttækur vegna þess að nútímaskipulag var að
hans mati að eyðileggja Aleppo. Nú er Atta
dauður og íslamskir öfgamenn hafa lagt
Aleppo í rúst. Sýrland hefur líka verið lagt í
rúst. Af þessu fæ ég á tilfinninguna að íslömsk
öfgahyggja sé ekki það einfalda fyrirbæri sem
við höldum að hún sé.
Ed Husain Ég held að ítalskur heimspekingur
hafi sagt samræðu óskipulagðs meirihluta
stjórnað af skipulögðum minnihluta. Það er
nákvæmlega það sem við höfum séð gerast í
Mið-Austurlöndum. Þar er þaulskipulagður
minnihluti djíhadista, sem ræður ferðinni í um-
ræðu múslima um allan heim.
Hver er afstaða þeirra til lýðræðis? Hún er
sú að fullveldi almennings stríði gegn fullveldi
Guðs. Sjaría, lög múslima, verði að ráða og
standa þurfi á móti öllu því, sem brýtur gegn
þeim.
Síðan eru íslamistar á borð við Múslimska
bræðralagið, sem stólar á að nota lýðræðið til
að komast til valda. En þeir skilja ekki um
hvað lýðræði snýst, réttarríkið, eins og sást
hjá Mohammed Morsi í Egyptalandi.
Svo eru pólitískar stjórnir í arabalöndunum,
hvort sem þær eru einræði eða konungsveldi,
sem tala um lýðræði, en grípa til allra aðgerða
til að hemja það og stjórna því og bægja því frá
af ýmsum pólitískum skammtímaástæðum –
studdar af flestum ríkisstjórnum okkar í vestr-
inu.
Kishore Mahbubani Nýtt skeið er að hefjast í
veraldarsögunni. Það er frábrugðið sögu und-
anfarinna 200 ára í tveimur atriðum. Skeiði
vestrænna yfirburða í veraldarsögunni er að
ljúka og heimurinn er að minnka og minnka.
Við lifum hlið við hlið, hvert ofan í öðru.
Samverkan þessara tveggja þátta veldur
ágreiningi í samskiptum hins vestræna heims
og hins íslamska heims. Margir í vestrinu vilja
halda fram að þar sé vandinn meiri og eru ekki
tilbúnir að íhuga möguleikann á að vestrið
gæti borið jafn mikla ábyrgð á vandanum.
Stærsta lýðræðisríki heims, og vel heppnað
lýðræðisríki, er Indónesía. Þeir hafa nútíma-
vætt og það hefur tekist. En þar er einnig að
finna frækorn þeirra reiði, sem leiddi til þess
að ISIS varð til.
Þeir sjá allan fjöldann af sprengjum og
drónum sem á undanförnum 10 til 15 árum
hafa drepið múslima. Þeir sjá daglega að líf
múslima skipta orðið ekki máli. Þannig að það
kemur ekki á óvart að 25 þúsund ungir menn,
sem margir vita ekkert um arabaheiminn, fari
og berjist fyrir ISIS.
Ef ISIS er höggvið burt án þess að taka á
stærra vandamálinu kemur annað ISIS.
Husain Þetta hefur verið á meðal okkar frá því
um miðjan tíunda áratuginn. Þá áttu önnur
stórbrotin átök sér stað í Evrópu: Bosn-
íustríðið þar sem á milli 1991 og 1995 hvítir,
ljóshærðir, bláeygir múslimar voru drepnir
fyrir það – að vera múslimar – mitt í Evrópu.
Í háskólunum okkar í Bretlandi voru ungir
aðgerðasinnar, sem höfðu fengið pólitískt hæli
– Omar Bakri Muhammad, Abu Qatada og
fleiri – sem gerðu heila kynslóð ungra músl-
íma, sem eins og ég voru fæddir og aldir upp í
Bretlandi, róttæka. Röksemdirnar voru sann-
færandi: ef hægt var að drepa unga, hvíta, ljós-
hærða, bláeyga múslima, sem voru innmúraðir
í grunn Evrópu, sem borðuðu svínakjöt og
drukku áfengi, hvað þá um fólk eins og mig?
Hver var framtíð minnar kynslóðar?
Á þeim 20 árum, sem síðan eru liðin, er búið
að festa í sessi þessa öfgafullu hugmyndafræði
djíhadisma, salafisma, íslamisma, hvað sem þið
viljið kalla það – aðgreint frá trú íslams – þar
sem ungum múslimum, sem hafa fæðst og alist
upp í vestrinu finnst ekki að þeir tilheyri.
Djíhad hefur aðdráttarafl. Ungir múslimar –
ekki allir múslimar, kannski eitt prósent eða
þar um bil – hafa vaxið úr grasi á undanförnum
20 árum og trúað á framtíðarríkið, fyrirheitið
um að kalifatið muni verða til á okkar dögum.
Síðan er þáttur lífs eftir dauðann: bókstafs-
túlkunar á ritningunni um að endalokin séu í
nánd.
ISIS hefur gert sér mat úr þessum við-
horfum: að við lifum á tímum heimsslita og nú
sé brýnt að fylgismenn samtakanna flykkist til
sjaríalandsins, til Kalifatsins, sem nýtur
verndar Guðs. Og verði þetta til þess að þú
deyir berð þú himnesk laun úr býtum.
ISIS veitir þessu unga fólki vitund um reisn,
tilgang, að bjóða byrginn öllum þeim hindr-
unum, sem nútímaheimurinn setur í veg
þeirra.
Sir Richard Dearlove Ég held að við þurfum
að fara varlega í að gera lagabreytingar til að
takast á við þetta vandamál. Það þarf að gera
af nákvæmni, ígrundun og ekki í greipum
skelfingar.
Skelfingin er uppskrift að vondum lögum –
það þarf aðeins að horfa til margra aðgerða,
sem gripið var til 2004. Sem betur fer fylgdi
mörgum þeirra sólarlagsákvæði þannig að
hægt var að betrumbæta þau. Ég held að við
ættum ekki að fara inn á þá braut aftur.
Við höfum ekki nefnt fólksflutninga, sem er
kannski það sem mestu máli skiptir, pólitískt, í
Evrópu. En ef við ætlum að leysa vandann á
bak við vandamálin – markvissar leiðir gegn
algerri upplausn ríkisins í Líbíu og Sýrlandi,
sem leiðir okkur að bókstafstrúarþættinum –
þurfum við að setja þá fremst í forgangsröð-
ina.
Mahbubani Þegar ég var ungur, þegar ég var
við nám í Singapúrháskóla, og þegar ég fór til
Malasíu, í Malasíuháskóla, voru þar margar
ungar múslimskar konur. Getið hverju þær
voru klæddar? Pínupilsum.
Nú fer ég á sama háskólasvæði og 100 pró-
sent kvennanna eru með hídjab á höfði. Hvers
vegna? Tæknin. Hún hefur látið heiminn
skreppa saman.
Í raun byrjaði þetta á níunda áratugnum
þegar vestrið fjármagnaði djíhadistana til að
berjast í Afganistan. Og þegar stríðið var unn-
ið í Afganistan genguð þið í burtu og skilduð
Osama bin Laden eftir með öll vopnin. Síðan
kom innrásin í Írak – herinn var eyðilagður,
Baath-flokkurinn var eyðilagður og þið skilduð
eftir pólitískt tómarúm.
Vilduð þið, til að forðast endurtekningu, fyr-
ir alla muni snúa aftur og öðlast skilning á
hvað fór úrskeiðis til að tryggja að við end-
urtökum ekki mistökin.
Dearlove Ég er örlítið uggandi yfir því að rök-
semdafærslan er farin að hallast að því að
þetta sé allt vestrinu að kenna. Það sem nú
veldur mér áhyggjum er hvernig ríkjandi vald-
hafar í Mið-Austurlöndum hafa brugðist í
hvernig þeir nálgast eigin vandamál. Tyrkir
hefðu til dæmis getað leyst vandann vegna IS-
IS á augabragði hefðu þeir viljað. Egyptar
hafa mjög öflugan her. Hefur honum verið
teflt fram? Það hefur ekki verið gert.
Ég hóf líf mitt sem sagnfræðingur og það á
sér langa, skjalfesta sögu að trúarhreyfingar
eyðileggi menningararf. Aflvakinn er venju-
lega trúarlegur og pólitískur – að stimpla þína
hreyfingu inn. ISIS heldur sig að miklu leyti
við einkenni frelsunarhreyfinga.
Öll viljum við koma í veg fyrir þetta vegna
þess að okkar samfélag hefur menningararf í
hávegum. Og auðvitað er það út af því að hann
er í slíkum metum að ISIS gerir út á að gera
það gagnstæða.
Husain Á tímum ringulreiðar, þegar nýtt leys-
ir gamalt af hólmi, er tilhneiging til að leita aft-
ur í svart og hvítt, rétt og rangt, himnaríki og
helvíti.
Paul Krugman: Millistéttin hefur verið svipt
valdi í Evrópu, ekki valdefld.
THE NEW YORK TIMES
Paula Dobriansky: Enginn þröngvar lýðræði
upp á neinn og enginn ætti að gera það.
THE NEW YORK TIMES
Steven Erlanger: Af þessu fæ ég á tilfinn-
inguna að íslömsk öfgahyggja sé ekki það
einfalda fyrirbæri sem við höldum að hún sé.
THE NEW YORK TIMES
TÍMAMÓT: SAMRÆÐAN
Serge Schmemann: Getum við enn haldið því
fram að opið lýðræði eins og við þekkjum það
í vestrinu sé algilt?
THE NEW YORK TIMES
Benny Tai: Okkur hefur ekki verið „selt“ lýð-
ræði í Hong Kong. Það er þörf.
THE NEW YORK TIMES
Kishore Mahbubani: Skeiði vestrænna yfir-
burða í veraldarsögunni er að ljúka og heim-
urinn er að minnka og minnka.
THE NEW YORK TIMES
Evrópa er að verða
samfélag ríkja sem
eru lýðræðisleg að
forminu til, en í auknum mæli
ólýðræðisleg í því hvernig þau
eru í raun rekin.
”
Eric X Li: Vandinn við lýðræði stafar af hug-
myndinni um að það sé algilt og varanlegt.
THE NEW YORK TIMES
Alan Rousso:Ýmsar áskoranir blasa við lýð-
ræðinu. Það virkar ekki alltaf fullkomlega.
Það getur þýtt að flokkar rísi og falli.
THE NEW YORK TIMES