Morgunblaðið - 02.01.2016, Page 50

Morgunblaðið - 02.01.2016, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2016 Þegar igbóar í Suðaustur-Nígeríu þurfa að lýsa mannlegum örlögum í stórbrotnum ham- förum er oft gripið til málsháttar. „Eitthvað öflugra en krybba,“ segja þeir, „hefur ráðist inn í holu krybbunnar.“ Krybban á við ofurefli að etja og verður að forða sér í leit að öryggi eða berjast og drepast. Líkt og milljónir annarra igbóa stóðu for- eldrar mínir frammi fyrir þessum grimmilegu kostum árið 1967 þegar stjórn Nígeríu hóf borgarastríð gegn suðausturhlutanum með sínum olíulindum þar sem við bjuggum til þess að kæfa tilraun leiðtoga þar til aðskilnaðar og að stofna sjálfstætt ríki undir nafninu Bíafra. Ég var bara sjö ára þegar við tókum einn af síðustu bátunum frá Yola, bæ á norðaustur- landamærunum, til Onitsha, dreifðs versl- unarbæjar í suðausturhlutanum. Foreldrar mínir gerðu sitt besta til að hlífa okkur, börn- unum sínum, við hryllingi Bíafrastríðsins, en það var útilokað að fela óhugnaðinn. Á flótta frá einum stað til annars Í skamman tíma fundum við skjól í fæðingar- bæ föður míns, Amawbia. En eftir því sem leið á stríðið og mannfallið jókst kom fyrir að stjórnarherinn beindi aðgerðum að óbreyttum borgurum í sprengjuárásum og áhlaupum á jörðu niðri. Við flúðum frá einum umsetnum bæ til annars í leit að meintum griðastað, en fyrr en varði steðjaði ógn að honum og leggja þurfti á flótta að nýju. Stjórn Nígeríu setti okkur í herkví og matur var af skornum skammti, oft jafn vandfundinn og von eða svefn í látlausri skothríðinni að nóttu til. Hvar sem við dvöldum fóru systkini mín og ég ásamt öðrum börnum að veiða eðlur, sem við síðan steiktum yfir eldi af sprekum og nutum þess að borða mjúkt, hvítt kjötið. Börn, sem ekki voru jafn heppin, voru al- geng sjón. Þau voru hrjáð af kvasíorkor, alvar- legum næringarskorti, fæturnir mjóir og renglulegir, magar þeirra útþandir eins og dælt hefði verið í þá lofti, rifbeinin greinileg, mjóir hálsar og aflitaðir, rytjulegir hárbrúskar á höfði. Hinir fullorðnu voru líka við dauðans dyr. Dag einn stóð ég í langri röð í miðstöð þar sem verið var að dreifa mat og fleira þegar ég sá mann hníga til jarðar. Foreldrar mínir reyndu að byrgja mér sýn, en voru of seinir. Nokkrir menn stigu fram til að bera líflausan líkama hans burt. Ein milljón manna lét lífið í stríðinu, margir þeirra úr hungursneyð – hungursneyð sem stjórnvöld ollu vísvitandi. Upp á síðkastið hef ég í öryggi heimilis míns í Bandaríkjunum séð þetta kunnuglega víti aft- ur. Víða um heim er fólk neytt til að flýja heim- ili sitt og það leitar öryggis af sömu örvænt- ingu og fjölskylda mín. Umfang eymdarinnar er gríðarlegt. Flótta- mannastofnun Sameinuðu þjóðanna greindi frá því 2015 að 60 milljónir manna væru á vergangi um heim allan, samkvæmt tölum, sem safnað var saman í lok ársins á undan – hæsta tala frá síðari heimsstyrjöld. Orðið „neyðarástand“ virðist máttlaust í því samhengi. Karlar, konur og börn flýja stríð, átök og of- sóknir á stöðum eins og Sýrlandi (11,6 millj- ónir), Írak (4,1 milljón), lýðveldinu Kongó (4 milljónir), Afganistan (3,7 milljónir), Súdan (2,9 milljónir), Sómalíu (2,3 milljónir), Úkraínu (1,3 milljónir) og Mjanmar (907.000) sam- kvæmt Sameinuðu þjóðunum. Það kom sér- staklega við kviku mína vegna upprunans þeg- ar Sameinuðu þjóðirnar tilkynntu í september að rúmlega 2,3 milljónir manna hefðu farið í á vergang í norðausturhluta Nígeríu síðan í maí 2013 – fórnarlömb íslömsku uppreisnarmann- anna í Boko haram. Um þessar mundir skjóta Tyrkir skjólshúsi yfir 1,6 milljónir flóttamanna. Heiti annarra landa, sem hýsa og hafa forustu, kynnu að koma sumum á óvart því að þau eru hvorki evr- ópsk né auðug: Pakistan (1,5 milljónir flótta- manna), Líbanon (1,2 milljónir), Íran (982 þús- und), Eþíópía (660.000) og Jórdanía (654.000). Í október höfðu 643 þúsund flótta- og far- andmenn náð ströndum Evrópu yfir Miðjarð- arhafið frá upphafi árs. Þekkja hlutskipti krybbunnar Hver sem heimkynni þessara flóttamanna eitt sinn voru þekkja þeir hlutskipti krybbunnar. Þegar þarf að safna saman börnunum og leggja á flótta er enginn tími fyrir vega- bréfsáritanir og vegabréf. Það sem er knýjandi er að átta sig á hvernig ganga má í gegnum Sa- hara-eyðimörkina án þess að deyja úr þorsta, eða hvernig eigi að lifa af siglingu yfir Miðjarð- arhafið á fleka. Hver sá sem lætur lífið við að reyna að komast í öruggt skjól ber því vitni, í raun, að einn dauðdagi – til dæmis að drukkna uppi við ítalska strönd – getur verið betri en annar. Margir þeirra sem komast af lenda í sjálf- heldu, óbærilega nálægt örygginu, að baki er dauði og eyðilegging, framundan gaddavír og verðir laganna. Þegar þar er komið er flótta- maðurinn upp á náð og miskunn embættis- manna kominn. En Ungverjar hafa reist girðingar til að halda flóttamönnum í burtu. Malasískir og taí- lenskir varðbátar hröktu báta fulla af grind- horuðum róhingum, hinum ofsótta minni- hlutahópi múslima í Búrma, á haf út. Ástralar hafa ekki fyrir því að reisa girðingar, en setja Mörg hundruð þúsund flóttamenn rak á fjörur Evrópu 2015. Margir fengu aðstoð smyglara. Í október óð þessi ungi maður, sem kom á uppblásnum fleka, í land á grísku eynni Lesbos. RÓTLAUST LÍF Hvers konar líf bíður farand- manna við ferðalok? OKEY NDIBE er gestaprófessor við Nevada-háskóla í Las Vegas og höfundur skáld- sagnanna „Foreign Gods, Inc.“ og „Arrows of Rain.“ TÍMAMÓT: FLEIRI FLÝJA HEIMILI SÍN EN NOKKRU SINNI FRÁ SÍÐARI HEIMSSTYRJÖLD ıTU RN IN TS ı 2014ı TU P O INTSı20RNIN G PO IN 14 TU RNIN G POINTS|TÍM AM Ó T|2016|TURNINGPOI TS |T ÍM AM Ó T| 20 16 | Tyler Hicks/The New York Times

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.