Morgunblaðið - 02.01.2016, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 02.01.2016, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2016 Velkomin til tíma samruna gervigreindar og greindar mannsins þar sem fólk og gervi- greindarkerfi vinna saman snurðulaust. Ímyndið ykkur atriðið úr kvikmyndinni „Ali- ens“ frá 1986 þar sem Sigourney Weaver klæðist stoðgrind til að berjast við geimveru- drottninguna – nú erum við nokkurn veginn komin þangað. (Nokkur fyrirtæki víða um heim eru að þróa öllu friðsamlegri útgáfur af slíkum tækjum til notkunar í iðnaði og lækn- ingum og sumar eru þegar komnar á mark- að.) En á netinu er erfiðara að gera grein- armun á manni og vél.  Fréttastofan Associated Press notar hug- búnaðinn Automated Insights til að búa til þúsundir greina um afkomu fyrirtækja á ári og losar þannig um starfsfólk til að sinna öðr- um fréttum. Menn bæta kjöti á beinin og snurfusa mikilvægustu greinarnar.  Facebook kynnti sýndaraðstoðarmanninn M til sögunnar við San Francisco-flóann 2015. Hann notar gervigreind til að svara spurn- ingum notenda. Menn fara yfir svörin og bæta við þau.  Nokkur sjúkrahús í Bandaríkjunum hafa ráðið Watson frá IBM til að ákveða hvaða meðferð henti krabbameinssjúklingum best. Watson greinir erfðaupplýsingar og skrif í fræðiritum og lætur viðkomandi lækna hafa tillögur um úrræði. Menn hafa yfirumsjón með þessum gervi- greindarforritum og taka að lokum ákvörðun, en skrifstofumenn eru skiljanlega farnir að hafa áhyggjur af að sú stund nálgist að gervi- greindin þurfi ekki aðstoð. Óttist þó ekki. Þótt gervigreindarbyltingin sé hafin er ólíklegt að hún muni eyða mörgum skrifstofustörfum á næstu fimm til tíu árum. Rannsóknir og notkun á gervigreind snýst að- eins um tiltekin verk á borð við að greina myndir eða upplýsingar. Flest störf krefjast þess að fólk noti margvíslega hæfileika. Tölvur læra að læra af mistökum En ég held að það sé mikilvægt að átta sig á hvers vegna vinnumarkaðurinn mun breytast. Það hafa verið miklar framfarir í gervigreind á undanförnum árum, sérstaklega á sviði, sem kallast „djúpþekking“. Frekar en að segja tölvu nákvæmlega hvað hún eigi að gera með því að forrita hana skref fyrir skrif, nota rannsakendur djúpþekkingarkerfi, draga sig í hlé og láta hana nota tækni á borð við að bera kennsl á mynstur og að læra af mistökum til að kenna sjálfri sér – sömu tækni og menn nota. Til að ekkert fari á milli mála þýðir „gervigreind“ ekki að slíkar vélar séu skyn- ugar eins og þeim er lýst í vísindaskáldskap, aðeins að fái þær meiri upplýsingar geti þær leyst verkefni betur. Hópur rannsakenda frá Google lýsti yfir tímamótum í námi véla 2012. Þeir bjuggu til net 16 þúsund tölvukjarna, sem að hluta voru settir saman með mannsheilann að fyrirmynd þannig að milljarðar tenginga voru á milli eft- irlíkinga af nevrónum. Vísindamennirnir möt- uðu gervigreindartölvuna á 10 milljón mynd- um á þremur dögum og hún kenndi sjálfri sér án eftirlits að greina á milli flokka á borð við mannslíkama og – uppáhaldsins á netinu – katta. 2015 birti hópur frá DeepMind, fyr- irtæki sem Google keypti, rannsókn þar sem tölvutaugakerfi fékk sömu upplýsingar og maður um tugi leikja frá Atari frá áttunda og níunda áratugnum – myndeiningar og stiga- gjöf – og varð sérfræðingur í að spila suma þeirra án þess að hafa fengið neinar upplýs- ingar fyrirfram um leikreglurnar. Eftir því sem tækninni fleygir fram höfum við falið gervigreind fleiri verkefni, rétt eins og tölvum í árdaga þeirra. 2014 og 2015 kynnti Skype til sögunnar sjálfkrafa þýðingar á ensku, frönsku, ítölsku, mandarín, spænsku og þýsku. Siri frá Apple, Alexa frá Amazon og Cortana frá Microsoft eru allt stafrænir að- stoðarmenn sem geta framkvæmt einföldustu skipanir eins og að gera verkefnalista, spila tónlist og fylgjast með flugi. Google hefur verið að prófa sjálfkeyrandi bíla og vonast til þess að innan fjögurra ára geti þeir nýst al- menningi. Rétt er að í sumum geirum gæti hægt á ráðningum vegna þess að tiltekinn hluti af starfi verður leystur með gervigreind þannig að starfsfólk hafi meiri tíma til að einbeita sér að öðrum verkefnum. Fjármálaráðgjafar og tryggingasalar hafa þegar fengið gervigreind- arhugbúnað til liðs við sig, sem annars vegar gerir tillögur um dreifingu fjárfestinga og Þegar gervigreind er spyrt við þjarka er þjarkinn látinn læra að leysa verkefni, frekar en að forrita hvert skref. Hér lærir þjarki af reynslunni á rannsóknarstofu við Kaliforníuháskóla í Berkeley. Peter Earl McCollough/The New York Times Þegar vélmenni fara að vinna alla vinnuna, hvað verður eftir fyrir mennina? JI SHISAN er dulnefni sem höfund- urinn Ji Xiaohua, sem er með doktorsgráðu í tauga- líffræði, hefur birt greinar undir í mörg ár. Hann er stofnandi Guokr.com og Guokr MOOC Academy, vinsællar vísindavefsíðu og MOOC-vettvangs í Kína, og stofnandi Zaih.com, þekk- ingarþjónustu sem að- stoðar notendur við að tengjast sérfræðingum á ýmsum sviðum. TÍMAMÓT: GERVIGREINDARVÉL KENNIR SJÁLFRI SÉR AÐ SPILA OG SIGRA Í VÍDEÓLEIKJUM ÁN FORRITUNAR ıTU RN IN TS ı 2014ı TU P O INTSı20RNIN G PO IN 14 TU RNIN G POINTS|TÍM AM Ó T|2016|TURNINGPOI TS |T ÍM AM Ó T| 20 16 | BOÐAR GERVIGREIND AÐ ENGINN ÞURFI AÐ VINNA?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.