Morgunblaðið - 02.01.2016, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 02.01.2016, Blaðsíða 58
HVAÐ SKILGREINIR NÚTÍMASTRÍÐSMANN? 58 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2016 Ashley Gilbertson hefur á síðustu árum ljós- myndað svefnherbergi hinna látnu. Nánar tiltekið svefnherbergi þátttakenda í stríð- unum í Írak og Afganistan; svefnherbergi í Bandaríkjunum, Englandi, Skotlandi, Hol- landi, Ítalíu, Þýskalandi og Frakklandi. Sumir foreldrar halda persónulegum mun- um barnanna sinna eins og þeir voru þegar þau fóru, sem Gilbertson festir á filmu. Á einni myndinni sjáum við hokkíkylfur og fána með merki hokkífélagsins Toronto Maple Leafs. Á annarri hangir höfrunga- dúkka við bókahillu þar sem litlir plastengl- ar standa. Þetta eru ljósmyndir af fjarveru – hljóðlátar birtingarmyndir persónunnar að baki hermanninum sem mun aldrei snúa til baka – og þetta eru ljósmyndir af sári sem grær ekki – sorg fjölskyldu varðveitt í föstu formi. Ekki bara nöfn og númer Gilbertson vildi að áhorfandanum liði eins og hinir nýlátnu hermenn væru „ekki bara nöfn og númer fólks sem hafði dáið á ókunnugum stað“, og honum tekst það markmið nánast óhugnanlega vel. Að horfa á verkin hans virkar á áhorfandann eins og hann sé óþægilega mikið í leyfisleysi, að horfa náið á óbærilegan sársauka. Hin vel viðhöldnu herbergi minna mig á áletrun á legsteini bresks hermanns í fyrri heims- styrjöld: „Ef ást hefði getað bjargað honum, þá hefði hann ekki dáið.“ Á sama tíma er sú staðreynd jafnvel skrítnari en myndirnar sjálfar hvað þeirra er mikil þörf, að við þurfum þessa áminningu að þeir sem falla í átökum séu meira en nöfn á blaði. Mér sýn- ist sem helsta sérkenni styrjalda nútímans sé ekki nein tæknileg þróun – alveg sama hversu sláandi notkun drónanna er eða notkun styrjaldaraðila á samfélagsmiðlum – heldur frekar að hve miklu marki hinn al- menni borgari í vestrænu lýðræðisríki getur skilið sig frá ábyrgðinni á stríðum sem háð eru í hans nafni og fyrir skattpening hans. Þegar ég var í Írak árið 2007 hafði ég áhyggjur af því að Bandaríkjamenn fylgdust ekki með styrjöldunum okkar og heimkom- an sló ekki á þær áhyggjur mínar. Ég man eftir að hafa fengið símtal á bar í Brooklyn, þar sem mér var sagt að kunningi minn hefði verið skotinn í Afganistan. Upplýsing- arnar létu aðstæðurnar sem ég var í nánast virðast ógeðfelldar. Ég vissi að pólitísku ákvarðanirnar sem teknar voru heima fyrir réðu því að lokum hvort fólk lifði eða dó í Írak, en á sama tíma virtust Bandaríkin svo ótengd því sem var að gerast í erlendum ríkjum. Ég var hluti af því sem Andrew Bacevich kallaði „1% herinn“, herliði Banda- ríkjanna sem byggist eingöngu á sjálf- boðaliðum. Á þeim tíma virtist það vera það sem útskýrði tilfinningar mínar um að ég væri ekki á réttum stað og ég fékk þá hug- aróra að það að taka upp herskyldu á ný myndi leysa öll okkar vandamál. Saumað að hershöfðingjunum En samt þegar litið er til baka sé ég að á meðan ég var í Írak var frekar mikil og al- menn umræða um stefnuna í varnarmálum. Þegar David Petraeus hershöfðingi bar vitni fyrir Bandaríkjaþingi í september 2007 um niðurstöðu fjölgunarinnar í bandarísku her- liði var mikið af pólitískum sýndarleik, þar sem samtök gegn stríðinu keyptu ögrandi heilsíðuauglýsingu í New York Times og fréttastöðvar báru á borð ítarlega (þótt hún væri oft illa gerð) greiningu og öld- ungadeildarþingmenn úr báðum flokkum saumuðu vel að arkitektum opinberrar stefnu Bandaríkjahers. Stefnan sem menn unnu eftir á þeim tíma snerist um gagnaðgerðir gegn uppreisninni, sem handbók Bandaríkjastjórnar lýsti sem „blöndu af alhliða aðgerðum borgara og hers til þess að takast samtímis á við upp- reisnina og taka á rótum hennar“. Þar sem það var heimspeki okkar, og af því að við höfðum gríðarmikið herlið sem bar ábyrgð á ýmsum héruðum Íraks, tengdust árangurs- mælingarnar allar stöðugleika – Petraeus hélt því fram að á heildina litið hefði örygg- isbrestum fækkað, færri almennir borgarar týndu lífi og öryggissveitir Íraka létu til sín taka, á meðan öldungadeildarþingmenn spurðu hvort misfellurnar í írösku samfélagi myndu gera lítið úr þeim árangri eða hvort sá takmarkaði árangur sem herinn gat sýnt fram á væri þess virði að halda aðgerðunum áfram, eða hvort eitthvað af þessu tryggði öryggi Bandaríkjanna (hershöfðinginn við- urkenndi að hann vissi það ekki). Svona samtöl virðast æ sjaldgæfari á vor- um tímum: Öld gagnhryðjuverkanna. Við sendum ekki herlið til þess að taka svæði lengur; við gerum loftárásir eða sendum dróna eða sérsveitir til þess að drepa eða klófesta óvini okkar. Í besta falli sendum við nokkra ráðgjafa, líkt og við gerðum í Víet- nam í upphafi sjöunda áratugarins. Í stað- inn fyrir að við reynum að lyfta heilu sam- félögunum upp úr öskustónni höfum við takmarkað markmið okkar við að elta uppi og drepa óvini okkar. Það sem var einu sinni einn þáttur af mun víðari baráttu hers og almennra borgara gegn uppreisnar- starfsemi er nú orðið eina ráðið, jafnvel þótt svo virðist sem það veki andúð víða um heim. Það er ekki að hin háleitu markmið þess að kveða niður uppreisnir séu orðin minna mikilvæg við að kveða niður öfgastefnur; eina ástæðan er að við höfum áttað okkur á því að við erum annaðhvort ekki nógu góð eða nógu þolinmóð til þess að ná þeim markmiðum, þannig að hvers vegna ættum við ekki að skipta yfir í eitthvað sem við getum gert? Eins og John Amble, fyrrver- andi liðsforingi í njósnadeild Bandaríkja- hers, sagði: „Þó að það að eiga í samtali við viðkvæm samfélög til þess að draga úr stuðningi við al-Qaida sé enn algjör nauð- syn … þá myndi jafnvel mjög rausnarleg lýsing á tilraunum okkar í þessa veru meta árangurinn í meðallagi.“ Berið það saman við hina bylting- arkenndu breytingu á hraðanum í aðgerðum sérsveita. Að sögn Marcs Ambinders og D.B. Gradys voru færri en tólf slíkar að- gerðir samþykktar á einum mánuði í apríl 2004, en þegar komið var fram í júlí 2006 voru þær orðnar 250 á mánuði, og þar sem drónar eru sífellt meira notaðir hefur geta okkar til þess að beina hernaðargetu okkar á afvikna staði einungis aukist. John Nagl, fyrrverandi undirofursti, lýsir sérsveitum Ljósmyndarinn Ashley Gilbertson hefur fest herbergi fólks sem féll í stríðunum í Írak og Afganistan á filmu til þess að minnast þess. Herbergin eru víða um heim. Sumir foreldrar hafa varðveitt persónulega muni barna sinna í nákvæmlega því ástandi sem þeir voru þegar þau fóru í stríð. Karina S. Lau, óbreyttur hermaður, dó í Fallujah í Írak þegar þyrlan hennar var skotin niður 2. nóv- ember 2003. Hún var frá Livingston í Kalíforníu, og herbergið hennar var ljósmyndað í desember 2009. Þetta eru ljósmyndir af sári sem grær ekki, fjölskyldusorg varðveitt í föstu formi. Ashley Gilbertson / VII Í stað þess að reyna að rétta samfélög af höfum við þrengt sjónarhorn okkar að því að leita uppi og drepa óvini okkar. PHIL KLAY var landgönguliði í Íraks- stríðinu og er höfundur smásagnasafnsins „Redep- loyment“. Í staðinn fyrir að við reynum að lyfta heilu samfélög- unum upp úr öskustónni höf- um við takmarkað markmið okkar við að elta uppi og drepa óvini okkar. ” TÍMAMÓT: ÞÚSUNDIR GANGA TIL LIÐS VIÐ RÍKI ÍSLAMS ÞRÁTT FYRIR AÐGERÐIR GEGN HRYÐJUVERKUM ıTU RN IN TS ı 2014ı TU P O INTSı20RNIN G PO IN 14 TU RNIN G POINTS|TÍM AM Ó T|2016|TURNINGPOI TS |T ÍM AM Ó T| 20 16 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.