Morgunblaðið - 02.01.2016, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 02.01.2016, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2016 okkar sem „drápsmaskínu sem sinni gagn- hryðjuverkastarfsemi á iðnaðarlegum kvarða“. Þar sem almenningur sér ekki til Það sem er kannski ennþá betra fyrir stjórnmálamenn, þar sem drónar og rassíur sérsveitarmanna setja ekki herlið í þá stöðu að þurfa að halda landsvæði, er hægt að segja að sendiför til þess að drepa eða handsama skotmark hafi heppnast full- komlega hvort sem hún hefur jákvæð áhrif á öryggi heimshlutans sem hún á sér stað í. Íhlutanir okkar kosta (okkur) minna; þær gerast þar sem almenningur sér ekki til (þú sendir ekki blaðamann með sérsveitarliði, hvað þá dróna); og þar sem hvert skotmark er metið út af fyrir sig eru þær færari um að skila settu markmiði (með því að drepa eða handsama mjög ógeðfellt og hættulegt fólk). Svo virðist sem það sé mun minna til að rífast um, jafnvel á meðan ofbeldið og óstöðugleikinn aukast jafnt og þétt. Stríðsmaður nútímans starfar því á vinnusvæði sem er einangrað sífellt meir frá alvarlegri almannaumræðu. Mér leið eins og ég væri útundan þegar ég var með- limur í því brotabroti af Bandaríkjamönnum sem gengur í herinn – en núna er varn- armálastefnu okkar framfylgt af einungis broti af því brotabroti. Það sem veldur meiri áhyggjum er að Bandaríkin eru enn að vinna eftir áratuga- gamalli heimild til beitingar hervalds, og fyrir utan öldungadeildarþingmennina Tim Kaine og Jeff Flake, sem hafa lagt til nýjar verklagsreglur, hefur þingið sýnt lítinn áhuga á að ræða um nýja heimild sem hefur ekki jafnopin markmið. Í röksemdafærslu sinni vitnaði Kaine í James Madison: „Stjórnarskráin gerir ráð fyrir því sem saga allra ríkisstjórna hefur sýnt: Að fram- kvæmdavaldið er sú grein ríkisvaldsins sem hefur mestan áhuga á stríði og hneigist mest til þess. Hún hefur því, að vel yf- irlögðu ráði, sett spurninguna um stríð í hendur löggjafanum.“ Flestir þingmenn hafa að jafnvel yfirlögðu ráði hugsað um það hvernig atkvæðagreiðsla um stefnuna í varnarmálum myndi neyða þá til þess að taka yfirvegaða afstöðu um merkilega flókið mál, sem gæti síðar orðið að myllusteini um háls þeirra, og hafa því fært spurninguna um stríð rækilega aftur í hendur fram- kvæmdavaldinu. Það er engin furða að fyrsta umdeilda spurningin um stríðsrekstur í núverandi kosningabaráttu um forsetastólinn sé ekki um það hvaða stefnu við ættum að fram- fylgja í Jemen eða Írak eða Afganistan eða Líbýu eða Sýrlandi eða Pakistan eða Fil- ippseyjum eða horni Afríku eða Nígeríu eða … jæja, þú áttar þig á hugmyndinni. Við höfum verið upptekin. Spurningin er: Hefðum við átt að ráðast inn í Írak árið 2003? Fyrir þann meðlim hersins sem er forvitinn um það hvort landi hans sé alvara með stefnu sína í varnarmálum er svarið ljóst. Þeir menn og konur sem ég þjónaði með árið 2007 voru í raun og sann að reyna að búa til betra Írak, og hættu lífi sínu til þess. Við upplifðum ýmsa sæta sigra og leyfðum okkur að trúa því að við hefðum komið á varanlegri stöðugleika en reyndin var. Heilbrigði og öryggi írasks samfélags skipti okkur máli, og gerir enn. Mörg okkar mynduðu tilfinningaleg tengsl við staðinn og fólkið þar. Og mörg okkar sneru heim með mjög breytta afstöðu til okkar eigin þegnskyldu. Sá sem er 18, 19 eða 20 ára gamall og skráir sig í her þjóðar sinnar er ekki í góðri stöðu til að tryggja það að tveimur árum síðar, þegar hann er búinn með þjálfun sína og undirbúning fyrir sendiför sína, muni þjóð hans tryggja honum vel úthugsaða varnarmálastefnu til þess að framfylgja. Það er starf okkar allra að ganga úr skugga um að hann hafi slíka stefnu. Ef við tökum ranga ákvörðun eftir að búið er að ræða málin ítarlega fyrir opnum tjöldum höfum við öll brugðist á einn hátt. Ef við tökum ranga ákvörðun án þess að hún hafi verið rædd á nokkurn hátt gildir allt annað. Ábyrgð stjórnmálamanna Sem leiðir mig að annarri ljósmynd, mjög ólíkri þeim sem Gilbertson tekur. Hún er af vörubíl sem fannst yfirgefinn á þjóðvegi ná- lægt landamærum Austurríkis og Ungverja- lands. Ég sá þessa mynd á kaffihúsi í Vín. Þessi var fremur daufleg, jafnvel miðað við aðrar ljósmyndir af kyrrstæðum vörubílum, og fátt sem augað nam sem merkileg smá- atriði. Það sem greypir þessa mynd í huga mér er ekkert við myndina sjálfa, heldur sú vitneskja, að innanborðs voru rotnandi lík 59 manna, átta kvenna og fjögurra barna, líklega flóttamanna frá Sýrlandi, sem voru að reyna að ná til Þýskalands. Þau höfðu kafnað. Þegar þau fundust höfðu líkamar þeirra rotnað svo mikið og voru svo útötuð í líkamsvessum að nærri því ómögulegt var að bera kennsl á þau. Þetta var fyrir hryðjuverkin í París, áður en það varð vinsælt að kalla svona fólk „mögulega hryðjuverkamenn“. Ég hélt í barnaskap mínum að svarið við þessum at- burði yrði skýrt. Í staðinn fór ég að hafa áhyggjur af getu okkar til þess að höndla þá krísu sem þetta fólk hafði flúið. Þegar svo margar leiðir til þess að skýla hern- aðaraðgerðum frá vökulum augum almenn- ings eru til hafa stjórnmálamenn losnað við þá ábyrgð að koma fram með skýra stefnu fyrir almenning. Er einhver furða að slíkt endi í ringulreið? Sú stefna sem ekki þarf að þola athugun almennings er ólíkleg til þess að þola þær miklu erfiðari þolraunir sem beiting hennar í raunveruleikanum mun hafa í för með sér. Engu að síður er þetta staðan í hernaði nú- tímans – ofbeldi, þjáningar og viðvarandi skortur á siðferðislegri athygli. Lögregla fann líkamsleifar 71 flóttamanns í loftkældum vörubíl á þjóðvegi í Austurríki 27. ágúst. Á sama tíma voru leiðtogar Evrópu á fundi að ræða lausnir á flóttamannavandanum. Dieter Nagl/Agence France Presse/Getty Images Höfundur segir að áhersla hins vestræna heims sé ekki lengur sú að lyfta öðrum samfélögum, og byggja upp heldur sé nú einblínt á að elta uppi og drepa hryðjuverkamenn. Simon Pemberton/THE NEW YORK TIMES TÍMAMÓT: ÞÚSUNDIR GANGA TIL LIÐS VIÐ RÍKI ÍSLAMS ÞRÁTT FYRIR AÐGERÐIR GEGN HRYÐJUVERKUM Engu að síður er þetta staðan í hern- aði nútímans – of- beldi, þjáningar og viðvarandi skortur á siðferðislegri athygli.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.